Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1963, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.04.1963, Blaðsíða 10
afgírtu svæði fyrir framan geymsluhúsið. Inn á þetta svæði er farið í gegnum hlið, og er það eina innkoman á tollgæzlusvæðið. Þegar inn kemur er einstefnuakstur til vinstri og síðan ekið meðfram húsinu, en á því eru þrennar dyr ,sem allar vita út að hinu opna, afgirta svæði, sem í fyrsta áfanga verður ca. 5500 fermetra. Það skal tekið t’ram, að þótt þessi lausn hefði ekki verið óumflýjanleg um- ferðarinnar vegna, þá tel ég að hún hefði eigi að síður verið rétt og sjálfsögð. Á útisvæðinu skapast stórfelld aðstaða til að geyma vörur, sem ekki þurfa húsaskjól — þannig að lóðina má nýta að fullu til geymslu á vörum, þ. e. a. s. að nauðsynlegum ak- brautum undanskyldum. Geymslupláss á útisvæðinu verður að sjálfsögðu miklum mun ódýrara en innan húss. Ég geri ráð fyrir að fyrirtæki, sem t. d. flytja inn rafmagns- kapla, steypustyrktarjárn, eða annað slíkt, sem sem hæglega má geyma undir berum himni, hefði þótt það harðir kostir, að verða að leigja dýrt hús- næði fyrir slíkar vörur. Eftir því sem mér er tjáð mun fjöldi hluthafa í Tollvörugeymslunni hf. vera á milli 250 og 260. Eins og áður er sagt, er hús það, sem nú hefir verið reist, 2448 fermetrar. Húspláss á hluthafa er því innan við 10 fermetra, og þegar þess er gætt að þarna eiga hlut að máli mörg stórfyrirtæki, þá virðist eðlilegt að álíta, að núverandi hús verði tveimur áföngum, en að sjálfsögðu má einnig gera það í smærri áföngum eftir því sem henta þykir, en hvernig sem að því verður staðið, má vinna að stækkunum án þess að trufla á nokkurn hátt rekst- ur þess hluta mannvirkisins, sem kominn er í notk- un á hverjum tíma. Þetta er að sjálfsögðu mjög mikilsvert atriði, því að tollyfirvöldin mundu örugglega ekki slaka á öryggiskröfum sínum livað snertir girðingar og annað meðan á framkvæmdum stæði við nýbyggingar. í framtíðinni er svo fyrir- hugað, að byggð verði höfn á ströndinni norðan við tollvörugeymsluliúsið. Ef að af því verður, myndi trúlega verða hagkvæmara að hafa inn- keyrsluna í tollvörugeymsluna beint frá slíkri höfn. í heildaráætluninni um verk þetta hefir verið gert ráð fyrir að flytja megi innkeyrsluna, sem fyrst í stað verður frá Héðinsgötu, í norðvestur- horn lóðarinnar gegnt væntanlegri höfn. Eins og áður er sagt er á uppdráttum þeim, sem hér liggja fyrir gert ráð fyrir stækkun í tveim- ur áföngum: 1. áfangi er eins og þegar er upplýst: Hús 2448 m2 13.500 nr Útipláss 5500 m2 2. áfangi, stækkun, hús 2160 m2 12.000 nv Útipláss, stækkun 500 m2 3. áfangi, hús, stækkun 3456 m2 10.000 m: Útipláss, slækkun 4662 m2 Byggingaríramkvæmdir við iyrsta áianga Tollvörugeymsl- unnar við Héðinsgötu. orðið of lítið eftir skamman tíma. Því hefir verfð gert ráð fyrir, að stækka megi mannvirkið í áföng- um. í upprunalegri áætlun og á uppdráttum þeim, sem hér liggja frammi er gert ráð fyrir stækkun í Þegar lóðin er fullnýtt verður samanlagt flatar- mál húsa þannig 8064 fermetrar og samanlagt flat- armál útisvæða 10662 fermetrar. Hús þessi eru öll fyrirhuguð með sama eða svipuðu sniði og það sem 10 frjáls verzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.