Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1963, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.04.1963, Blaðsíða 19
r Athafnamenn og frjálst framtak Tómas Tómasson ölgerðarmaður Tómas Tómasson er fæddur í janúar árið 1888 í Miðhúsum í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu, þar sem foreldrar hans, Tómas Jónsson og Sigurlaug Sigurðar Sig- urðardóttir, bjuggu búi. Verður því Tómas „í ölgerðinni“ 75 ára á liausti komandi, en fyrirtæki það, er hann stofnaði og hefur stjórnað alla tíð, Ölgerðin Egill Skalla- grímsson, átti hálfrar aldar afmæli nú 17. apríl. Tómas var yngstur af níu systkinum, en aðeins þrjú þeirra komust upp, en Tómas var á öðru ári, er hann missti föður sinn. í sveitinni átti Tómas heima og vann öll algeng störf til átján ára aldurs, að hann fluttist til Reykjavíkur, árið 1906. Raunar varð hann ekki Reyk- víkingur strax, heldur gekk í þjón- ustu gosdrykkjagerðarinnar Sani- tas, sem staðsett var á Seltjarnar- nesi. „Þar var hún höfðu fyrstu árin, af því að þar var þá bezt vatn nærhendis, þótt það væri sótt í brunna,“ segir Tómas. Við þessa gosdrykkjagerð vann hann til árs- loka 1912, að hann gerðist innflytj- andi í Reykjavík. „En til þess þurfti „bæjarleyfi“ svokallað, og það fékk enginn nema hann ætti eitt þúsund krónur. Það var tals- verður peningur þá, og það var með herkjum, að þetta tókst,“ seg- ir Tómas. Arið eftir stofnaði hann Ölgerðina Egil Skallagrímsson og var einn eigandi hennar til ársins 1932, er hún var gerð að hluta- fólagi eftir að inn í hana hafði gengið ölgerðin Þór, sem stofnuð var 1930, en Tómas hélt áfram framkvæmdastjórn og gerir enn. Fyrst í stað var Tómas einn öl- gerðarmaður fyrirtækisins Egils Skallagrímssonar og hafði aðeins vikapilt til aðstoðar. Nú starfa við fyrirtækið milli 80 og 100 manns. Fyrst var framleitt aðeins maltöl og hvítöl, en nú eru framleiddar þrjár tegundir öls og tíu gos- drykkjategundir. Veturinn 1914— 15 fór Tómas til Kaupmannah.afn- ar, starfaði í Arbejdsbryggeriet Stjernen og kynnti sér nýjungar, en það hefur hann oft gert síðan á ferðum sínum til Danmerkur og Þýzkalands. Ölgerðin Egill Skalla- grímsson var fyrst til húsa í Þórs- hamri í Templarasundi, en lengst af hefur ölgcrðin verið til húsa á gatnamótum Njálsgötu og Frakka- stígs, en gosdrykkjagerðin í lnisum sem ölgerðin byggði á lóð Þórs verksmiðjunnar við Þverholt. Þar eru líka bíla- og vélaverkstæði og kassagerð. Skrifstofur voru lengi í Ilafnarhúsinu, cn nú á Ægis- götu 10. Tómas gaf sig jafnframt ölgerð- arstarfinu að togaraútgerð um tíma, var meðal stofnanda útgerð- arfélagsins Njáls og í stjórn þess 1921—26 og tók þátt í öðru út- gerðarfélagi um hríð. Hann átti sæti í stjórn Félags íslenzkra stór- kaupmanna í tuttugu ár. Var í stjórn Iðnaðarmannafélags Reykja- víkur og formaður Styrktarsjóðs iðnaðarmanna. Hann var einn af stofnendum Félags íslenzkra iðn- rekenda og um tíma í stjórn þess. Og í mörg ár var hann í stjórn Dýraverndunarfél. íslands. Iíann var aðalræðismaður Eistlands frá 1935. Árið 1937 var hann sæmdur Stórriddarakrossi Fálkaorðunnar. Tómas hefur verið þríkvæntur. Af sjö börnum hans dóu fimm á ýmsum aldri, en á lífi eru tveir synir. Eiginkona Tómasar er Agn- es Jónsdóttir verzlunarmanns á ísafirði Hafliðasonar. Aðspurður urn ástæðuna fyrir nafngift ölgerðarinnar svarar Tóm- as: „Ég veit ekki deili á meiri öl- drykkjumanni en Agli Skalla- grímssyni, dáðist að honum sem skáldi og víkingi og gaf því fyrir- tæki mínu nafn hans. Ég fékk Ríkarð myndhöggvara Jónsson til að skera í tóbakspont.una mína mynd af Agli með drykkjarhorn og fyrir neðan þessa vísu Egils: Börðumk einn við átta, en við ellifu tvsvar, svá fengum val vargi, varð ek einn bani þeira; skiptumsk liart af heiptum hlífar skelfiknífum, lét ek af emblu aski eld valbasta kastat. FHJALSVERZLUN 19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.