Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Page 2

Frjáls verslun - 01.06.1963, Page 2
Jónas H. Haralz, hagíræðingur: Eðli og filgangur þjóðhags- og framkvæmdaáæflana (Grein þessi er byggS á erindi, sem Jiöfundur flutti á fundi Verzlunarráðs Islands þann 27. april sl. I erindinu \ar einnig gerð grein fyrir meginatriðum þeirrar þjóðhags- og framhvæmda- áætlunar fyrir árin 1963—1966, sem ríkisstjórnin Iagði fyrir Al- þingi þann 10 apríl sl. Þar sem skýrsla ríkisstjórnarinnar hefur nú verið gefin út, hefur hins vegar ekki þótt ástæða til að birta þennan Jiluta erindisins.) Þegar rætt er um eðli og tilgang þjóðhags- og framkvæmdaáætlana, cr eðlilegt, að um það sé spurt, hvort þær áætlanir, sem nú er farið að gera á Vesturlöndum, séu sama eðlis og þær áætlanir, sem um alllangt skeið hafa tíðkazt í hinum sósíölsku löndum Austur-Evrópu. Að mínum dómi varpar einmitt þessi spurning og svarið við henni skýru ljósi á það mál, sem hér er til umræðu. Þessari spurningu verður hins vegar ekki svarað, nema fyrst sé gerð grein fyrir höfuðeinkennum þeirra hagkerfa, sem ríkjandi eru í Austur-Evrópu annars vegar, og á Vesturlöndum hins vegar, því að sjálf- sögðu mótast áætlanirnar sjálfar og það hvernig þær eru notaðar, af því hagkerfi, sent þær eru sprottnar af. Hagkerfi hinna sósíölsku landa Austur-Evrópu eru „centraliseruð“. Þeim er stjórnað frá einurn stað að miklu leyti. Þar eru efnahagslegar ákvarð- anir teknar og fyrirmæli gefin hinunr einstöku ein- ingum kerfisins. Forstjóri fyrirtækis ákveður ekki sjálfur, hvað né hversu mikið hann eigi að fram- leiða, hvaða hráefni hann eigi að nota, eða hvaða verð hann eigi að setja á vöruna. Hann ákveður heldur ekki, hversu mikil fjárfesting fyrirtækisins eigi að vera, né hvernig fjár til hennar skuli aflað. Allar þessar ákvarðanir eru teknar annars staðar. Honum eru gefin fyrirmæli í mynd áætlana. Áætl- anir Austur-Evrópu eru því mjög sundurliðaðar. Þær segja til um það hversu mikið skuli framleitt af hverri einstakri vörutegund, hversu mikið hrá- efni skuli nota, hvers konar framkvæmdir skuli ráðast í, hvað eigi að festa mikið fé í þeim og hvern- ig þess fjár skuli aflað. Um neytandann gildir svip- uðu máli og framleiðandann. Hann tekur í raun og vcru ekki cfnahagslegar ákvarðanir sjálfur, nema að Iitlu leyti. Líki honum ekki þær vörur, sem á boðstólum eru, getur hann ekki nema að mjög tak- mörkuðu leyti látið það álit í ljós með því að velja aðrar vörur, þar sem innflutningur er stranglega takmarkaður og vöruúrval innlendrar framleiðslu fyrirfram ákveðið án tillits til óska hans. Bæði framleiðendur og neytendur eru því háðir strangri stjórn, og áætlanir eru hið þýðingarmesta þeirra tækja, sem sú stjórn notar til þess að koma fyrir- ætlunum sínum í framkvæmd. Hagkerfi Vesturlanda eru annars eðlis en þetta. Þeim er ekki reynt að stjórna í einstökum atriðum frá cinum stað. Hver eining þcirra hefur mikið sjálfstæði til þess að taka efnahagslegar ákvarð- anir. Forstjóri fyrirtækis ákveður það sjálfur með tilliti til ríkjandi ástands og framtíðarhorfa á mark- aðnum, hvaða vörur hann skuli framleiða og hversu mikið af hverri þeirra. Hann ákveður sjálfur hvaða hráefni hann notar, og hvaða verð hann setur á vörur sínar. Hann ákveður í hvað framkvæmdir hann ræðst, og hvernig hann aflar fjár til þeirra framkvæmda. Við þær ákvarðanir tekur hann tillit til framtíðarhorfa á markaðnum og til ástands og horfa í peningamálum. Svipuðu máli gegnir um neytandann. Hann ákveður sjálfur, hvaða vörur hann kaupir. Hann velur úr, eftir því sem hann telur sér hagkvæmast. Einingum hagkerfisins er ekki gefin fyrirmæli um, hvað þær skuli gera, og áætlanir af því tagi, sem tíðkast í löndum Austur- Evrópu, eiga því ekki hlutverki að gegna í hag- kerfi Vesturlanda. Frá því menn fóru fyrst að hugsa skipulega um 2 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.