Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Side 3

Frjáls verslun - 01.06.1963, Side 3
hagmál, hefur það vakið þeim furðu, hvernig hag- kerfi eins og það, sem við höfum búið við á Vest- urlöndum undanfarnar aldir, gæti starfað. Adam Smith sagði, að það væri eins og ósýnileg hönd leiðbeindi hinurn mörgu einingum kerfisins þannig, að þær ynuu saman, og úr kerfinu yrði samvirk heild en ekki glundroði. Hann skýrði sjálfur manna bezt, hvernig á þessu stæði, livar hin ósýnilega liönd í raun og veru væri. Fullan skilning á þessu hefur þó síðan oft á tíðum brostið að meira eða minna leyli. Það er þá í sjálfu sér ekkert dularfullt við það, hvernig hagkerfi Vesturlanda starfar. Þess eru einnig ótal dæmi í náttúrunni, að fjölmargar einingar vinni saman á samræmdan hátt, án þess að það sé gert eftir áætlun, er gefi hverri einingu bein fyrirmæli um það, hvað hún skuli gera. A Vesturlöndum er það markaðurinn og sú verðmynd- un, sem á lionum skeður, sem skapar samband á milli eininga liagkerfisins og samræmir starfsemi þeirra. Verðmyndunin endurspeglar hins vegar efna- liagslegar staðreyndir, sem þannig móta þær ákvarð- anir, sem hver eining tekur. Framleiðandinn ákveð- ur, hvaða vörur hann framleiðir og hversu mikið af þeim hann framleiðir með tilliti til verðsins á inark- aðnum. A sama hátt ákveður hann, hvaða hráefni hann notar. Neytandinn velur úr þeim vörum, sem á boðstólum eru, með tilliti til verðs þeirra og gæða, og með vali sínu hefur liann áhrif á gerðir fram- leiðandans. Markaðurinn og verðmyndunin koma því í stað áætlana líkt og þeirra, sem tíðkast í Austur-Evrópu. Þrátt fyrir hið sjálfstæða iilutverk eininganna skortir þá ekki yfirstjórn í hagkerfi Vesturlanda, allra sízt eins og það hagkerfi er nú á dögum. lieynslan hefur sýnt, að ákveðin yfirstjórn efna- hagsmála er óumflýjanleg, ef hagkerfið á að vinna vel og ná þeim markmiðum í velmegun og fram- þróun, sem hvert þjóðfélag ldýtur að setja sér. En þessi stjórn þarf ckki að vera þess eðlis, að hún segi hverri ciningu liagkerfisins fyrir verkum. Hún getur verið almenns eðlis, miðast við að skapa réttan þrýsting í kerfinu og þar með lieilbrigð starfs- skilyrði fyrir einingarnar, án þess að hafa afskipti af gerðum þeirra í einstökum atriðum. Þessi yfir- stjórn fer fyrst og fremst fram með mótun almennr- ar stefnu í eínahagsmálum og með stjórn peninga- og fjármála. Það er í tengslum við þessa yfirstjórn efnahagsmála, sem gerð þjóðhags- og framkvæmda- áætlana hefur verið upp tekin á Vesturlöndum. Slíkar áætlanir hafa í mörgum löndum reynzt hentug tæki til almennrar stjórnar efnahagsmála í viðbót við þau önnur tæki, sem fyrir voru. I nútíma hagkerfi Vesturlanda hefur ríkisvaldið tekið að sér að sjá um, að stefnt sé að nokkrum meginmarkmiðum í efnahagsmálum. Þessi mark- mið eru, að fullri atvinnu sé haldið, að þolanlegt jafnvægi sé í efnahagslífinu, og þjóðarframleiðslan aukist með eðlilegum hætti. Það var reynsla kreppu- áranna eftir 1930, sem gerði það að þjóðfélagslegri nauðsyn, að efnahagsmálum væri stjórnað þannig, að stefnt væri að fullri atvinnu. í Bandaríkjunum var árið 1946 sett löggjöf, The Employment Act, sem Iagði ríkisvaldinu þessa skyldu á herðar. í öðrum vestrænum löndum liefur þessi skylda yfir- leitt ekki verið ákveðin með löggjöf, en hún er eigi að síður jafnraunveruleg og í Bandaríkjunum. Iteynsla styrjaldaráranna og fyrstu áranna eftir styrjöldina færði mönnum síðan heim sanninn um það, hversu þýðingarmikið það væri, að réttu jafn- vægi væri haldið í efnahagslífinu, þannig að ekki kæmi til langvarandi verðbólgu og greiðsluhalla gagnvart öðrum löndum. Þegar endurreisninni eftir styrjöldina var lokið, varð mönnum loksins ljóst, hversu mikilvægt það væri, að hin þróuðu hagkerfi Vesturlanda héldu áfram að vaxa með hæfilegum hraða, og vöxtur þjóðarframleiðslunnar varð að nýju, viðurkenndu markmiði í efnahagsmálum. Þessi viðurkenning hefur komið hvað skýrast fram í ályktun, sem aðildarríki Efnahags- og framfara- stofnunarinnar (OECD) samþykktu að tilhlutan Bandaríkjastjórnar fyrir hálfu öðru ári síðan, þar sem þessi ríki setja sér það markmið að auka þjóð- arframleiðslu sína um a. m. k. 50% á árunum 1961 —1970, en það svarar til um 4% vaxtar á ári hverju að meðaltali. Áður fyrr var það skoðun margra, að ekki væri liægt að ná þeim markmiðum, sem nú er stefnt að í hagkerfum Vesturlanda, án þess að ákvörðunar- vald hinna einstöku efnahagslegu eininga væri stór- lega skert cða afnumið. Það var með öðrum orð- um talið, að nauðsynlegt væri að koma á áætlunar- búskap af því tagi, sem tíðkast í Austur-Evrópu til þess að þessi markmið gætu náðst. Reynsla undanfarinna tuttugu ára hefur hins vegar ljós- lega sýnt, að þessi skoðun er ekki á rökum reist. Það hefur sýnt sig, að liægt er að ná þessum mark- miðum með því að halda frjálsum markaði og verðmyndun, og þar með ákvörðunarvaldi hinna einstöku eininga hagkerfisins, ef samhliða fer ör- Framh. á bls. 10 FRJÁLS VERZLUN s

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.