Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Page 6

Frjáls verslun - 01.06.1963, Page 6
Á hestbaki, fyrir neðan Eyjafjallaiökul, í Þórsmörkinni þjóðarinnar, þurfa að gera sér ljóst, að okkur vant- ar fjölbreytni í atvinnulífið. Aðalatvinnuvegir okk- ar eru svo háðir duttlungum náttúrunnar, að okkur er beinlínis lífsnauðsyn að kanna nýjar slóðir. Vildi ég þá undirstrika þá staðreynd, að erlendir ferða- menn, sem koma hingað svo tugþúsundum skiptir á næstu árum, munu leggja hornstein að nýjum atvinnuvegi hjá okkur lslendingum og honum ekki svo ómerkilegum. En hvernig erum við þá á vegi staddir í dag til þess að taka á móti miklum fjölda útlendinga? Því miður verðum við að horfast í augu við þá staðreynd, að hér skortir svo margt í dag til þess að við íslendingar getum talizt sam- keppnisfærir við aðrar þjóðir, sem keppast um að fá sem flesta erlenda ferðamenn í heimsókn. Fyrst og fremst vantar hér að koma á heildarskipulagi varðandi ferðamál svo sem tíðkast hjá flestum menningarþjóðum heims. Opinberir aðilar hafa ekki sýnt þessum málum þann skilning sem skyldi, og þar af leiðandi má segja að við séum í dag aðeins með tærnar, þar sem nágrannar okkar hafa hæl- ana. Það þarf mikið átak og góðan skilning manna til þess að koma þessum málum í gott horf. Ég tel það brýna nauðsyn, að athafnasömum bjartsýnis- mönnum sé gert kleift að ráðast í ýmsar fram- kvæmdir, sem beinlínis stuðla að því að bæta að- stöðu okkar til að taka á móti fcrðamönnum. Á ég hér sérstaklega við byggingu og rekstur fleiri gisti- liúsa, ekki eingöngu í Reykjavík, heldur víða um land, því að segja má að mikið ófremdarástand ríki í gistihúsamálum þjóðarinnar. I ýmsum Evrópulönd- um stuðlar hið opinbera að uppbyggingu ferða- málanna með því að útvega hagkvæm lán til þess að reisa gistihús, en í þessum löndum er ríkjandi skilningur manna á því, hversu mikla þýðingu heimsóknir erlendra ferðamanna hafa fyrir allt þjóð- arbúið. Hér skal þess aðeins getið til fróðleiks, að ítalir liafa ekki alls fyrir löngu stofnað sérstakt ferðamálaráðuneyti innan ríkisstjórnarinnar. Kom- ið hefur nefnilega í Ijós, að fleira fólk hefur nú at- 6 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.