Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Side 9

Frjáls verslun - 01.06.1963, Side 9
Getum storaukið ferðamanna- sfrauminn fil íslands Spjallað við Geir H. Zoega um ferðamál fyrr og nú. Geir Ií. Zoéga hefur mesta reynslu allra íslend- inga í móttöku erlendra ferðamanna hér á landi. Því var sjálfsagðara en nokkuð annað að Frjáls verzlun hitti liann að máli og ræddi við hann um hina löngu reynslu hans í þessum málum, og fór viðtalið fram er hann var í þann veginn að opna nýja skrifstofu. Hvenær fóruð þér fyrst að hafa afskipti af er- lendum ferðamönnum á íslandi? Ég byrjaði að hjálpa föður mínum sumarið 15)12, og fór mína fyrstu ferð í júlímánuði það ár með Englendingum til Þingvalla, Geysis og Gullfoss á hestum, og tók sú ferð 5 daga. Venjulega voru dagleiðir 50 km. Hvernig var aðstaða til fyrirgreiðslu þeirra þá samanborið við það, sem nú gerist? Aðstaðan þá var gjörólík því sem nú er, því að þá voru engar bifreiðar og eingöngu ferðast á hest- um. Vegir voru þá líka ekki eins víða og nú er, eins og gefur að skilja, og sums staðar aðeins hesta- troðningar. Gistihús voru við Valhöll á Þingvöllum (gömlu Valhöll) og við Geysi, annars staðar var gist á bændabýlum, og var ekki óvanalegt, að bænd- ur vildu ekki taka þóknun fyrir gistingu og greiða. Um raunverulegan samanburð er varla hægt að tala vegna þess hve tímar eru gjörbreyttir. Hvað var það, sem fyrst vakti athygli erlendra ferðamanna hér, er þér hófuð að taka á móti þeim? Ég held, að það, sem mesta athygli og undrun hafi vakið hér meðal erlendra ferðamanna var að sjá Geysi gjósa. Gullfoss vakti líka afar mikla hrifningu þá sem nú. Þá voru og ferðir meira tíðk- aðar að Heklu og í Þjórsárdal, en þær eru nú sjald- an farnar af útlendingum, og veldur því einna helzt skortur á gististöðum. Fyrir utan náttúrufegurðina, sem heillar menn jafnt í dag og hún gerði fyrir 50 árum, þá hefur mönnum eflaust fundizt það eins og að koma í nýjan og friðsælan heim að koma hingað í dreifbýlið og fámennið úr ys og þys stór- borganna. Voru ferðamannakomur hingað tíðar, er þér fór- uð fyrst að greiða götu þeirra hér? Miðað við þann fjölda, sem kemur nú hingað ár hvert, getur varla talizt að ferðamannakomur hingað hafi verið tíðar fyrir 50 árum, enda voru samgöngur þá mikið strjálari og aðeins með dönsku skipunum, því Eimskipafélag íslands var þá ekki stofnað. Það fólk, sem kom hingað þá, var yfirleitt efnafólk, því ferðalög miðað við annað voru þá dýr. Þá voru tvö hótel í lteykjavík, Hótel Reykja- vík og Hótel ísland, sem bæði eru nú horfin. Að hvaða leyti verður ferðaskrifstofa sú, sem þér ætlið nú að setja á stofn, frábrugðin þeim, sem fyrir eru? Mér er ekki nægilega kunnugt um hve víðtæka þjónustu hinar ferðaskrifstofurnar geta veitt til þess að svara þessari spurningu eins og þér berið hana fram. Ferðaskrifstofa sú, sem ég mun reka undir nafninu Ferðaskrifstofa Zoéga hf. hefur einka- umboð fyrir Thos. Cook & Son og Wagons-Lits/ Cook og mun því geta veitt fullkomnustu þjónustu, sem völ er á. Þá veitir ferðaskrifstofa mín móttöku flestum skemmtiferðaskipunum, sem hingað koma, svo og fjölmörgum útlendum ferðamönnum, sem koma hingað flugleiðis. Það verður lögð sérstök áherzla á að auka ferðamannastrauminn til lands- ins, bæði með auglýsingum og prentun bæklinga, og verður náin samvinna höfð við hin ýmsu um- boð okkar um heim allan, og þá sérstaklega Cook’s og Wagons-Lits//Cook. Teljið þér, að Islendingar hafi verið á eftir öðrum þjóðum í þeim efnum að veita erlendum ferða- mönnum móttöku? FRJÁLS VERZLUN 9

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.