Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Page 13

Frjáls verslun - 01.06.1963, Page 13
Það er engin vafi á því, að þjóðin getur haft mikl- ar gjaldeyristekjur af ferðamönnum. Tekjur af ferðamönnum er t. d. ein af stærstu tekjulindum Dana, Norðmanna og íra. Erlendar skýrslur sýna að aðeins 25% af gjaldeyriseyðslu ferðamanna fer til hótela, hitt fer í ýmis konar aðra þjónustu, flug- félög og aðra aðila. Og ég býst ekki við að þær tölur sem bankar hér hafa um eyðslu ferðamanna hérlendis gefi alveg rétta mynd af henni, því að sannleikurinn er sá, að nú er hægt að ganga inn í hvaða banka sem er erlendis og kaupa þar íslenzka peninga. Að því er varðar Hótel Sögu vil ég svo segja að lokum, að sú reynsla sem við þegar Iiöfum feng- ið, sýnir áð við getum litið framtíðina björtum augum og það sama má segja um möguleika Is- lands sem ferðamannalands yfirleitt. síður en svo ástæða að leggja árar í bát, hitt miklu fremur að búa enn frekar í haginn og efla þessa atvinnugrein — móttöku og fyrirgreiðslu erlendra ferðamanna — sem hefur vaxið mikið á síðustu ár- um og er að byrja að slíta barnsskónum. Hvað viðvíkur hótelmálum ætla ég að þörfinni á gistingu í Reykjavík sé fullnægt í bili, en ekki til Iangs tíma. Ferðamannastraumurinn hefur aukizt að meðaltali undanfarin ár um 20%, og ef svo verð- ur áfram mega varla líða nema 2—3 ár unz undir- búa þarf nýja aukningu. tJti á landsbyggðinni gegn- ir hinsvegar allt öðru máli. Þar er hvorutveggja, að hótel eru af skornum skammti og eins, að mörg þeirra hafa mjög tak- markaða möguleika til að veita ferðamönnum við- unandi þjónustu. Það bætist einnig við, að aukning hótelherbergja í Reykjavík kallar á aukningu úti brýnasta hagsmunamálið nú Hörður Sigurgestsson. hótelstjóri Árlegar ráðstefnur um ferðamál Það hefur komið í ljós að veðurlag hefur áhrif á fleiri atvinnuvegi en fiskveiðar okkar íslendinga. Þannig er það ljóst að liin kalda veðrátta í Evrópu á sl. vetri hefur haft neikvæð áhrif á eftirspurn erlendra ferðamanna eftir ferðum til íslands. Þótt nokkur sveifla verði á eftirspurninni er þó á landi, því erlendir ferðamenn koma ekki hér tU að spranga um götur höfuðborgarinnar heldur til að sjá sem mest af náttúrufegurð landsins. Sam- fara aukningu í Reykjavík verður því einnig að verða hliðstæð aukning úti á landi. Þá er einnig á það að benda að þær leiðir sem upp á er að bjóða innanlands, veita takmarkaða valmöguleika. Þarf því að haga staðsetningu nýrra hótela úti á landi þannig að fjölbreytnin aukist — ný ferðamannasvæði opnist. Þannig myndu t. d. 2—3 ný meðalstór hótel á Snæfellsnesi bjóða ferða- mönnum hér upp á nýtt ævintýraland og ferðir, sem ekki myndi njóta minni vinsælda en algeng- ustu ferðir, sem erlendir ferðamenn fara, þ. e. norð- ur í land til Mývatns. En að ýmsu flciru þarf að liyggja en liótelskort- inum. Þjónustu og fyrirgreiðslu er vissulega ábóta- vant á fleiri sviðum, bæði í Reykjavík og utan. Hið skamma tímabil sem ferðamannatiminn stend- ur, veldur því m. a., því örðugt reynist að fá vant fólk til þessara starfa aðeins yfir sumartímann. Þjónustuna mætti þó auðveldlega bæta, ef því verkefni væri sinnt, t. d. með því að halda stutt námskeið fyrir það fólk sem hyggst vinna við slík störf, og kenna því ýmiss nauðsynleg atriði, sem að starfi þess lýtur. Það gcngur enginn lengur framhjá þeirri stað- reynd, að móttaka og fyrirgreiðsJa ferðamanna er frjáls vbrzluií 19

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.