Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Page 17

Frjáls verslun - 01.06.1963, Page 17
HÓTEL í REYKJAVÍ K AÐ OFAN: Hótel Borg var lullbyggt árið 1930. Það var byggt af svo miklum stórhug, að enn í dag er það eitt fullkomnasta hótel á Iand- inu. Að undanförnu hafa miklar umbætur verið gerðar á gistiherbergj- um og veitingasölum Hótel Borgar. A Hótel Borg eru nú 46 herbergi með 75 rúmum. Hótelstjári er Pétur Daníelsson. AÐ NEÐAN: á undanförnum árum hafa risið upp í höfuðborginni nokkr- ar ferðaskrifstoíur í einkaeign. sem skipulagt hafa fjölmennar hópferð- ir svo og einstaklingsferðir til annarra landa. Hin elzta þeirra er Ferða- skrifstofa Zoega en hinar eru, Saga, Sunna, Utsýn og Lönd & Leiðir. Enn eru miklar hömlur lagðar á starfsemi þessara ferðaskrifstofa vegna einokunaraðstöðu Ferðaskrifstofu ríkisins. Myndin hér að neðan er af Ferðaskrifstofunni Lönd & Leiðir. Hótel Saga er nú fullkomnasta og glæsilegasta hótel á íslandi. Bygg- ing þess leysti úr brýnni þörf fyrir aukið gistirými í höfuðborginni. A Hótel Sögu eru 90 herbergi með 150 rúmum. Ennfremur eru í hótel- inu tveir glæsilegir veitingasalir og er ætlunin að taka þar upp ýmis konar þjónustu sem ekki hefur tíðkazt hér áður á hótelum, svo sem bankastarfsemi, hárgreiðslustofu o| fl. Hótel Saga er í eigu bænda- samtakanna, en hótelstjóri er Þorvaldur Guðmundsson. I AÐ OFAN: Setustofan á Hótel City. — Hótel City hefur aðeins verið starfrækt í nokkur ár, en er þegar orðið mjög vinsælt og fjölsótt hótel. A hótelinu eru 28 herbergi með 48 rúmum. Morgunverður er fram- reiddur en annar matur ekki. Hótelstjóri hefur verið frá upphafi Ingólfur Pétursson. AD NEDAN: Hótel Garður. Undanfarin 3 ár hefur Stúdentaráð Háskóla Islands haft með höndum rekstur sumarhótels á Stúdentagörðunum. Hefur reksturinn gengið vel og þjónusta þótt góð. A þessum þremur árum hafa miklar umbætur verið gerðar á Hótel Garði og fleiri eru á döfinni. A Hótel Garði eru 90 herbergi með 165 rúmum. Hótelstjórar eru Hörður Sigurgestsson og Steinar Berg Björnsson.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.