Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Síða 19

Frjáls verslun - 01.06.1963, Síða 19
Rætt við Öm Ó. Johnson, framkvstj. Flugfélags íslands: Þurfum að lengjct ferðamannatímann Prjáls verzlun hitti Örn Ó. Johnson, forstjóra Flug- félags íslands, að máli í skrifstofu hans fyrir ofan Hótel Sögu í Bændahöllinni, og leitaði álits lians á því, hvaða framtíð ísland ætti sem ferðamanna- Iand og hvað hefði á unnizt í þeim efnum, t. d. hvaða árangur hefðu borið hinir myndarlegu fræðslubæklingar, sem Flugfélagið hefur gefið út og dreift út um lönd í nokkur misseri, en þeir eru prentaðir á 3—& tungumálum og hafa vakið athygli fyrir vandaðan frágang. Erni sagðist svo frá: „Ferðamannastraumurinn til íslands hefur auk- izt mikið undanfarin ár og á eftir að vaxa stöðugt á komandi árum. Þannig á það að vera, ekki koma í stökkum, heldur þróast jafnt og þétt í samræmi við allar aðstæður á hverjum tíma. Það ber ekki á öðru en áróður okkar og annarra, sem gefum út fræðslubæklinga og verjum fé í auglýsingar, hafi borið árangur. Margir eru bráðlátir og vilja auka ferðamannaaðstreymið sem örast og fyrst. Þótt við höfum eytt miklu fé í fræðslubæklingana og látið gera kvikmynd til að sýna erlendis í auglýsinga- skyni, þarf mörgum sinnum meira fjármagn til að hafa veruleg áhrif á ferðamannamarkaði heimsins. Við verðum í fyrsta lagi að hafa hér allan þann að- búnað, sein ferðamönnum sé boðlegur. Það var raun- ar viðkvæði margra hér á árunum, að við gætum ekki tekið á móti erlendum ferðamönnum og ættum ekki að vera að þessu brambolti. Ef þeim röddum hefði verið hlýtt, hefði ekkert verið aðhafzt og við stæðum í stað. En það getur líka verið hætta á að í þetta hlaupi ofvöxtur. Það er ekki ráð að leggja aðrar atvinnugreinar á hilluna til að helga sig ferðamennskuþjónustu. Við getum haft drjúgar tekjur af útlendum ferðamönnum þótt hingað leggi ekki leið sína nema lítið brot af þeim mikla straum. Ég álít það mál málanna, að gerðar verði ráðstaf- anir til að fyrirbyggja víxlspor og sett löggjöf í því skyni. Ferðaskrifstofa ríkisins hafi það hlutverk að annast landkynningarstarf og fyrirgreiðslu. Það á að gefa einstaklingum frjálsar hendur að vissu marki í sambandi við erlenda ferðamenn. Áhugi á Islandsferðum hefur vaxið meðal fólks af ýmsum stéttum, en þó er hann áberandi mestur hjá ýmsum náttúruskoðurum, dýra-, grasa- og jarð- fræðingum, og ég tel það Iíka heppilegt enn sem komið er, að mest beri á slíkum ferðamönnum, því að þeir eru ekki eins kröfuharðir og hinir ferða- mennirnir, sem hafa fullar hendur fjár. Annars er það eitt hið mesta vandamál, sem bíður úrlausnar allra okkar, er að þessum málum vinnum, að lengja ferðatímann, gera hér á þá breytingu, að ekki hóp- ist langflestir útlendir ferðamenn hingað á aðeins 2—2V2 mánuð ársins, eins og verið hefur og enn er. Með tíð og tíma ætti að vera hægt að koma út- lendum fjallaferðamönnum og skíðafólki til að venja komur sínar hingað seinni part vetrar og vors til að dveljast á beztu skíðaslóðum okkar, t. d. á skíða- vikunum á ísafirði, Akureyri eða Siglufirði, að ég ekki tali um í Kerlingarfjöllum, þegar við höfum sómasamlegt húsnæði upp á að bjóða á þeim stað, sem annars er paradís fyrir slíka ferðagarpa, tneð góðar skíðaslóðir og jarðhita rétt hjá. Á hinn bóg- inn höfum við reynt að vinna að því í vaxandi mæli að hafa áhrif á íslenzka ferðamenn í þá átt að fara til útlanda á öðrum árstíma en sumrin, sem er bezti tíminn hér, en fá sér heldur sumar- auka suður í löndum, þegar skammdegið færist yfir hér heima.“ — Gera útlendingar mikið af því að panta far til Islands löngu fyrirfram? „Uin 90 af hundraði farþega hingað til lands eru Framh. á bls. 32 FRJÁl/S VER^PUN 19

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.