Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Síða 26

Frjáls verslun - 01.06.1963, Síða 26
var verst, sátum vér. Fyrir framan mig sat maður með glæpamannsandlit og grænn í framan, en við hliðina á mér annar, sem var nauðalíkur Thomas Hardy. Svo var farið að syngja. Tvö algengustu sönglög á íslandi (Hlíðin mín jríða og Eldgamla ísajold) eru okkur ekki ókunnug, við notum þau nefnilega við kvæðin Integer vitae og God save the King, Ragnar hafði fyrirtaks baritónrödd og kunni fleiri lög og var vissari en hinir, svo að hann var forsöngvari, en ég fálmaði eftir bassanum og fann liann stundum. Eitt langt kvæði var sungið, um einhvern Malakoff, sem mér skildist að hafi þjórað brennivín meira en góðu hófi gegndi. Eitt sinn raknaði hann úr rotinu, ])egar læknirinn var að byrja á að kryfja hann. Ég hef eignazt nokkrar grammófónsplötur með þjóðlegri íslenzkri tónlist, þeirra á meðal er ein furðuleg, sungin af bónda og tveim börnum hans, og æpa þau eins og þau væru í fótboltaleik. Það er mjög kostulegt. Sumt af þessari tónlist minnir mig á messusöngl Gyðinga, með skrítilega löngum lokatón. Fjöllin sáust ekki fyrir mistri. Vegavinnumenn gægðust út Úr tjöldunum við veginn, og bíllinn straukst allt í einu við brúargrindurnar. Einhver rak hausinn upp í þakið og fólkið æpti af æsingu. Thomas Hardy bauð mér í nefið, og það drundi í bílnum þegar ég hnerraði. Nú vorum við að fara í gegnum gamalt jökulöldusvæði, sem líktist of mikið myndunum í landafræðinni til að vera raun- verulegt. Hérna fór fram síðasta opinbera aftakan á íslandi, snemma á 19. öld. Svo var öllum í bíln- um boðið upp á sælgæti. Klukkan fjögur komum við á Blönduós, og þar áttum við að snæða. Allir kepptust við að komast að náðhúsinu og síðan í matsalinn, og ég var svo heppinn að koma nógu snemma þangað til að fá sæti á stól í staðinn fyrir bekk. Fyrst var borin fram hrísgrjónagrautur með rúsínum og kanel. Ég var svo svangur, að ég hefði getað grátið af lmngri. Næst komu stærðar kjötflikki. Enginn getur með réttu kallað íslcndinginn matvandan. Mér varð starsýnt á stóran mann á móti mér, sem raðaði kirfilega í sig glóðvolgum spikst.ykkjum, og þá datt mér í hug hetja í sunnudagaskóla-sögu. Aftur var haldið af stað, og við fórum yfir Vatns- skarð. Útsýnið af skarðinu er sagt vera eitthvert það fallegasta á landinu, en það var það ekki í dag. Við komum niður að Víðimýri, þar sem stendur elzta kirkja landsins. Því miður námum við ekki 30 staðar, og ég sá kirkjuna aðeins rétt sem snöggvast, hún var með torfþaki og liúkti þarna eins og lubba- leg gömul rolla með bjöllu um hálsinn. Egilsstöðum, 31. júlí. Við komum að Asbyrgi, sem er sérkennilegt, skeifulaga klettabelti, er kvað hafa myndazt, þegar Sleipni, hesti Óðins, skrikaði fótur. Vegurinn það- an er svo hryllilegur, að því verður ekki með orð- um lýst, minnti helzt á skurð, sem fylltur hefur verið með stórgrýti. Guði er fyrir að þakka, að við vorum aðeins fjögur í bílnum, og þó gátum við ekki farið meira en 7 km á klukkustund. Farið var að bregða birtu, þegar leið okkar lá gegnum alla- vega sandhóla. Ljósin voru yndisleg á að horfa. Klukkustundirnar dragast áfram. Enginn segir orð. Klukkan tíu að kvöldi komum við að Grímsstöð- um (á Fjöllum), og þar fáum við að vera um nótt- ina. Mér varð starsýnt á fjölskylduna safnast utan um bóndann, þar sem hann hallaði sér upp við bæjarvegginn í rökkrinu og rýndi í dagblaðið, sem við færðum honum. Þarna fengum við kvöld- verð og fórum svo að hátta. Um morguninn héldum við enn af stað, og var yfir vörp að fara. Komum að Skjöldólfsstöðum, og var okkur borin máltíð, sætsúpa, sem ég vil alls ekki, og heitt hangikjöt, en því get ég rétt með naumindum komið niður. Síðan áfram hingað. Egils- staðir eru eitt af stærstu býlum á íslandi. Hér er heimagrafreitur uppi á dálitlum hól, en annars cru einkagrafreitir ekki lengur leyfðir á íslandi. Ég fór út í fjós að skoða myndarlegan bolakálf, sem er nauðalíkur kunningja mínum, kvikmyndastjóran- um Arthur Elton. Að því loknu þurfti ég að skreppa í náðhúsið. Ég varaði mig ekki á dragsúgnum, sem gaus upp um niðurfallið, skeinisblaðið fauk upp, en ekki niður, og út um dyrarifu, svo að ég varð að hendast á eftir með allt á hælunum út um holt og móa. Reykjavík, .9. ágúst. A sunnudaginn eð var ók ég frá Egilsstöðum niður í Seyðisfjörð. Var þar enn allmikill snjór í fjöllum. Ég ákvað að halda þar kyrru fyrir, unz Nova kæmi, og fékk inni og hreiðraði um mig í einhverju gamalmcnnahæli. Ilúsmóðirin hafði ferð- azt dálítið og var spjátrungslega ánægð yfir að sjá mig. Samt var hún góðmennskan sjálf og var sífellt að reyna að gera mér til þægðar með því að búa til yie og frönsk salöt. í póstkortasafninu liennar fann ég kort (með skýringum) af fjöllum á íslandi, og FRJÁLa VERZLpif

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.