Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Page 28

Frjáls verslun - 01.06.1963, Page 28
Kvöldverður í Viðey sumarið 1809 Sumarið 1809 kom hingað enski náttúrufræðing- urinn William Ilooker, til að ferðast um ísland, og urðu þeir samskijia á „Margaret and Anne“ hann og Jörgen Jörgensen, sem hér hrifsaði völd og var siðar kallaður Jörundur hundadagakonungur. Þeir urðu og samferða út í Viðey að heimsækja Ólaf fyrrverandi stiftamtmann Stephensen. Kom hann á rrióti þeim klæddur skartbúningi, í skarlatsrauð- stærilátum og ruddalegum gikkjum. Auðmenn á Englandi hafa vissa arfsiði í Iifnaðarháttum, sem gefa því meira að segja vissan þokka, hvernig þeir eyða peningunum. Slíkt held ég sé ekki til hjá ríku fólki á íslandi. ísland er heimkynni þess bezta, er skrifað hefur verið í óbundnu máli í veröldinni, dýrasta kveð- skaparins, og allir eru þar læsir. Því hefur ísland góða og gilda ástæðu til að vera stolt af sjálfu sér. Og þegar ég er með gagnrýni, eða öllu heldur að- finnslur, þá er það ekki af því, að ég vilji ekki við- urkenna það, sem vel hefur gert verið, heldur vegna þess, að af þjóð, er einu sinni vann þessi frægu afrek, væntir maður þess, að hún haldi áfram að sýna af sér manndóm. um klæðisfrakka, bláum buxum með gylltum borð- um, gullreimuðum hástígvélum, með þrístrendan fjöðurhatt með gylltum skúfum og baldýringum. Hooker og Phelps félagi hans höfðu meðferðis með- mælabréf frá Sir Joseph Banks, sem bað Ólaf að vera þeim hjálplegur. Bauð hann þeim inn til kvöldverðar, og veitti þeim af slíkri rausn, að þeir munu ekki hafa reynt annað eins eða úr minni liðið. Eftir Islandsferðina ritaði Hooker ferðabók mikla, sem var tvívegis gefin út í Englandi, 1811 og 1813, „Recollections of a Tour in Iceland in 1809“, og segir hann þar frá hinni eftirminnilegu kvöldmáltíð hjá Ólafi í Viðey sumarið 1809 á þessa leið: Er við komum í borðstofuna, var ekki annað á borðum en diskur, hnífur og gaffall, vínglas og rauðvínsflaska fyrir hvern gest, en á miðju borði stórt og snoturt sykurker með skrautlegu silfur- loki. Síðan eru réttirnir bornir inn einn í senn. Fyrst kom stærðar skál með súpu, sem er eftirlætis- viðbót við dagverð hjá efnafólki, búin til úr sagó- grjónum, rauðvíni og rúsínum, soðið þangað til hún verður kvoðukennd. Okkur voru færðir tveir diskar af þessu, sem við átum án þess að hafa hug- Framh. á bls. 32 28 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.