Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Page 30

Frjáls verslun - 01.06.1963, Page 30
Vikurifið TiME 40 ára Sagt hefur verið, að á þessari öld hafi aðeins komið fram þrjár verulega frumlegar hugmyndir í blaðaútgáfu og blaðamennsku. Ein þeirra er eign- uð Nuffield lávarði hinum brezka, sem á sínum tíma innleiddi hina svokölluðu „popular papers“, sem lögðu áherzlu á æsifregnir, voru seld mjög ódýrt og náðu fljótt gífurlegri útbreiðslu, miklu meiri en dæmi voru til áður. Hinar tvær hugmyndirnar sem sett hafa svip sinn á blaðaútgáfu okkar tíma eru raktar til banda- ríska útgefandans Henry R. Luce, sem fyrir nokkr- um áratugum hóf útgáfu blaðanna TÍME og LIFE, sem þá voru algjörar nýjungar á þessu sviði að efnisvali og efnisframsetningu. Síðan hafa margar eftirlíkingar séð dagsins ljós. Fyrir nokkrum vikum átti vikuritið TIME 40 ára afmæli, sem hátíðlegt var haldið og náði af- mælisfagnaðurinn hámarki sínu þegar nokkur hundruð þeirra sem prýtt hafa forsíðu blaðsins um landa. Þær baráttuaðferðir sem notaðar hafa verið gegn þeim í þessum heimshluta hafa ekki borið nægilegan árangur. Sagt er að Maxwell Taylor núverandi formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna hafi gert það að til- lögu sinni eftir að hafa kynnt sér aðstæður í Viet- nam á sl. ári, að liinar andkommúnísku ríkisstjórnir í ])essum heimshluta tækju upp sömu baráttuað- ferðir og kommúnistar hafa beitt með svo góðum árangri, og sendu t. d. skæruliða inn í Norður- Vietnam til þess að herja þar á hina kommúnísku ríkisstjórn í Hanoi. Það hefur oft reynzt bezta ráðið gegn ofbeldis- stefnu kommúnista að beita gegn þeim þeirra eig- in baráttuaðferðum. Aðstæður virðast nú slíkar í Suðaustur-Asíu að ekki er ólíklegt að það verði vænlegasta leiðin til árangurs. SG. Henry R. Luce árin komu saman í boði Henry R. Luce. Vafasamt er að nokkru sinni fyrr hafi svo margir af framúr- skarandi afreksmönnum í svo mörgum greinum komið saman á einn stað. TIME hefur frá upphafi leitazt við flytja mik- inn fróðleik í samanþjöppuðu formi og hefur það tekizt svo vel að vafasamt er að nokkurt annað blað geti boðið upp á jafnmikinn fróðleik á öllum hugsanlegum sviðum mannlegrar starfsemi. í dag er TIME sterkt afl ekki aðeins í banda- rískum stjórnmálum heldur einnig á sviði alþjóða- mála. Þau lönd eru fá sem ekki hafa einhvern tíma bannað sölu ritsins og stöðugt berast utan- ríkisráðuneytinu í Washington fyrirspurnir um það frá erlendum ríkisstjórnum livort svo beri að líta á að sú stefna sem TIME heldur fram í hinum ýmsu málum skuli skoðast sem stefna Bandaríkjastjórnar. Auk TIME og LIFE gefur Henry R. Luce einn- ig út tímaritin FORTUNE, sem fjallar um við- skiptamál, Architectural Forum, Ilouse & Home og Sports Illustrated, auk þess sem hann rekur ýmis konar aðra starfsemi. Getum ekki lokctÖ okkur úti . . . Framh. al bls. 15 mikil nauðsyn er á, en það er að í nágrenni Reykja- víkur verði útbúið svæði, sem sérstaklega verði ætlað fyrir „camping“. Það þarf að vera útbúið nauðsynlegri hreinlætisaðstöðu til þcss að fólk geti nýtt sér það til fulls. Að lokum vil ég svo segja þetta: Ferðamanna- straumurinn til íslands mun fara vaxandi. Sam- göngutæki okkar kalla á hann. Þess vegna verð- um við að bæta aðstöðuna í landinu til þess að taka á móti þessu fólki. Við getum ekki lokað okk- ur úti frá umheiminum. 30 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.