Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1966, Qupperneq 4

Frjáls verslun - 01.01.1966, Qupperneq 4
IA ■ \mé I H L m j i JgfjfPr j Htyib, Frá aðalfundi Verzlunarbanka íslands 2. apríl sl. Á myndinni sjást m. a. þeir Eggert Kristjánsson. Ámi Ámason, Egill Vilhjálmsson og Sigurður Egilsson. Ný og bætt húsakynni — Hlutafé bankans var ákveðið 12 milljónir kr. og voru hluthafar liðlega 600 talsins. — í fyrstu stjórn Verzlunarbanka íslands voru kjörnir þeir sömu menn og átt höfðu sæti í stjórn sparisjóðsins frá upphafi, þeir Egill Guttormsson, Þorvaldur Guðmundsson og Pétur Sæmundsen. — Jafnframt því, að Verzlunarbankinn yfirtók starfsemi Verzlunarsparisjóðsins var fyrirtækiuu fenginn nýr og betri húsakostur, og var starfsemin flutt í Bankastræti 5, en þar er bankinn t.il húsa í dag, sem kunnugt er, og hefur keypt þá húseign fyrir starfsemi sína. — Verzlunarbankinn tók til starfa 8. apríl 1961. Þegar bankinn yfirtók starfsemi sparisjóðsins námu innistæður 160 milljónum króna, en í lok sl. árs námu þær 545 milljónum króna. Eins og þessar tölur bera með sér hefur verið ör vöxtur í allri starfsemi bankans, og má segja að með bankastarfseminni undanfarin 10 ár hafi verið lagður grundvöllur að framtíðarstarfsemi Verzlunarbanka íslands. Ýmis jóm í eldinum — Hvað mál eru helzt á döfinni hjá bankanum um þessar mundir? — Stöðugt er unnið að könnun á frekari starfs- möguleikum og hefur bankinn þegar stofnað til reksturs tveggja útibúa, annars að Laugavegi 172 í Reykjavík, en hins í Keflavík. Innan skamms verður og opnuð afgreiðsla fyrir bankann í nýju Umferðarmiðstöðinni við Ilringbraut. — Þá hefur undanfarin ár verið unnið að tillög- um um stofnlánadeild við bankann og liggur nú fyrir Alþingi frumvarp til laga um heimild fyrir bankaráð að stofna sérstaka deild við bankann, er hafi það að meginverkefni að styðja verzlun lands- manna með hagkvæmum stofnlánum. Eru vonir bundnar við að takast megi að finna slíkri deild starfsgrundvöll að því er tekur til fjármagns. — Þá er því ekki að leyna, að bankinn bindur miklar vonir við að rýmkaðar verði þær reglur, sem hér gilda og hafa gilt um erlend bankaviðskipti, með það í huga að bankinn geti fljótlega öðlast 4 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.