Frjáls verslun - 01.01.1966, Qupperneq 7
V. R. hefur gert frá upphafi. Félagið varð þá að
heyja fyrsta verkfall sitt, sem stóð yfir í fjóra daga,
og má segja, að útkoma þeirrar samningsgerðar hafi
orðið sú, að gerð var meiri eða minni breyting á svo
að segja hverri einustu grein eldri samningsins. Voru
þessar breytingar allar félagsmönnum í hag og má
nefna sem dæmi, að tekin var upp ný flokkaskipan,
sem var meira í samræmi við ríkjandi aðstæður í
verzlunum og á skrifstofum. Þá var tekin upp nýr
launaskali, sem fól í sér 43% meðalhækkunr orlofs-
réttindi ukust verulega og vinnutími var styttur,
svo nokkuð sé nefnt. Félagsfólk sýndi mikinn fé-
lagsþroska í þessu fyrsta verkfalli V. R. og er það
félaginu ómetanlegur styrkur, sem auðvelda mun
að fylgja eftir þeim verkefnum, sem framtíðin ber
í skauti sér.
Fjölgun félagsmanna
Við skiptingu félagsins 1055 fóru af félagsskrá um
500 manns, en það voru vinnuveitendur og fram-
kvæmdastjórar. Við það urðu um 1000 manns eftir
í félaginu. — Á félagsskrá V. R. voru í árslok 1905
3651 karl og kona, þannig að félagsmannatalan hef-
ur rúmlega þrefaldazt á einum áratug. Er hér vissu-
lega um mikla aukningu að ræða, sem stafar m. a.
af því, að samningarnir eru orðnir mun víðtækari
en áður var og félagssvæðið hefur stækkað til muna
— tekur nú yfir Reykjavík, Kópavogskaupstað,
Seltjarnarnes-, Mosfells-, Kjalarnes- og Kjósar-
hrepp. Þá hefur það að sjálfsögðu stuðlað að fjölgun
félagsmanna, að á síðustu 15 árum hafa risið upp ný
og stór fyrirtæki, sem þarfnast mikils fjölda verzl-
unar- og skrifstofufólks í þjónustu sína. Nægir að
nefna sem dæmi Flugfélags íslands hf., Loftleiðir
hf. og tryggingafélögin. Þá hafa risið hér upp á síð-
ustu árum stórar kjörbúðir, sem krefjast mikils
vinnuafls, en fjölgun þeirra er i samræmi við þróun
og stækkun borgarinnar. Þess má geta til gamans
að um helmingur félaganna í V. R. er kvenfólk og
er 64% félaganna 40 ára og yngri, en þar af eru
10% innan við tvítugsaldur.
Stofnun Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Eitt af mestu hagsmunamálum verzlunarfólks var
stofnun Lífeyrissjóðs verzlunarmanna fyrir tíu ár-
um. í Lífeyrissjóði verzlunarmanna voru um síð-
ustu áramót um 1800 sjóðfélagar. Heildareign hans
var þá 95,5 millj. kr. Hefur sjóðurinn eflzt mjög á
síðustu árum og ukust nettóeignir hans 1965 um
25 millj. króna. Megintilgangur sjóðsins er að sjálf-
sögðu að veita félagsmönnum lífeyri allt að 60%
miðað við meðallaun síðustu 10 árin, sem viðkom-
andi tekur laun. Einnig er veittur úr honum maka-,
barna- og örorkulífeyrir.
Fé sjóðsins hefur verið ávaxtað þannig á undan-
förnum árum, að sjóðfélagar hafa fengið lán i sam-
bandi við íbúðakaup, og var á síðasta ári úthlutað
250 þús. kr. og veitist út á 1. veðrétt. Ileildarútlán
sjóðsins frá upphafi eru um 90 millj. króna.
1 stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru: Hjört-
Stjórn V. R. 1966—1967. Sitjandi irá vinstri: Björn Þórhallsson, gjaldkeri, Guðmundur H. Garðars-
son, formaður, Magnús L. Sveinsson, varaformaður og Hannes Þ. Sigurðsson, ritari. Standandi
frá vinstri: Richard Sigurbaldursson, Helgi E. Guðbrandsson, Grétar Haraldsson, Ottar Októsson.
Bjarni Felixson og Halldór Friðriksson.
KR.IÁLS VERZLHN
7