Frjáls verslun - 01.01.1966, Side 14
álíka há og í hreppnum, undu menn því ekki leng-
ur, að fá ekki að ráða málefnum staðarins sjálfir.
Fyrir aðskilnaðarhreyfingunni stóðu þeir Lárus A.
Snorrason, verzlunarstjóri, Páll Hansen, assistent,
Hinrik Sigurðsson, skipstjóri og Daníel A. Johnsen,
verzlunarstjóri, en þeir höfðu átt í deilum við hrepp-
stjórann. Þessir menn voru allir fulltrúar hinnar
nýju kynslóðar íslenzkra athafnamanna, en dönsku
kaupmennirnir, eða umboðsmenn þeirra höfðust
ekki að í aðskilnaðarmálinu.
Samningur milli Eyrarhrepps og ísafjarðar um
aðskilnað var samþykktur á almennum fundi
hreppsbúa þann 3. nóvember 1862, eftir að samn-
inganefndir frá báðum aðilum höfðu starfað.
Var þar skipt að jöfnu hreppsþyngslum, eignum
og skuldum.
Fyrir hönd bæjarfélagsins höfðu þessir menn unn-
ið að samningsgerðinni: Hjálmar Jónsson, borgari,
Hinrik Sigurðsson borgari og skipstjóri, og J.árus
A. Snorrason., verzlunarstjóri.
Niðurlag samningsins var á þessa leið: „Að um
allt það, sem getur miðað báðum þessum félögum
til heilla, eins og hverjum nœrliggjandi sveitarjélög-
um, ber okhur með eindrœgni og kœrleikum að
styðja hvort annað eftir megni og kringumstœðum“.
Þegar þessi samningur hafði verið gerður kusu
Tangamenn sér fulltrúa, sem þeir nefndu „bæjar-
stjóra“, og eru þeir í raun réttri fyrstu bæjarfull-
trúarnir hér á staðnum, þótt ckki væru þeir kosnir
samkvæmt lagafyrirmælum.
I’essir menn voru: Jens Kristján Arngrímsson,
járnsmiður, Hjálmar Jónsson, borgari, Ilinrik Sig-
urðsson, borgari, og Lárus Á. Snorrason, verzlunar-
stjóri.
Kom það í hlut þessara manna að vera í fyrir-
svari fyrir Tangabúa þar til lögleg bæjarstjórn
komst á laggirnar 1866, og leystu þeir þann vanda
af hendi með ágætum.
í söguriti því, sem Jóhann Gunnar Ólafsson,
bæjarfógeti, er um það bil að Ijúka, er þessara
merku manna sérstaklega getið og ferill þeirra rak-
inn svo sem kostur er.
Eftir að samningurinn hafði náðst 1862 um að-
skilnað kaupstaðarins og hreppsins upphófst lang-
vinn barátta fyrir því að fá lögskilnaðinn lögfest-
an, og lauk henni ekki fyrr en þann 26. janúar ár-
ið 1866.
Bogi Thorarensen var um þetta leyti settur amt-
maður í vesturamtinu. Þegar til hans var leitað,
um að láta aðskilnaðarsamninginn koma til fram-
kvæmda benti hann réttilega á nauðsyn þess, að
hann yrði lögfestur.
Til þess að fá því framgengt völdu ísfirðingar
sjálfir þá leið, að snúa sér til Alþingis, þótt það
hefði á þeim tíma aðeins ráðgjafarvald, en Jón
Sigurðsson var þá þingmaður ísfirðinga, og hans
forsjá treystu þeir bezt.
Bænarskráin var síðan send Alþingi þann 28.
febrúar 1863, eins og ég gat um í upphafi.
Helztu rökin, sem þar eru fram talin fyrir því,
að staðurinn verði bæjarfélag og lögsagnarumdæmi
sér eru m. a. þessi: Mikil vöxtur bæði í íbúa- og
húsatölu, vaxandi verzlun bæði við landsmenn og
útlenda, fjölgun iðngreina og margbreyttari þarfir
íbúanna. Þá er á það bent, að verzlunarstaðurinn
eigi 400.725 ferálna lóð, sem hann fékk útmælda
1787. Þar væru nú komnar 5 verzlanir í stað þriggja
áður, og tuttugu íveruhús með 34 fjölskyldum og
214 manns.
Orðrétt segir í bænaskránni að lokum:
„Að innbúar verzlunarstaðarins geti borið sig sem
félag sér virðist meðfylgjandi útdráttur af hrepps-
bókinni að bera með sér, hvar sameiginlegar út-
giftir hreppsins í sex ár hafa að meðaltali verið 70
vættir 28 fiskar, og inngjöld frá verzlunarstaðnum
40 vættir 20 fiskar“.
Bænaskráin var undirrituð 34 nöfnum og send
Jóni Sigurðssyni. alþingismanni ísfirðinga, og fékk
hann Halldór Kr. Friðriksson til að flytja málið á
Alþingi 1863, þar eð hann gat þá ekki sjálfur mætt
þar.
Afgreiddi Alþingi málið í bænarskrárformi til kon-
ungs, og féllst hann á, að það skyldi ná fram að
ganga. Þann 23. október 1863 var amtmanninum í
vesturamtinu falið að annast framkvæmdir. Skyldu
íbúar Eyrarhrepps kvaddir saman til fundar og mál-
ið allt reifað fyrir þeim. Að því loknu skyldi velja
sex manna nefnd til þess að semja reglugerð um
bæjarstjórn á ísafirði og stofnun bvggingarnefndar.
Skyldi þessi nefnd hafa til hliðsjónar reglugerðir
varðandi Akureyri frá 6. janúar 1857 og 29. ágúst
1862, en þá hafði verið komið þar á byggingarnefnd
og bæjarstjórn.
Amtmaður fól sýslumanui, Stefáni Bjarnarsyni,
framkvæmdir, og ritaði sjálfur borgurunum á ísa-
firði bréf 5. desember 1863 á þessa leið:
„Þegar ég í sumar eð leið var á meðal vkkar,
heiðruðu ísfirðingar, var mér hin mesta ánægja á
fundi þeim, sem ég hélt með ykkur, að sjá og heyra
að þið höfðuð einlægan ásetning til að efla heillir
14
FR.TÁLS VKRZLUN