Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1966, Side 18

Frjáls verslun - 01.01.1966, Side 18
Eitt fyrsta vélknúna skipið ó ísafirði og þurrkaður, en þegar síðari heimsstyrjöldin hófst breyttust atvinnuhættir og var þá mestallur fiskur- inn seldur ísvarinn úr landi. Eftir styrjöldina jókst framleiðsla hraðfrystihúsanna og hafa þau verið langstærstu atvinnufyrirtækin í bænum á síðustu árum, — í kaupstaðnum eru þrjú hraðfrystihús og hafa tvö þeirra verið rekin af miklum myndarbrag. Hraðfrystihúsin eru stórar og rúmgóðar byggingar, búin góðum vélum og tækjum og er aðbúnaður fólksins, sem þar vinnur með ágætum. Niðursuðuiðnaður er í miklum framförum, þrjár niðursuðuverksmiðjur eru starfræktar og er rækjan aðalframleiðsla þeirra. Ef skynsamlega væri búið að þessum atvinnurekstri, er enginn vafi á að hann á eftir að aukast og verða miklu stærri þáttur í út- flutningsframleiðslu þessa bæjarfélags og þjóðar- innar í heild. í bænum eru tvær fiskimjölsverksmiðjur og vann önnur þeirra á sl. ári nokkurt magn af síld. Þegar sagt er frá útgerð og fiskiðnaði í þessum bæ, er jafnframt skylt að segja frá höfninni. — Inn- siglingin er að vísu þröng, en þegar komið er inn úr Sundunum eru skip komin í einhverja þá beztu höfn, sem til er frá náttúrunnar hendi. Hafnar- mannvirki eru nýleg og traust. Viðleguplássið fyrir stærri skipin við hafnarbakkann er um 220 metrar, og í bátahöfninni er viðlegupláss um 312 metrar. Skipakomur eru miklar og voru þær á sl. ári, sem hér segir: 243 farþega- og flutningaskip, 255 togarar, þar af aðeins 13 íslenzkir, 203 íiskiskip önnur, aðrir en heimabátar og 59 varðskip og erlend eftirlit.sskip. Útgerðin nýtur góðrar þjónustu iðnaðarins. Hér er ný og fullkomin dráttarbraut, vélsmiðjur, rafvirkj- ar, viðgerðarmenn öryggis- og fiskileitartækja, kaf- ari og netagerð. — Má fullyrða að sá mikli fjöldi skipa, sem hingað leitar, kemur að verulegu leyti fyrir það að hér er góð viðgerðarþjónusta fyrir skipin. Útvegsmenn og fiskvinnslustöðvar hafa samtök með sér um alla Vestfirði hver á sínu sviði. Útgerð- armenn í Útvegsmannafélagi Vestfjarða, frystihúsin í félagi fiskvinnslustöðva á Vestfjörðum, skreiðar- framleiðendur í samlagi vestfirzkra skreiðarfram- leiðenda, og sjómenn og verkamenn í Alþýðusam- bandi Vestfjarða. Iíafa öll þessi samtök orðið til mikils gagns, og látið margt gott af sér leiða. Það er ekki sízt vegna þeirra að sá skilningur er nú orð- inn ríkjandi að félagssamtök séu nauðsynleg og 18 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.