Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1966, Qupperneq 23

Frjáls verslun - 01.01.1966, Qupperneq 23
eru einnig náttlampar við rúm og sófa, innbyggður larnpi yfir spegli í snyrtiborði og leslampar. Stærri herbergin eru ýmist gerð sem hótelíbúðir með aðgang að sér svefnherbergi eða sem meiri- háttar gestaherbergi. Með þessum herbergjum fylgja stór baðlierbergi með kerlaugum, tveimur handlaug- um og steypibaði. í forstofum þessara gestaher- bergja eru tveir fataskápar og töskubekkur. Sjálf herbergin eru búin vönduðum húsgögnum úr pale- sanderviði og stáli. Veggir eru harðviðarklæddir. Hverju slíku herbergi fylgja vönduð hjónarúm, skrifborð,, snyrtiborð með tilheyrandi stólum, set- sófi og tveir hægindastólar. Lýsing er frá loftljósum yfir sófaborði, gólflömpum auk skrifborðslampa og lampa yfir snyrtiborði. 011 hótelherbergin eru lögð þykkum ullarteppum, með mjúku undirlagi. Sömu- leiðis eru allir hótelgangar og aðalstigahús lagt teppum. A hótelhæðum eru, auk gestaherbergjanna, vinnu- stofur starfsfólks, língeymslur, búr, með beinu lyftu- sambandi við eldhús, til framreiðslu veitinga og morgunverðar á herbergin, skóburstunarvélar á göngum o. fl. Starfslið Fast starfslið hótelsins er um 100 manns. Eins og fyrr segir er Þorvaldur Guðmundsson hótelstjóri, veitingastjóri er Friðrik Gíslason, skrifstofustjóri Sveinn Guðlaugsson, sölustjóri Friðrik Theódórsson, móttökustjórar Geirlaug Þorvaldsdóttir og Emil Guðmundsson, aðstoðarmaður hótelstjóra Robert Goethe, yfirmatsveinn Karl Finnbogason, gjaldkeri Bertha Johannessen, yfirþjónn Bjarni Guðjónsson og yfirþerna Fríður Bjarnadóttir. Hljómsveit Karls Lilliendahls leikur fyrir dansi. í stóra veitingasalnum, sem opinn mun almenningi allar helgar og önnur kvöld sem hann verður ekki leigður til fjölmennra veizluhalda. Komið verður upp föstum ferðum milli hótels og miðborgar. Framtí ð ar vonir Þrátt fyrir sívaxandi dýrtíð hefir verið ákveðið að stilla verði mjög við hóf, og má t. d. geta þess, að með öllum gjöldum inniföldum kostar eins manns herbergi ekki nema 344,00 krónur, morgunverður kr. 62,50, hádegisverður kr. 156,25 og kvöldverður kr. 250,00, enda er hótelið fyrst og fremst byggt til þess að það verði bæði þægilegt og ódýrt þeiin út- lendingum sem hingað vilja koma og íslenzkum utanbæjarmönnum, sem dvelja þurfa í höfuðboi'g- inni. Þó að hótelið sé að allri gerð og búnaði áreiðan- lega í fyrsta flokki þá hefir þess verið gætt, að hafa þar engan þann íburð, sem óhóflegu]- getur talizt, en allt miðað við það eitt, að þar verði unnt að veita gestum góða fyrirgreiðslu í vistlegum salar- kynnum. Þær beiðnir, sem nú liafa borizt um fyrirgreiðslu í nýja hótelinu á næstunni gefa vísbendingu um, að sú ákvörðun hafi verið hyggileg er horfið var til þess ráðs að reisa hótel á þeim grunni, sem upphaf- lega var til annars gerður, og ef samvinna þeirra, sem nú hafa byrjað störf í hinu nýja hóteli verður eigi síðri þeirri, sem einkenndi þá, er það byggðu, þá standa nú vonir til að hið nýja Hótel Loftleiðir verði það, sem því var upphaflega ætlað, ein af þeim styrku stoðum, sem reisa þarf til þess að móttaka erlendra ferðamanna verði árviss og arðbær at- vinnugrein á íslandi. V erzlunarmenntun Framhald af bls. 1 Verzlunarskóla lslands hafa nýverið framkvæmt rannsókn á þessu máli. Sú niðurstaða virðist liafa verið gerð með í senn vísindalegum og raunhœfum vinnuhrÖgðum. Eiga þeir þakkir skilið fyrir það handtak, og forystumenn stétt- arinnar ættu að kynna sér niðurstöður þeirra athugana og notfæra sér þær eftir föngum. FRJÁLS VERZLUN 23

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.