Frjáls verslun - 01.06.1966, Qupperneq 2
Þórhallur Ásgeirsson:
EFTA og ísland
Erindi flutt á ráðstefnu VarSbergs 17. marz 1966
Mér er sérstök ánægja að fá tækifæri til að taka
þátt i þessari ráðstefnu um EFTA. TJmræðuefnið
er mjög tímabært, því að nauðsynlegt er að ui)p-
lýsa sem flesta um þau vandamál, sem við eigum
í vaxandi mæli við að stríða vegna tilkomu mark-
aðsbandalaganna, svo að við getuvn gert okkuir
grein fyrir, hvernig við eigum að bregðast við þeim.
Það er til einskis að segja, að við séum á móti
márkaðsbandalögum. Þau eru staðreýnd, sem við
vefðum að taka tillit til, hvort sem okkur líkar
betur eða verr.
EFTA var stirax í upphafi spáð stuttri ævi, en
hefur nú þcgar lifað í meir en 5 ár.
I þessu sambandi dettur inér í hug sagan um
Mark Twain, þegar hann las um andlát sitt í blaði.
t-------------------------------------------
EFTA og ísland
/ marzrriánuði sl. ejndi jélagið Varðberg til
ráðstejnu, þar sem fjallað var um Island og
Fríverzlunarbandalag Evrópu. har sem viál
þetta er eitt þeirra, sem ejst eru á baugi hér,
þótti rétt að birta hér á einum stað erindi
þau, sem á ráðstejnunni voru jlutt af Þórhalli
Asgeirssyni, ráðuneytisstjóra, Björgvin Gnð-
mundssyni, viðskiptajræðingi, Hilmari Fenger,
jorm. Fél. ísl. stórkaupmanna, Guðmundi //.
Garðarssyni, viðskiptafrœðingi og Gunnari J.
Friðrikssyni, form. Fél. ísl. iðnrekenda.
--------------------------------------j
Hann sendi strax tilkynningu til blaðsins, sem hljóð-
aði svo:
„Fregnin um andlát mitt er stórkostlega ýkt.
Mark Twain.“
Forsaga
Áður en ég' fer að ræða EFTA-málin og Island,
tel ég rétt að rekja í stuttu máli, hver afstaða okk-
ar hefur verið til fríverzlunar Evrópu frá því að sú
hugmynd var fyrst rædd á breiðum grundvelli á
vegum OEEC í París á árunum 1956—’58. Eins og
kunnugt er, slitnaði upp úr viðræðunum, sem við
tókum þátt í, í árslok 1958, er það kom í ljós, að
Frakkland krafðist þess, að aðildarríki fríverzlunar-
svæðisins tæki á sig sömu skuldbindingar og EBE-
Iöndin að Jiví er varðar sameiginlegan ytri toll
gagnvart öðrum ríkjum og sameiginlega stefnu í
landbúnaðarmálum. Þarna kom strax fram sá grund-
vallarmunur á afstöðu Vestur-Evrópulanda til ann-
ars vegar friverzlunarbandalags og hins vegar
efnahagsbandalags, og er sá klofningur við líði enn
í EFTA og EBE. í þessum umræðum í París bent-
um við á hin sérstöku vandamál okkar, sem flest
eru þau sömu i dag og þá, án jiess að taka afstöðu
með eða móti fríverzlunarhugmyndinni.
Ári seinna reis svo EFTA upp úr rústum þessara
samningaviðræðna en í þeim hafði verið rætt ræki-
lega um öll atriði EFTA-sáttmálans. Að EFTA
stóðu sjö OEEC-lönd, sem ekki voru í Efnahags-
bandalaginu — en fjögur OEEC-Iönd urðu alveg
utan garðs, ísland, írland, Grikkland og Tyrkland.
2
FRJÁLS VERZLUN