Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1966, Side 7

Frjáls verslun - 01.06.1966, Side 7
og hafa þau tvö fyrrnefndu lítinn áhuga á að kaupa hann af okkur. 1 bollaleggingum okkar um fram- tíðarstefnu í maa'kaðsmálum verðum við að taka tillit til hinnar öru þróunar fiskveiða Austur- Evrópulanda. I fimm ára áætlun Sovétríkjanna fyr- ir árin 1966—1970 er gert ráð fyrir, að fiskafli þeinra aukist úr 5,8 millj. tonna í 8,5—9 millj. tonna og að fjöldi nýtízku fiskiskipa þeirra fjölgi á sama tíma um 150%. Áhugi Rússa fyrir síldarkaupum er nú orðinn lítill, enda þótt tekizt hafi að semja um kvóta fyrir fireðsíld og saltsíld til næstu þriggja ára. Einnig er áberandi minni áhugi á síldarkaup- um frá öðrum Austur-Evrópuþjóðum heldur en áð- ur var. Flest Austur-Evrópuríkin virðast nú aðhyllast frjálsairi viðskiptastefnu en áður, og hafa lagt til, að hætt verði við jafnkeypisviðskiptin. Má búast við að næst, þegar samið verði við þessi lönd, seint á þessu ári, að frjáls gjaldeyrisviðskipti verði tckin upp og því verði ekki lengur nauðsynlegt að við- halda greiðslujöfnuði milli íslands og hvers eins þessara landa í sama mæli og áður. En viðskipta- samningar verða að sjálfsögðu áfram gerðir milli landanna. Vegna greiðsluaðstöðu íslands við Austur- Evrópulönd síðustu ár, en einnig með hliðsjón af stefnubreytingu þeirri, sem ég hef minnzt á, hefur verið talið rétt að bæta á frílistann megninu af þeim vörum, sem áður voru keyptar að miklu leyti frá Austur-Evrópu í skjóli innflutningsverndarinnar. Er nú svo komið, að Austur-Evrópuviðskiptin njóta lítilla sérfríðinda og er ánægjulegt að geta þess, að þcim hefur tekizt vel að halda stöðu sinni á mark- aðinum hér, þrátt fyrir aukna samkeppni. Innflutn- ingur frá Póllandi, Tékkóslóvakíu og Austur- Þýzkalandi lækkaði yfirleitt ekki á síðasta ári og ber það vott um, að þessi lönd eru samkeppnisfær á mörgum sviðum. Þegar ég segi, að þetta sé ánægjuleg stað- reynd, á ég við, að þar með haldist opinn möguleiki fyrir sölu á afurðum okkar til þessara landa, ef þau hafa þösrf fyrir þær. En þau kunna að vilja takmarka innkaup sín við það, sem þau geta selt til viðkomandi lands, þótt þau falli formlega frá jafnkeypi. Má segja, að þar sé aðstaða frjálsverzl- unarlanda veikari en ríkisverzlunarlanda, sem geta áfram beint innflutningi sínum þangað sem þeirn hentar. Þrátt fyrir hina iiagstæðu þróun jafnkeypisvið- skipta, með tilliti til EFTA-aðiIdar, verður varla komizt hjá því að semja um viðhald einhverra innflutningshafta vegna Austur-Evrópuviðskipt- anna. Mestu nráli skiptir í því sambandi að tryggja áframhaldandi olíu- og bensínkaup frá Sovétríkj- unum og llúmeníu. Er ekki ástæða til að ætla ann- að en að hægt verði að tryggja hagsmuni okkar í samræmi við Austur-Evrópuviðskiptin, ef gengið yrði í EFTA. 3. Fjórmál ríkisins Þá kem ég að fjármálum ríkisins og hvernig bæta megi ríkissjóði væntanlegt tekjutap vegna tolla- lækkana. Að svo stöddu er erfitt að ræða það mál, af því að ekki er hægt að gera sér grein fyrir af hvaða stærðargráðu vandamálið er. Fyrst þarf að ákveða hversu langt er talið rélt að fara í heildar- endurskoðun á innflutningstollum. Á að takmarka tollabreytingarnar eingöngu við þær lækkanir, sem leiða af þátttöku í EFTA, eða á að stíga stærra skref, og endurskoða líka verndartolla gagnvart ölluin innflutningi og ennfremur fjáa’öflunartolla? Tollendurskoðun er aðkallandi. Hvort sem hún er gerð í sambandi við aðill að EFTA eða sem til- boð í Kennedy-viðræðunum, er hún fyrst og fremst nauðsynleg vegna okkar sjálfra til að lagfæra ýms misferli, sem þróazt hafa í skjóli hárra tolla og slapps eftirlits. Allir þekkjum við mörg dæmi um svokallaða framleiðslu, þar sem höfuðsjónarmiðið er ekki að skapa verðmæti, heldur skapa gróða á kostnað ríkissjóðs. Slík framleiðsla er baggi á þjóð- arbúinu, öllum heilbrigðum rekstri og almenningi. Tekjurnar, sem renna ættu í ríkissjóð, renna í stað- inn í vasa þeirra, sem fundvísir hafa verið á galla tollskrárinnar. Ég er ekki að segja, að þeir menn, sem að slíkum rekstri standa, liafi brotið neitt af sér, þar sem þeir hafa fylgt settum reglum, en þjóð- félagið hefur ekki efni á að lilúa að slíkum rekstri á rneðan mikill skortur er á vinnuafli við nytsam- legustu störf. Sívaxandi ferðalög íslendinga hafa gert marga tolla úrelta og ónýta. Við vitum allir, hvernig inn- kaup mörg þúsund Islendinga af vefnaðarvöru, skó- fatnaði og fleiri vörum hafa flutzt frá Austurstræti og Laugavegi til Regent Street og Striksins, fyrst og fremst vegna hinna háu tolla á þessum vörum. Ekkert tollaeftirlit getur fyrirbyggt, að þessi við- skipti lialdi áfram að aukast. Tollalækkun er það eina, sem dugar, til að flytja þennan hluta af verzl- un landsmanna aftur inn í landið til stórra hags- FRJÁLS VERZLUN 7

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.