Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1966, Side 8

Frjáls verslun - 01.06.1966, Side 8
bóta fyrir allan almenning, ríkissjóð, verzlun og iðnað landsmanna. Auk þess er slík ráðstöfun nauð- synleg til að fjöldi ferðafólks uppgötvi, að útlönd hafa ýmislegt annað upp á að bjóða en sölubúðir. Allir spádómar um tekjutap ríkissjóðs vegna tollalækkunar eru mjög hæpnar. Ahrif tollalækk- unar á tekjurnar eru mjög mismunandi eftir því hvaða vara á í hlut, hver teygjanleiki er í eftirspurn hennar, hve hár tollurinn var, hvort innflutningur eykst á kostnað innlendrar framleiðslu, og fetrða- manna- og farmanna innflutnings. Mörg dæmi eru fyrir því, að heildar tolltekjur vaxi við tollalækk- un ákveðinna vörutegunda og á það sérstaklega við tollháar neyzluvörur, en miklu beinna orsaka- samband er milli fjárfestingarvara og rekstrarvara, þ. e. a. s. að tolltekjur Iækki í sama hlutfalli og lækk- un tollsins. Það mun vera reynsla flestra landa, að áætlanir, sem gerðar hafa verið um áhrif tollalækk- ana á ríkistekjurnar, hafa engan veginn staðizt og á ég ekki von á, að okkur takist betur. En þrátt fyriir alla þessa óvissu og vangaveltur, mætti kasta fram þeirri spurningu, hvernig ríkis- sjóður ætti að bæta sér upp 100 m. kr. lækkun á tolltekjum næstu 10 árin, miðað við núverandi inn- flutning og tolltekjur. I reynd myndi þetta væntanlega þýða, ef búast má við sömu þróun og síðustu árin, að heildar toll- tekjurnar myndu ekki lækka heldur yrði aukning þeirra ekki eins mikil og hún hefði orðið. Meðal aukning tolltekna á árunum 1961—1905 var 160 m. kr. á ári, þrátt fyricr lækkun ýmsra tolla á undan- förnum árum. En þesi tekjuaukning hefur ekki nægt til að standa undir sívaxandi útgjöldum ríkis- sjóðs, sem að nokkru leyti hafa verið bein afleiðing verðbólguþróunarinnar. Því er ekki nema cðlilegt að athuga þurfi, hvaða sambærileg ríkisútgjöld mætti Iækka á móti eða ríkistekjur mætti hækka. Liggur þá næst við að benda á, að tollalækkanir eiga að öðru jöfnu að lækka verð á innfluttum vörum fyrir neytendur. Ef vísitala framfærslu- kostnaðar gæfi rétta mynd af neyzluvenjum, sem vonandi verður eftÍT að hún hefur verið endur- skoðuð, ættu verðlækkanirnar að verka til lækk- unar vísitölunnar. Væri því eðlilegt, að ríkissjóður lækkaði um leið niðurgreiðslur á neyzluvörum á móti. Niðurgreiðslur á innlendum ncyzluvörum eru í fjárlögum 1966 559 m. kr. og kæmi til mála að gera áætlun um lækkun þeirra yfir nokkur ár til að mæta hluta af áætluðu tapi ríkissjóðs vegna tollalækkana. Þá er einnig athugandi, hvort ekki mætli liækka tolla á ýmsum neyzluvörum, sem nú eru næstum tollfrjálsar, svo sem kornvörum, sykri og kaffi. 10% tollur á þessum vörum, miðað við innflutning þeirra í fyrra, myndi gefa ríkissjóði 30 m. kr. í aukatekjur. Þá er ekki útilokað fyrir ríkissjóð að leggja á vörur, sem undanþegnar eru innflutningstolli, skatt svo framarlega sem slíkur skattur yrði látinn gilda jafnt um innfluttu og innlendu vöruna. Eitt pró- sentustig í söluskatti er nú t.alið gefa ríkissjóði um 150 millj. kr. Möguleikar til uppbóta fyrir ríkissjóð eru því miklir, og er varla hægt að halda því fram, að vegna hags ríkissjóðs sé ekki hægt fyrir Island að gerast aðili að EFTA. Önnur atriði Þróun alþjóðaviðskiptamála síðustu 20 árin eftir stríð hefur verið fráhvarf frá beztukjarareglunni. Ný markaðsbandalög hafa verið stofnuð og forrétt- indasamningar gerðir og er nú svo komið, að meira en helminguT allra GATT-landa er nú aðili að slík- um samningum. Fyrir utan Spán og Albaníu er ís- land eina Evrópulandið, sem ekki er aðili að slík- um samningum, en eins og kunnugt er liafa Austur- Evrópuríkin líka gert með sér viðskiptabandalag s. k. Comecon. í desember sl. gerði írland fríverzlunarsamning við Bretland, sem gengur í gildi 1. júlí 1966. Sam- kvæmt samningnum munu írar lækka tolla á brezk- um vörum með nokkrum undantekningum smám saman um 10% á hverju ári, þannig að tollarnir verði alveg felldir niður 1. júlí 1975. írska stjórnin leggur áherzlu á, að höfuðtilgangur með þessum samningi sé að undirbúa írland undir þátttöku í víðtækari fríverzlun Evrópulanda. Eg vil leyfa mér að lesa upp kafla úr skýrslu írsku stjórnarinnar um samninginn: „írland er nú að hefja lokasókn fyrir öflugu efna- hagslífi, sem styi'kja mun efnahagslegt sjálfstæði landsins. Þar af leiðandi er þörf á endurskipun á erlendum viðskiptum okkar, svo að við getuin stað- izt samkeppni við aðal viðskiptakeppinauta okkar og þar með aukið útflutninginn, einkum á iðnaðar- vörum, en undir því er hagvöxtur okkar kominn. Yfir 80% af útflutningi írlands fer til Vestur- Evrópulanda, sem öll eru aðilar að öðru hvoru mark- aðsbandalaganna. Ráðgert er, að bandalögin liafi 8 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.