Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1966, Qupperneq 11

Frjáls verslun - 01.06.1966, Qupperneq 11
bollaleggingai' og blaðaskrif um inngöngu einstakra EFTA-landa í EBE villa okkmr frá þeirii stefnu, sem við teljum rétt að taka í þessu máli. Til allrar hamingju fyrir okkur liefur það dregizt hjá EBE að koma sér saman um sameiginlega fiski- málastefnu. En nú er búizt við, að samningar um fiskimálin innan EBE fari fram á þessu ári og er hætta á því, að hún miði að því að vernda fisk- veiðar og fiskiðnað bandalagsríkjanna á kostnað innfluthra sjávarafurða. Enn sem komið er hafa ákvarðanir EBE um ytri toll á sjávarafurðum ekki bitnað verulega á útflutningi okkar, því að stærstu viðskiptaþjóðir okkar, Þýzkaland og Ítalía, hafa hingað til fengið samþvkkta af EBE sk. tollkvóta fyrir fisk og síld, seju hefur heimilað tollfrjálsan innflutning á ákveðnu magni árlega frá löndum utan bandalagsins. Þessir tollkvótar eiga ekki að gilda áfiram eftir að aðlögunartíma bandalagsins er lokið og telja sumir, að þeir verði felldir niður strax á næsta ári en aðrir ekki fyrr cn 1970. Tekur þá gildi ytri tollurinn, sem er 15% á ísfisk á tíma- bilinu 1. ágúst til 31. desember, en 10% á öðrum tíma ársins, 18% á freðfisk og 13% á saltfisk og skreið. Áhrif þessai'a bandalagstolla eru mun alvarlegri fyrir útflutning okkar heldur en tollamismunun EFTA-landa og verðum að að leita allra ráða til að vinna gegn henni fyrst í Ivennedy-viðræðunum en síðar á öðrum vettvangi. En afstaða okkar til EFTA hlýtur að nokkru leyti að mótast af hinum slæmu horfum fyrir útflutning okkar til EBE-landa og jafnframt af liugsanlcgu samstarfi eða samvinnu sumra EFTA-landa og EBE. Með þessum orðum er ég ekki að gefa í skyn, að með því að ganga í EFTA, séum við að komast bakdyramegin inn í EBE eins og haldið hefur verið fram. EFTA-aðild fylgir engin slík skuldbinding, enda væri orfitt að skýra þátttöku Finna, Svía og Svisslendinga i EFTA, ef svo væri. En hins vegar er staða okkar óneitanlega sterkari til að semja við EBE einhvern tíma síðar, ef við höfum áður byi'jað að lækka innflutningstollana vegna EIMA og aðlaga okkur að almennri fríverzlun Ewópu, eins og Trar hafa gert. Ég hefi í þessu erindi mínu aðeins stiklað á nokkr- um stærstu atriðunum varðandi EFTA og hugsan- lega aðild íslands. Ég vona, að sumt af því, sem ég hefi sagt, komi mönnum til að liugsa um, hvort hagsmunum okkar sé bezt þjónað með því að ísland standi áfram, eitt Vestur-Evrópulanda, utan mark- í deiqlunni Framhald af bls. 1 ins samkvæmt að þeir, sem fyrir barði verða láti frá sér heyra og séu ekki allskostar ánœgðir. En sanngirni œttu menn þó að sýna, meta það sem gert hefur verið til stuðmngs við iðn- aðinn, sem er ólítið og minnast þess að ein ríkis- stjórn hefur í fleiri hom að líta en til svokallaðra atvinnuvega. Stœrsti hópurinn, sem hafa ber í liuga í hagmálum eru nefnilega neytendurnir, því það er öll þjóðin, að hverju svo sem liver og einn kann að starfa daglega. Nú er, sem be.tur fer nœg vinna í landinu, og þi'í þarf enga iðnvernd vegna hugsanlegs at- vinnuleysis. Þvert á móti er skortur á vinnuafli til arðgœfs atvinnureksturs. — Menn kvarta vissulega með réttu um dýrtíð, sem er þó fyrst og fremst heimatilbúið sköpunarverk lands- manna sjálfra! Spurningin urn verndun íslenzks neyzluiðnaðar er því ekki einungis tengd þessari atvinnugrein, héldur öllum almenningi, og hún er þessi: Vilja menn taka á sig þœr álögur, sem það kostar að vernda íslenzkan iðnað í stað þess að fá samkeppni við innlenda iðnvarninginn, fjölbreyttara erlent vöruval og sumpart töluvert ódýrari neyzluvörur? A svari við þessari spurningu byggist mótun íslenzks atvinnulífs, sem nú er í deiglunni. — Ég gefst upp. HVAÐ hefur tuttugu lappir og geltir? aðsbandalaganna. Til lengdar held ég að svo sé ekki, því ég tel, að íslenzka þjóðin sé ekki fús til að sætta sig við verri lífskjör og minni framfarir heldur en nágrannaþjóðir hennar, FRJÁLS VERZLUN 11

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.