Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1966, Qupperneq 14

Frjáls verslun - 01.06.1966, Qupperneq 14
úr hinu viðskiptalega hagræði fríverzlunar EFTA og hafa getað liagað sér eftir því. Bretar voru í upphafi tregir til að fallast á það, að tollalækkun EFTA næði til freðfisks. Féllust þeir því aðeins á það, að innflutningur freðfi«ks til Bretlands frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð væri bundinn við ákveðið hámark. Var í upphafi samið um 24.000 tonna freðfiskkvóta á ári og skyldi hann gilda til 1970. Bretar lýstu því einnig vfir, er þeir samþykktu þennan freðfiskinnflutning, að þeitr teldu sig ekki bundna afsamkomulaginu, ef aðstaða þeirra til fiskveiða breyttist, þ. e. a. s. ef t. d. Norðmenn færðu út fiskveiðilögsögu sína. En þetta ákvæði er nú fallið úr gildi, þar eð Bretar hafa ekki notfært sér þennan fyrirvara þrátt fyrir útfærslu fiskveiði- takmarka Noregs síðar. A sl. ári fór það einnig svo, að freðfiskinnflutn- ingur EFTA-landanna til Bretlands fór fram úr 24.000 tonnum. En Bretar féllust á að innflutningur- inn færi fram úr því marki án þess að sérstakur tollur kæmi á umframmagnið. Má segja, að i (lag sé ekkert samband milli freðfiskkvótans og laud- helginnar og ekki útlit fvrir, að Bretar verði harðiir á því gagnvart samstarfsríkjum sínum í EFTA að halda kvótanum innan þeirra marka, er upphaflega voru ákveðin. Eftir að hinar mikilvægu ákvarðanir voru teknar á Lissabonfundinum vorið 1963 um að flýta tolla- lækkunum hefur EFTA eflzt mikið. Verzlun EFTA hefur stóraukizt svo og hagvöxtur aðildarríkjanna. Og ný ríki hafa sýnt áhuga á að tengjast EFl'A. Eftir því sem liðið hefur á tollalækkunartímabil EFTA og Efnahagsbandalagsins hefur á ný gætt meiri kvíða við varanlegan klofning Evirópu í tvær viðskiptaheildir. Það hefur dregið úr útflutningi EFTA til Efnahagsbandalagsins vegna hækkunar á ytri tollum EBE og rætt hefur verið um nauðsyn þess að greiða fyrir viðskiptum milli band.alaganna. Á ráðherrafundi EFTA í Vín vorið 1965 vair hugs- anleg samvinna EFTA og Efnahagsbandalagsins að- almálið. Flutti forsætisráðherra Breta þar mikla ræðu um nauðsyn þess að byggja brú milli mark- aðsbandalaganna. Samþykkt var ályktun um að EFTA hefði frumkvæði að slíkri brúarbvggingu og vær ákveðið að ræða það mál betur á ráðherrafundi EFTA í Kaupmannahöfn haustið 1965. Eftir Vínar- fundinn hófust enn einu sinni mikil blaðaskrif um nauðsyn samvinnu eða samruna EFTA og Efna- hagsbandalagsins. En hin mikla deila innan EBE kom í veg fyrir nokkrar umræður milli bandalag- anna og Kaupmannahafnarfundurinn varð gersam- lega árangurslaus í þessu efni. Og mönnum varð enn einu sinni ljóst, að samruni maækaðsbandalag- anna mundi ekki eiga sér stað á næstunni. Ég sagði áðan, að eftir því sem EFTA hefði starfað lengur hefðu fleiri ríki sýnt áhuga á því að taka þátt í starfsemi þess. Stækkun EFTA Þegar árið 1961 gerðist Finnland aukaaðili að EFTA. Var það eingöngu vegna afstöðu Finna til Rússa, þ. e. vegna stefnu þeirra í utanríkismálum, að þeir óskuðu ekki cftir fullri aðild. Hins vegair var það ekki vegna þess að Finnar gætu ekki tekið á sig hinar sömu kvaðir og önnur ríki EFTA í sam- bandi við tollalækkanir. Finnar skuldbundu sig í upphafi til þess að liafa lokið niðurfellingu tolla á sama tíma og sjöveldin cða 1. janúar 1970. Og Finnar féllust á, að ákvarðanir Lissabonfundarins um að flýta tollalækkunum næðu einnig til þeirra, en þó þannig, að tollalækkun þeirra lyki ári síðar eða 31. desember 1967. Fyrsta tollalækkun Finna kom til framkvæmda 1. júlí 1961. Lækkuðu þeir þá innbyrðis tolla um 20% eða í 80% upphaflegra tolla. 30. apríl 1963 höfðu Finnar lækkað tolla sína í 50% upphaflegra tolla. 1. maí 1964 lækkuðu þeir tollana enn um 10%, 1, marz 1965 enn um 10% og 31. desember sl. enn um 10% og námu tollarnair þá 20% upphaflegu tollanna. Finnar hafa því í dag náð jafnlangt og önnur EFTA-ríki í tollalækkunum. 31. desember nk. munu Finnar enn lækka tolla sína um 10% og 31. desember 1967 munu þeir Ijúka niður- fellingu tollanna. Að vísu eru nokkrar undanþágur frá þessari tolla- lækkunaráætlun. Ná undanþágurnar til iðnaðarvara, er Finnar vildu að fengju lengra aðlögunartímabil. Verður niðurfellingu tolla á þeim vörum lokið í árs- lok 1969. Finnar munu einnig hafa lokið afnámi innflutn- ingshafta ári síðar en hin EFTA-ríkin eða í árslok 1967 í stað ársloka 1966. Vegna viðskiptanna við Sovétríkin hafa Finnar þó undanþágu til þess að viðhalda nokkrum innflutningsshöftum vöruteg- unda frá Sovétríkjunum, fyrst og fremst á olíum, benzíni, kolum og áburði. í sambandi við aukaaðildarsamning Finnlands og EFTA er rétt að geta þess, að Portúgal samdi þrátt fyrir fulla aðikl um lengra aðlögunartímabil en Finnland. Portúgal fékk 20 ára tímabil fyrir tolla- lækkanir sínar og á ekki að hafa lokið niðurfellingu 14 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.