Frjáls verslun - 01.06.1966, Side 15
tolla fyrr en 1. janúar lí)80. Stendur sú áætlun
óbrcytt þrátt fyrir ákvarðanir Lissabon-fundarins.
Portúgal er skemmst á veg komin af EFTA-ríkj-
unum í atvinmilegri og efnahagslegri uppbyggingu
og því þótti rétt, að það ríki fengi lengri aðlögunar-
tímabil en hin ríkin.
Á ráðherrafundi EFTA í Kaupmannahöfn sl.
haust tilkynnti Per Hækkerup þáverandi formaður
EFTA-ráðsins, að Júgóslavía hefði óskað eftir við-
skiptalegri samvinnu við EFTA. Þóttu það nokkur
tíðindi, þar eð Júgóslavía var fyrsta kommúnista-
ríkið í Austur-Evrópu, sem lét í ljós áhuga á slíkri
samvinnu. Dagana 10.—1.5. desember sl. fóru síðan
fram viðræður milli fulltrúa Júgóslaviu og EFTA
í Genf. í viðræðunum létu fulltrúar Júgóslavíu í
ljós áhyggjur vegna hnignandi viðskipta Júgóslavíu
og EFTA-ríkjanna og óskuðu eftir, að leiðir yrðu
fundnar til þess að örva viðskiptin á ný. Ekki vildu
þeir þó að svo stöddu fá aðild að EFTA, hvorki
aukaaðild né fulla aðild. Ákveðið var að halda við-
ræðum áfram í apríl 1966 og er því enn óvíst hvaða
form verður fundið fyrir hina viðskiptalegu sam-
vinnu Júgóslavíu og EFTA.
Að lokum vil ég geta um fríverzlunarsamning
frlands og Bretlands þar eð sá samningur hefur
verið talinn mikilvægur fvrir áhuga ríkja á fríverzl-
un og bend’T til þess að írar hafi síðar meir hug' á
aðild að fríverzlunarbandalaginu, gerist ekki neinir
þeir atburðir, er greiða mundu fyrir aðild frlands
að Efnahagsbandalaginu. Fríverzlunarsamningur fr-
lands og Bretlands gengur í gildi 1. júlí nk. og gerir
ráð fyrir lækkun tolla og afnámi viðskiptahafta.
Munu frar lækka tolla á innfluttum brezkum vör-
um um 10% á ári fram til 1975, en þá á algerri
niðurfellingu tolla að vera lokið. Viðskiptahöft verða
að mestu afnumin á þessu ári.
Góður órangur Norðurlanda
Auk þess scm írar og Júgóslavar hafa sýnt áhuga
á samvinnu eða tengslum við EFTA hafa fslend-
íngar einnig gert það, enda þótt engar ákvarðanir
hafi enn verið teknar um það, hvort ísland sæki
um aðdd að EFTA. Norðurlönd þau, sem aðild
eign að EFTA, eru miög ánægð með árangurinn af
EFTA-samstarfinu. Viðskipti Norðurlandanna inn-
byrðis hafa aukizt meira en nokkru sinni áður síðan
EFTA kom til sögunnar. Áður en EFTA var stofn-
að votu Norðurlöndin að ræða stofnun tollabanda-
lags NoT'ðurlanda. En ekki náðist samkomulag um
stofnun þess. Innbyrðis viðskipti Norðurlanda höfðu
aukizt mjög mikið næstu árin áður en EFTA var
stofnað og Norðurlöndin höfðn mikinn áhuga á
því að auka enn hið viðskiptalega samstarf til þess
að árangurinn yrði sem beztur. Verzlunin milli
Norðurlandanna jókst nm til jafnaðar 10,8% á ári
á tímabilinu 1953—1959. Þetta var meiri aukning
en nam aukningu á útflutningi Norðurlandanna til
annarra viðskiptasvæða. Þó hafði útflutningur til
Efnahagsbandalagsins aukizt álíka mikið og inn-
byrðis verzlun Norðurlandanna. En frá því að
EFTA var stofnað hefur innbyrðis verzlun Norður-
landanna aukizt um til jafnaðar 15,2% á ári á sama
tíma og útflutningur Norðurlanda til annarra við-
skiptasvæða hefur aðeins aukizt um 7% árlega. Á
árinu 1964 jókst innbyrðis verzlun Norðurlanda
um 19%. Et talið, að þessi mikli og góði árangur
á sviði viðskipta Norðurlandanna eigi rætur sínar
að rekja til EFTA-samstarfsins, þar eð Stokkhólms-
sáttmálinn tekur til mjög margra af þeim vörum,
er Norðurlöndin verzla með. Þannig má segja, að
Norðurlöndunum hafi að verulegu leyti tekizt að
ná þeim árangri innan EFTA, sem þau ætluðu að
ná með stofnun lollabandalags.
011 fjögur Norðurlöndin, sem átt hafa aðild að
EFTA, hafa góða reynslu af þátttöku sinni í því
samstarfi. Arnc Langeland, sem kom hingað sl.
sumar sagði, að reynsla Norðmanna að aðildinni
að EFTA væri góð. Margir hefðu óttazt. þar, að
heimamarkaðsiðnaðúr Norðmanna mundi skaðast
við aðild þeirra að EFTA. En þrátt fyrir 100%
liberaliseringu og tollalækkanir á vörum þeim, er
féllu undir EFTA-samninginn, væri ekki i dag unnt
að benda á neitt sérstakt dæmi um tjón, er iðn-
aðurinn hefði orðið fyrir vegna aðildar Norðmanna
að EFl'A. Ekki hefði orðið að leggja niður neinar
iðngreinar vegna þátttökunnar í EFTA. Þvert á
móti hefði aðildin að EFTA orðið norskum iðnaði
lyftistöng. Opnazt hefðu nýir útflutningsmöguleikar
fyrir norskan iðnað og upp úr heimamarkaðsiðnað-
inum hefðu vaxið nýjar útflutningsgreinar. Lange-
land sagði, að enginn vafi hefði ríkt hjá norskum
stjórnarvöldum, er EFTA hefði verið í undirbúningi,
að Noregur yrði að vera með. Iíinar mikilvægu
norsku útflutningsgreinar, aluminium, járnmálmur,
sellulose, og pai)pírsframleiðslan og sjávarútvegur-
inn hefðu gert aðild óhjákvæmilega. Aðild Noregs
að fríverzlunarbandalaginu hefði verið samþykkt
samhljóða í Stórjnnginu. Ekki hefði verið um neina
vendega pólitíska andstöðn við Fríverzlunarbanda-
lagið að ræða í Noregi. Meira að segja Sosilastisk
FRJÁLS VERZLUN
15