Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1966, Síða 17

Frjáls verslun - 01.06.1966, Síða 17
Hilmar Fenger: Hagvöxtur ráði afstöðu til aðildar að EFTA Ég vildi í upphafi leyfa mér að fara nokkrum orðum um hlutverk heildsala. Heildsala er cin þeirra starfsgreina, sem brúa l>ilið milli framleiðenda og notenda hvers konar vara. Heildsalan vinnur að kynningu á vörum, skipuleggur flutninga vara, ann- ast birgðahald og tekur á sig hvers konar verzlunar- áhættu. Sjálfstæð íslenzk heildsölufyrirtæki hafa fyrst og fremst fengizt við dreifingu innfluttra vara, en inn- lend iðnfyrirtæki, eða samtök þeirra, hafa i ríkum mæli annazt sjálf um heildsölu afurða sinna. Auk eiginlegrar heildsölustarfsemi hafa fjölmarg- ir heildsalar selt beint til persónulegra neytenda, aðallega stærri heimilistæki. í enn öðrum tilvikum sneiða smásalar framhjá innlendum heildsölum með því að þeir flytja sjálfir inn vörur til endursölu. Eiginleg heildsala, þ. e. a. s. sala til annarra milli- liða, er því í mörgum tilvikum stunduð í tengslum við aðra starfscmi, bæði iðnað og smásöluverzlun. Sjálfstæð heildsölufyrirtæki hér á landi eru yfir- leitt smá. Ber margt til þess, en e. t. v. er megin- skýringin fólgin í, annars vegar óskum notenda um fjölbreytni í vöruúrvali, og hins vegar i óskum framleiðenda um ])að, að einn og sami heildsali ann- ist ekki um dreifingu vara, sem keppa við hans eigin vörur. Vcgna smæðar markaðarins tekur heild- sölufyrirtæki hins vegar ógjarnan að sér sölu vara frá ákveðnu iðnfyrirtæki, nema ]>ví fylgi einkaréttur til sölu á viðkomandi vöru. Af þessum ástæðum er við því að búast, að frjálsri verzluu fylgi tiltölulega mörg og þess vegna tiltölulega smá fyrirtæki í heildsölu. Af fjölda fyrirtækjanna leiðir samkeppni, öllum notendum í hag, en af smæð fyrirtækjanna leiðir vissa óhagkvæmni, t. d. í birgðahaldi og flutning- um, sem samtök heildsala hafa lcitazt við að bæta úr með ýmsum hætti (sameiginlegt lagerhald í ný- byggingu?). Eius og svo margir aðrir hefðu heildsalar gjarnan viljað að þróun efnahagsmála hér á landi undan- farin ár hefðu verið önnur en raun ber vitni um. Sú skerðing verzlunarfrelsis, sem heildsala, og verzl- un yfirleitt, hefur lengst af orðið að búa við, hefur hindrað heildsöluna í að veita þá þjónustu, sem heildsalar hefðu gjarnan viljað veita. Haftaárin svonefndu eru langflestum heildsölum enn í fersku minni. Þá voru innflutningsleyfi skömmtuð eftir reglum, sem hlutu að vera handahófslegar. Þá var verzlunarhúsnæði hvers konar talið með því sízta, sem leyfa bæri byggingu á. Enn í dag vantar tals- vert á, að öll höft, hafi verið numin af innflutningi. Og enn í dag eru leifar af opinberum verðlagsaf- skiptum, sem langflestir eru reyndar sammála um, að séu óheillavænlega, og svo að ógleymdri öfga- fullra skattlagningu. í dag bera hcildsölu fyrirtæki vissulcga þess merki, hvernig um hnútana hefur verið búið. En hér cr vert að leggja á það áherzlu, að þótt einstaka aðilum úr liópi heildsala, scm og aðilum úr tröðum annarra atvinnugreina, farnist betur í skjóli hafta en í samkeppni, hafa samtök heildsala ávallt verið hatrammlega andvíg hverskonar skerðingu verzl- unarfrelsis. Ég leyfi mér að biðja ykkur að hafa FRJÁLS VERZLIJN 17

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.