Frjáls verslun - 01.02.1969, Síða 18
16
FRJAL5 VERZLUN
Það er ekki nýmæli, að Ríkis-
útvarpið og starfsmenn þess sæti
gagnrýni fyrir störf sín. Þau eru
jafnan undir smásjá allra lands-
manna úr öllum flokkum, og
hinna ólíku hagsmunahópa, sem
vilja öðru fremur, að þeirra hlut-
ur sé mestur og að almenningur
verði látinn vita, að einmitt þeir
hafi á réttu að standa og geri því
kröfu til fyllsta skilnings á eigin
hag og sjónarmiðum.
Útvarpið hefur á undanförnum
áratugum orðið að standa af sér
þess konar áhlaup úr öllum átt-
um. Þeir, sem fyrir það hafa unn-
ið, og þá sér í lagi fréttamenn,
hafa verið sakaðir um hægri- eða
vinstri villu, hollustu við eitt stór-
fyrirtækið og ekki annað, vináttu
við þennan einstaklinginn, sem
fengið hefur tækifæri til að tjá
sig á öldum ljósvakans, en ekki
hinn, sem varð að iáta sér nægja
að stinga niður penna og biðja
blaðið sitt fyrir boðskapinn.
Ríkisútvarpinu hefur verið ætl-
MARKÚS ÖRN ANTONSSON, fréttamaíur skrifar:
ÞANKABROT UM FRÉTTIR
SJÓNVARPS m ÚTVARPS
að að „forðast hlutsamar umsagn-
ir“ í fréttaflutningi sem og ann-
arri dagskrá. Er svo ráð fyrir gert
í reglugerð um fréttaflutning Rík-
isútvarpsins, 24 ára gamalli.
Á síðari árum hefur þróun út-
varpsmálanna orðið sú, að Rík-
isútvarpið hefur í síauknum
mæli gerzt vettvangur óhkra
sjónarmiða og mönnum er þar
frjáist að tjá einkaskoðanir
sínar í mörgum málum. Núver-
andi formaður útvarpsráðs hefur
lýst þessu sem breytingu til hins
betra, því að nú sé útvarpið ekki
hlutlaust heldur óhlutdrægt. Hlut-
leysi útvarpsins á fyrstu tveim
áratugum þess er fyrirbæri, sem
ég kynntist ekki af eigin raun.
Hins vegar má fara nokkru nærri
um nauðsyn þess á tímum, er
persónulegar illdeilur ogærumeið-
ingar forystumanna í þjóðmálum
voru helzta skemmtan almenn-
ings í skammdegi millistríðs- og
kreppuáranna. Við slíkar aðstæð-
ur er eðlilegt, að hugmyndir um
hlutleysi jafn áhrifamikils tækis
fái byr undir báða vængi — eink-
anlega ef það liggur ljóst fyrir,
að gerðar hafi verið tilraunir
til að misnota það í áróðursskyni.
Hins vegar hljóta verulegar tak-
markanirá tjáningafrelsi i útvarpi
að verða stofnuninni sem slíkri til
trafala og gera henni illkleift að
gegna hlutverki sínu við birtingu
frétta og í almennri uppfræðslu
annari. Á fyrri tímum hefur þögn-
in því sennilega oft verið helzta
afdrep þeirra útvarpsmanna.
Nú er sjónvarp komið til skjal-
anna. Merkum tímamótum í sögu
fjölmiðlunar á íslandi var náð
fyrr en nokkur hafði gert ráð fyr-
ir og útbreiðsla þess á óhagstæð-
um tímum hefur verið ótrúieg. í
dagskrármálum varð þróunin of
ör, bví að fjölgun útsendingardaga
var ákveðin þrátt fyrir þröngan
fjárhag og fámennt starfslið, sem
hefur verið ofhlaðið verkefnum
við frumstæðustu skilyrði til að
halda uppi sex daga útsendingu
nú síðastliðið ár. Þessi þensla hef-
ur verið mjög óeðlileg.
Með sex daga útsendingu hefur
þó sjónvarpið raunverulega gerzt
sjálfstæður fréttamiðlari og er
svo að heyra á þeim, sem látið
hafa álit sitt í ljós opinberlega,
að þessi nýi þáttur í öflun frétta
og birtingu þeirra á íslandi hafi
almennt mælzt vel fyrir. En svo
sem búast mátti við, hafa
fréttamenn sjónvarps hlotiðámæli