Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1969, Page 42

Frjáls verslun - 01.02.1969, Page 42
4B FRJALS VERZLUN yðar eða vekja hana aðeins að nokkru leyti, dregur það þá álykt- un, að þér hirðið ekki um það, hvað það segir. „Hugsaðu um það í vikutíma. Við skulum koma saman kl. 10 næsta fimmtudag og ræðum um þetta.“ Með því að ákveða tíma sýnið þér, að þér hafið raunverulega á- huga á því að fá svör. 5. Verið jákvæður hlustandi Þér getið komið 1 veg fyrir það fyrir fullt og allt, að frá starfs- fólkinu berist nokkrar nýjar hug- myndir með því að svara ,,Já, en . . .“ eða með hvers konar hálf- volgum svörum, sem draga kjark- inn úr viðkomandi. Sú staðreynd, að starfsfólk yðar er að reyna að hjálpa. er mikils virði. Jafnvel upphaf góðrar hugmyndar er góð byrjun. Ef til vill getið þér veitt starfsfólki yðar hjálp við að full- komna hana. Þakkið yður ekki einum um allt, jafnvel þó að þér hafið átt hug- myndina fyrstur. Þér vinnið ekk- ert á því, en glatið miklu. Ef hugmynd er röng eða óhag- kvæm, þá skulið þér ekki iátast halda að hún sé annað en svo. En ef til vill er hún röng, vegna þess að þér gáfuð ekki kost á að afla réttra staðreynda. Með lagni getið þér hvatt fólk til þess að reyna aftur og þá með betri árangri. 6. Hvað um endurgjald ? Ef einhver leggur verulega af mörkum yður til hags, er hann yður þá ekki meira virði? Ef svo er ekki, þá væri réttast fyrir hann að leita sér starfs, þar sem hæfi- leikar hans eru betur metnir. En launahækkun eða aukaupp- bót á laun geta ekki komið í stað- inn fyrir viðurkenningu. Það get- ur skapað feiknarlega ánægju hjá starfsmanni, ef hann leggur veru- lega af mörkum til hags þess fyrir- tækis sem hann starfar hjá. Opin- ská, skýr og vinsamleg viðurkenn- ing á slíku framlagi. ef stjórn fyr- irtækis lætur hana í Ijós, getur aukið á sjálfsvirðingu og ánægju starfsfólksins — og getur orðið þess hvetjandi framar nokkru öðru, að fyrirtæki gangi eins vel og kosið verður. ANNAR HLUTI : FYRIR STARFSMANNINN Rekstursráðunautur einn hefur sagt, að í einkaviðtölum við þús- undir umsjónarmanna, sölu- manna, skrifstofufólks, tæknifræð- inga, bókhaldara og hvers konar starfsfólks sem er, þá hafi hann sjaldan fundið nokkurn mann, sem ekki hafði eitthvað til þess að kvarta yfir. Sumar þessar kvart- anir voru vegna launa og vinnu- skilyrða. En miklu fleiri voru vegna einhvers, sem stóð í vegi fyrir því, að unnt væri að vinna starfið betur. Vélamenn kvarta yfir biluðum vélum, sölumenn yfir töfum á af- hendingu á vörum til sín. Viðgerð- armenn kvarta yfir þeim tíma, sem glatast vegna biðar eftir vara- hlutum. Fyrirtækið gæti gert bet- ur, segja þeir, — og þeir hafa á réttu að standa. Hvað er hér í vegi? Einn rekst- ursráðgjafinn hefur sagt: ..Þetta er það, sem mér hefur verið sagt ótal sinnum: „Yfirmaðurinn vill ekki hlusta“.“ Sumir yfirmenn vilja ekki hlusta. Aðrir eru of önnum kafnir Ef til vill verður þetta spjall hér til þess, að húsbóndi yðar hlusti betur eftirleiðis. En hvort sem hann gerir það; eða ekki, þá er ýmislegt það, sem þér getið gert til þess að koma hugmyndum yðar á framfæri við hann. Hér eru nokkur góð ráð: 1. Undirbúið yður Það er erfitt að fá nokkurn til þess að fallast á hugmynd eina saman. Það er miklu auðveldara að fá einhvern til þess að fallast á áætlun. í stað þess að flýta yður með einhverja hugmynd til yfir- manns yðar, gefið yður tíma til þess að móta hana. Hvað er vanda- málið? Hvað er unnt að gera? Hvernig? Hver gæti gert það? Hvað myndi það kosta? Hvernig væri unnt að standa undir kostn- aðinum? Gangið eins langt og yður er unnt. Lokaathugun kann að kref j- ast rannsókna og tilrauna. Endan- legar áætlanir verða oft ekki til * •f /i éi n n Ifj*hsissnn ISeildver&lun SKRIFSTDFA FRAMNESVEG V, REYKJAVÍK SÍMI 1G46B FJÚLBREYTT ÚRVAL AFVEFNAÐARVDRU FJÖLBREYTT ÚRVAL AF VEFNAÐARVÖRL) KVDLDKJÚLAEFNI - TERYLENE DRENGJASKYRTUR - PEYSUR SUNDFATNAÐUR ALIViEfMIMAR VIÐGERÐIR OG STILLINGAR SJÁLFSKIPTIIVGAR VIDGERÐIR BÍFRERÐASTILLINGIN SÍÐUMÚLA 13, SÍMI 81330

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.