Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1969, Side 45

Frjáls verslun - 01.02.1969, Side 45
iFRJALS VERZLUN 43 SIGURJÓN JÓHANNSSON: AUGLÝSINGASPJALL Rœtt um auglýsingar í sjónvarpi og blöðum. Um þessi jól mátti fyrst og fremst sjá vaxtarbrodd auglýsing- anna í sjónvarpinu. Það er eðli- legt, þar sem þetta er nýr og spennandi vettvangur; það er vissulega hægt að slá í gegn með sjónvarpsauglýsingum og þær geta líka haft gagnverkandi áhrif. Það gildir einu með sjónvarps- auglýsingar sem aðrar auglýsing- ar, ef vinnubrögðin eru ekki nógu vönduð, er hætt við, að auglýsing- in hafi ekki tilætluð áhrif. Og þá er bezt að byrja á því að gagnrýna val á þul í Fresca-aug- lýsingunum. Þarna fær Coca-Cola- umboðið upp í hendurnar vel gerðar bandarískar auglýsingar og þarf ekki annað en velja góða rödd til að flytja boðskapinn. Ekki er annað að sjá, en að næsti maður hafi verið gripinn til að lesa textann án minnstu gagnrýni. Það hafa margir hneykslazt á þessum vinnubrögðum, en ég er ekki í minnsta vafa um, að Fresca drykkurinn hafi selzt þrátt fyrir allt — við erum ekki enn svo til- finninganæm á þessu sviði. Ég vil að auðug fyrirtæki geri sitt bezta á þessu sviði, en frekar er ástæða til að fyrirgefa mistök þeirra, sem minna mega sín. Auglýsingamyndin fyrir Kjör- garð var ágæta vel gerð, bæði hvað snerti kvikmyndun og texta. Ég var farinn að óttast, að ekki væri hægt að auglýsa varning nokkurra fyrirtækja í einni og sömu mynd, en þarna var siglt af íþrótt framhjá verstu skerjunum. Og nú kom þriðja útgáfa af Herrahúsmyndunum, — allólík tveimur fyrri, og að mínu áliti ekki eins beinskeytt og hörð aug- lýsingamynd og hinar tvær. Fyrsta Herrahúsmyndin er sú bezta að margra dómi. En allar hafa þær yfir sér heimsmannslegt snið. í desember bar mest á bóka- auglýsingum, og að mínu áliti var myndin um Dagfinn dýralækni einna bezt. Kvikmyndunin var einföld, en kostur myndarinnar lá fyrst og fremst í texta og tónlist. Heildaráhrifin semsagt góð og hvergi skotið yfir markið. Húmor í auglýsingamyndum er ákaflega vandmeðfarinn hlutur, en víst er um það, að ef einhver snjöll setn- ing er í kvikmynd, getur það haft ótrúlega mikil áhrif. Á engum auglýsingavettvangi öðrum er eins mikil þörf fyrir smekkvísi og í sjónvarps- og kvikmyndaauglýs- ingum og því má ekki slá slöku við, ef fyrirtæki ætlar að ná veru- legum árangri með auglýsingunni. Undir jól kom smekkleg en ró- leg mynd frá Almennum trygg- ingum og undir áramótin kom býsna góð mynd frá SÍBS, unnin í teknískum anda Herrahúsmynd- anna og myndarinnar frá Radíó- búðinni. Að svo mæltu vil ég leggja til við auglýsingadeild sjónvarpsins, að auglýstir sjónvarpstímar, 3 mínútur tvisvar sinnum á kvöldi, séu ekki „sprengdir“, en það, sem kynni að bætast við af auglýs- ingum umfram auglýstan tíma, lendi í þriðja auglýsingatíma í enda dagskrár. Þegar litið er á blöðin í desem- ber, ber einnig mest á bókaaug- lýsingum, og óvenju margar aug- lýsingar frá bóksölum voru nú unnar hjá auglýsingastofum. Þar var hörð samkeppni í rammaflúri og smábrellur notaðar til að beina auganu að auglýsingunum. Engin af þessum auglýsingum var sér- staklega minnisstæð, og á ég ekki þar við, að ég muni ekki eftir ýmsum auglýsingum, heldur voru þær yfirleitt varfærnislegar hvað snertir texta og uppsetningu. Ég gat aldrei gert mér almenni- lega grein fyrir, hvort Dralon aug- lýsingarnar voru góðar eða ekki. Þær voru birtar mjög oft í Morg- unblaðinu og ætíð á sömu síðu. Ég þykist muna yfirskriftina: „Ánægður með Dralon“, og ég las a. m. k. einu sinni textann alveg í gegn og síðan lauslega, þegar breytt var um mynd. Jú, nú man ég, hvað mér fannst að, — að ég var aldrei alveg viss um, hvort myndirnar væru af íslendingum eða útlendingum, og hvort text- inn væri þýddur eða frumsaminn hér heima. Þetta fannstmér veikja auglýsinguna. Fyrir einum 30 árum kom aug- lýsing í Alþýðublaðinu (kannski víðar), sem tók yfir alla forsíðu og baksíðu blaðsins. Þarna var fyrirtækið Silli og Valdi að verki og sýndi í auglýsingunni uppdrátt af jarðarkringlunni og aðflutn- ingsleiðir ávaxtanna. Auglýsingin var í litum og hin áhrifamesta, líklega teiknuð af Tryggva Magn- ússyni. Því er á þetta minnzt hér, að mér finnst orðið skömm að því, hvað stórfyrirtæki hér láta sjaldan gera eftirtektarverðar aug- lýsingar. Ef ekki væru bókaaug- lýsingar í desember, væri varla hægt að merkja á auglýsingum blaðanna, að fyrirtæki hefðu sér- stakan áhuga á að selja vöru sína í jólamánuðinum.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.