Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1970, Side 26

Frjáls verslun - 01.01.1970, Side 26
2» 44.000.- en meðalverð innréttinga mun vera 50-60 þúsund. 7 Nýja bólsturgerðin framleiðir bólstruð húsgögn, eingöngu fyrir eigin verzlun, svo sem sófa, stóla, svefnbekki, svefnsófa og hvíldar- stóla. Á sýningunni var ný tegund af sófasetti með stálfótum, sem kostar um 39 þúsund. 8 Valhúsgögn sýndu margvísleg húsgögn. Annars vegar nýtízkuleg húsgögn svo sem sófasett með fjögurra manna sófa, tveim stól- um, öðrum með háu baki, á stál- fótum, sem kostar um 40 þúsund. Einnig framleiða Valhúsgögn gam- aldags húsgögn, svokallaðan Rene- sansstól, sem er stór og útskorinn armstóll og kostar um 16 þúsund krónur. Einnig bjóða þeir, upp á gamaldags ruggustól. / 9-10 Timburverzlunin Völundui sýndi margar gerðir hurða og lista. Vakti það athygli, að allar hurðirnar voru sléttar og mun lítið annað á markaðnum í daga Líður vafalaust fljótlega að því, að fólk vill ekki una því og vill fá gömlu breiðu hurðalistana. 11 Fyrirtækið J. P. innréttingar hefur verið nokkuð í fréttum und- anfarið, vegna sölu á innrétting- um til Færeyja. Fyrirtækið sýndi innréttingar, sem virtust vel unn- ar. Einnig sýndi það skrifborð og hægindastól, sem teiknuð eru af Jóni Péturssyni. Fyrirtækið hefur látið gera óvenju fallegan litprent- aðan bækling til að kynna inn- réttingar sinar, og er hann prent- aður á dönsku og íslenzku. 12 Kristján Siggeirsson er ein elzta húsgagnaverksmiðja og hús- gagnaverzlun á landinu. Fram- leiðir hún margs konar húsgögn, svo sem borðstofusett, stóla, sófa- borð, sófasett o. s. frv. Voru sýnd sýnishorn af framleiðslu verk- smiðjunnar. 13 Trjástofninn hf. sýndi tvö hjónarúm, sem teiknuð eru af Aðalsteini Thorarensen. Einnig framleiðir Trjástofninn innrétt- ingar og ýmis konar húsgögn. 14 Húsgagnavinnustofa Guð- mundar Ó. Eggertssonar sýndi borðstofuborð, sem kostar kr. 9.600,- og hábaksstól, sem kostar frá kr. 12.500,- til 17.500,- eftir á- kiæði og er dýrastur með leður- liki. Þá framleiðir fyrirtækið ein- faldan svefnstól, sem framleið- andi Guðmundur Ó. Eggertsson teiknaði árið 1958. Er stóllinn enn í framleiðslu. Er stóllinn 60x185 cm að stærð, þegar hann er í svefnstöðu. Önnur fram- leiðsla er raðhúsgögn, sófasett, sófaborð, skrifborð o. fl. 15 Páll Jóh. Þorleifsson sýndi FRJÁLB VERZLUN mjög sérkennilegan svampsófa, sem er í tvennu lagi og geta hlut- arnir fallið saman til að mynda rúm. Er áklæðið stórrósótt, mjög skrautlegt. Fyrirtækið selur svamp, áklæði o. fl. til húsgagna- framleiðslu. auk teppa og dregla, sem seldir eru hjá Verzluninni Persíu. 16 Nývirki í Síðumúla sýndi hjónarúm með borðum. Kosta þau 24.360.- úr palisander en 17.800,- úr aski. Einnig sýndi fyrirtækið stól fyrir kr. 5.995,- og tvo stóla og borð fyrir kr. 13.035.- Módelhúsgögn sýndu margs konar húsnæði í sama búsi. Þar á meðal var hábaksstóll með skammeli. Kostar hvort tveggja frá 15 til 17 þúsund krónur. Einn- ig sýndu Módelhúsgögn svokall- að Kanarísófasett, fyrir 29 til 33 þúsund og Kólibrí fyrir 20 til 25 þúsund. Bæði settin eru með 2 stólum og þriggja sæta sófa á stál- fótum. Söluumboð er Vörumark- aðurinn. í sama sýningarbás sýndu BB- húsgögn frá Hafnarfirði. Meðal annars sýndu þau fallegt og ó- venjulegt sófasett, sem teiknað er af Stefáni Snæbjörnssyni. Á. Guðmundsson hf. sýndi á sama stað, meðal annars stafla- stól, sem teiknaður er af Jóni

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.