Frjáls verslun - 01.01.1970, Qupperneq 35
FRJÁLS VERZLUN
33
nfL bifreiðum og frjáls
u tvö mikilvæg atriði
varahlutaverð hafði sömu-
leiðis tvöfaldazt, álagning
undir ströngum ákvæðum
og gamlar birgðir seldar á
,gömlu verði, svo kippt var
uótunum undan birgða-
haldi. Það lætur nærri, að
fólksbifreiðar hafi kostað
orðið góð árslaun og þar
yfir, vöruflutningabifreiðar
álíka og ný fjögurra her-
bergja íbúð og fólksflutn-
ingabifreiðar eins og
myndarlegt einbýlishús á
völdum stað. Þar að auki
voru varahlutabirgðir orðn-
ar af svo skornum skaminti,
að oft varð að bíða eftir
varahlutum erlendis frá og
greiða hátt flutningsgjald.
Og auðvitað nær það engri
átt, að flytja inn bifreiðar
í pörtum í stórum stíl og
setja þær saman hér við ó-
fullkomnar aðstæður, eins
og' gert var á haftaárunum.
Innflutningur og sala
bifreiða drógst mjög sam-
an þegar eftir gengisfell-
ingarnar og komst niður í
um 800 bifreiðar í fyrra,
en eðlileg endurnýjun og
viðbót er talin vera nærri
4000 bifreiðar á ári. Á
sama tíma jókst mjög öng-
þveitið í viðhaldi þeirra
bifreiða, sem til eru, og
kostnaðurinn jókst jafn-
framt.
Breytingarnar.
Bifreiðainnflytjendur
unnu að sjálfsögðu að þvi
að kynna ásland þessara
mála fyrir stjórnvöldum og
bera fram tillögur og óskir
um úrbætur. Ekki er vafi
á, að skilningur var í meg-
inatriðum fyrir hendi, þótt
aðstæður hindruðu lengi
vel æskileg viðbrögð. Vit-
anlega má deila um það,
hvort nægilega hafi verið
að unnið af háifu aðila, og
skal ekki út í það farið hér.
En fyrsta skrefið til bóta
var svo stigið í vetur, þeg-
ar álagning á varahluti var
gefin frjáls. Við höfðum
látið gera athugun á af-
komu 9 varahlutaverzlana
1967 og reyndist taprekstur
hjá þeim öllum, mismun-
andi mikill. Þetta, ásamt
ýmsum öðrum upplýsing-
um, var lagt fyrir verð-
lagsnefnd. Og þegar aðal-
fundur Félags ísl. bifreiða-
eigenda, neytenda í þessu
tilfelli, óskaði einnig ein-
dregið eftir því, að álagn-
ing á varahluti yrði gefin
frjáls, sá verðlagsnefnd sér
ekki annað fært en verða
við þessum óskum, þótt það
gildi nú fyrst um sinn að-
eins í 6 mánuði. Þetta
mun hafa í för með sér ó-
verulega hækkun á vara-
hlutaverði, en jafnframt
falla niður sérverð á sér-
pöntunum og þjónustan
batnar. Þegar til lengdar
lætur, kemur það svo enn
fremur til góða, að unnt
verður að fá magnafslætti
erlendis og að aukin sam-
keppni knýr á um fullnægj-
andi birgðahald og hag'-
kvæmt söluverð.
Annað skrefið er svo
það, sem nú er verið að
stíga með niðurfellingu
leyfisgjaldanna. Það lækk-
ar verulega verð á fólks-
bifreiðum og minni vöru-
flutningabifreiðum, nokk-
uð á jeppum, en því miður
ekkert á stærri vöru- og
fólksflutningabifreiðum, er
ekki hafa verið innheimt
af leyfisgjöld. Þegar 3 V2 %
hækkun söluskattsins hef-
ur verið vegin með, lækk-
ar verð fyrst nefndu bif-
reiðanna um nálægt 15%,
jeppanna örlítið, en verð
stóru bifreiðanna hækkar,
sem nemur hækkun sölu-
skattsins. Leigubifreiðar-
stjórar munu að öllum lík-
indum fá tollaívilnun í stað
lægri leyfisgjalda áður.
Mestur vandi er eftir á
höndum þcirra, sem reka
stórar vöru- og fólksflutn-
ingabifreiðar, enda hafa
orðið einhliða hækkanir á
verði þeirra bifreiða, og
nema þær nú yfir 100%
frá 1967. Þessir aðilar hafa
nú lagt fram rökstudda
beiðni um lækkun tolla af
stóru bifreiðunum, og verð-
ur og vænta þess, að þjóð-
hagslegt mat ráði niður-
stöðu málsins, sem raunar
þarf naumast að efa.
Niðurfelling leyfisgjald-
anna gengur i gildi 1. marz
næstk., og er það því lagt á
verð þeirra bifreiða, sem
seldar verða þangað til.
Hins vegar verður endur-
greiddur munurinn á verði
þeirra nú og eftir 1. marz,
þegar niðurfellingin geng-
ur í gildi, og' er það vissu-
lega líklegt til að koma
innflutningi bifreiða fyrr
af stað aftur en ella.
Þessar ráðstafanir, sem
gerðar hafa verið, lofa
góðu út af fyrir sig, enda
þótt bifreiðaverð sé enn
hátt hér á landi og mildu
hærra en í nágrannalönd-
unum. Þær sýna skilning á
þýðingu bifreiðanna fyrir
okkur Islendinga, og á sá
skilningur vonandi eftir að
koma betur í Ijós á næst-
unni og framvegis. Ég lít
því björtum augum á það,
að innflutningur bifreiða
komist á ný í eðlilegt horf
og nauðsynleg hreyfing
komist aftur á bifreiðaeign
lndsmanna.
Framtíðin.
Það sem mestu máli
skiptir nú framundan, er
að lækkað verði með ein-
hverjum hætti verð bifreið-
anna, sem eru einhver milc-
ilvægustu þjónustu- og at-
vinnutæki okkar íslend-
inga og ómissandi hlekkir
í mörgum greinum. Á inn-
flutning þeirra er nú lagð-
ur 40% tollur, en aðeins
25% tollur á innflutning
þungavinnuvéla, sem eru
þó í stórum dráttum svip-
aðs eðlis, enda er farið eins
með varahluti til beggja.
Lækkun tollsins í 25%
myndi strax hafa verulega
Framh. á bls. 64.