Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1971, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.04.1971, Blaðsíða 11
FRJÁLS VERZLUN NR. 4 1971 11 ÍSLAND Ríkisstyrkir Freyr fær mest blaða og tínia- rita, 1.7 mjó. Skilgreining á tekjum og gjöldum ríkisins í fjárlögum 1971, er með ýmsum hætti, mis- jafnlega ítarleg eftir ráðuneyt- um og stofnunum. Á 7 stöðum eru beint tilgreindir styrkir til blaða 00 tímarita eða kaup á þeim. A nokkrum stöðum til viðbótar eru tilgreind framlög til útgáfustarfsemi, án nánari skýringa, og í útgjaldaliðnum „önnur rekstrargjöld" er örugg- lega eitthvað um styrki eða kaup af þessu tagi. Þá er vitað, að a. m. k. dagblöðin njóta sér- kjara hjá póstþjónustunni, en það kemur ekki fram í fjár- lögunum með einum eða nein- um hætti. Meðal gjalda menntamála- ráðuneytisins eru liðirnir „Ice- land Review“ 80 þús. kr., „Lög- berg-Heimskringla“ 174 þús. kr. og „Tímaritið Veðrið" 20 þús. kr. Utanríkisráðuneytið telur m. a. til gjalda „til kaupa á Iceland Review“ 374 þús. kr., landbúnaðarráðuneytið liðinn „Freyr“ 1.692 þús. kr. Og fjár- málaráðuneytið liðina „Til styrktar dagblöðunum“ 1.200 þús. kr. og „Til kaupa á 300 eintökum af hverju dagblaði og aðalmálgagni Samtaka frjálslyndra og vinstri manna“ 3.500 þús. kr. Þetta eru þau blöð og tíma- rit, sem sérstaklega eru nefnd í fjárlögum íslenzka ríkisins 1971, og þar af eru nokkur, sem greinilega njóta verulegra beinna eða óbeinna styrkja úr ríkissjóði. Ekkert mat verður lagt á það hér, hversu réttlát þessi framlög eru, hvert fyrir sig, en þau eru þó augljóslega sprottin af nokkuð mismun- andi forsendum. Ijtflutningur Sjávarafurðir eru enn Vöruútflutningur okkar Is- lendinga í fyrra, 1970, nam tæpum 13 milljörðum króna Ullar og skinnavörur eru fluttar út í sívaxandi mæli fyr- ir gott verð. á móti tæpum 9.5 milljörðum 1969. Sjávarafurðir voru enn sem fyrr uppistaða vöruútflutn- ingsins, en með vaxandi ál- framleiðslu urðu iðnaðarvörur umtalsverður liður í þessum háu tölum. Hér á eftir fara tölur um helztu þætti vöruútflutningsins 1970 og 1969 (innan sviga), og er miðað við fobverð í þús. kr.: Vöruútflutningur í heild var 12.896.627 (9.466.368), þar af voru sjávarafurðir 10.081.433 (7.735.995), landbúnaðarafurð- ir 435.254. (591.288) og iðnað- arvörur 2.227.389 (850.321). Samkvæmt þessum tölum voru sjávarafurðir um 80% vöruútflutningsins í fyrra, þó tæplega það, nákvæmlega 78.17% rúmlega 3% minna en 1969 Eins og sjá má er það þó ekki vegna samdráttar í út- flutningi sjávarafurða, að hlut- fall þeirra minnkar, heldur vegna stórvaxandi útflutnings iðnaðarvara, og þá fyrst og fremst áls. Að sjálfsögðu ber að athuga, að skipting sú milli greina, sem hér er notuð, er ekki sú eina rétta. Fiskiðnaður er tal- inn undir sjávarafurðum, og sömuleiðis á kjöt- og mjólkur- iðnaður hlut í landbúnaðaraf- urðunum. LífeyrissjóAir Bæta vid sig 7 — 800 millj. á þessu ári Eignir 65 lífeyrissjóða, sem Seðlabankinn hefur haft á skrá, námu í árslok 1969 tæp- um þrem milljörðum króna, eða nánar tiltekið kr. 2.925.- 000.000.-. Eignaaukning þeirra á árinu 1969 hafði numið kr. 467.000.000.-. í kjölfar kjara- samninga 1969 hefur lífeyris- sjóðunum fjölgað verulega. FV gizkar á, eftir að hafa leit- að til 7 manna eftir upplýsing- um, þar af 5 opinberra starfs- manna í þrem stofnunum, að sjóðirnir séu nú nálægt 100 talsins. 6 lífeyrissjóðir eru lög- boðnir, að því er FV kemst næst, aðrir tengdir annarri hliðstæðri starfsemi með ein- um eða öðrum hætti og enn aðrir hreinir lífeyrissjóðir, og eru þá allir sjóðirnir utan þess ara 6 lögboðnu myndaðir með frjálsum samtökum innan fé- laga, starfsstétta o. s. frv. Fjölg- un lífeyrissjóðanna kom að mestu til á síðasta ári. Sé svo haldið áfram að gizka á töl- ur í þessu sambandi, nefnir FV hér hugmynd um að eign- ir lífeyrissjóðanna hafi numið röskum þrem milljörðum í árs- lok 1969, þar sem svo virðist að tala Seðlabankans hafi þá þegar verið of lág, og að eigna- aukningin á árinu 1970 með nýjum sjóðum hafi numið 6- Lífeyrissjóður verzlunarfólks mun nú vera annar stærsti líf- eyrissjóðurinn í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.