Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1971, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.04.1971, Blaðsíða 28
28 GREINAR OG VIÐTÖL FRJÁLS VERZLUN NR. 4 1971 Stjórnmálaflokkamir Enginn klofningur í Framsókn EFTIR ÁSMUND EINARSSON. Það er mesti misskilningur, að um klofning sé að ræða í Framsóknarflokknum, þótt á- greiningur sé þar talsverður. Það er jafnmikill misskilning- ur, að tillaga ungra Framsókn- armanna um að flokkur þeirra verði lagður niður, sé þorin fram í fullkominni andstöðu við stefnu leiðtoga Framsókn- arflokksins. Við skulum athuga þetta nánar. Eftir kosningar ’63 tók að renna upp fyrir leiðtog- um Framsóknarfl. að mið- flokks-hlutverki hans væri að ljúka og að fylgisaukning hans væri sama sem stöðvuð. Draum- urinn um að Framsóknarfiokk- urinn gæti orðið ámóta afl í íslenzkum stjórnmálum og Sjálfstæðisflokkurinn, virtist undir þessum kringumstæðum vera búinn, — nema flokkurinn haslaði sér völl á nýjan leik. Um tvo möguleika var að ræða: Að færa sig til hægri og sækja miðstéttafylgi frá Sjálf- stæðisflokknum eða hnika flokknum til vinstri og ná fylgi frá hægfara vinstri mönnum. Síðari leiðin var valin, að und- irlagi Eysteins Jónssonar. Flokkurinn tók að hnika stefnu sinni til þangað til svo var komið að arftaki Eysteins, pró- fessor Ólafur Jóhannesson, gat óhikað gefið eftirfarandi yfir- lýsingu í sjónvarpsþættinum „Setið fyrir svörum“ 17. nóv. sl.: „Ég tel að hugtaksákvörð- unina vinstri eigi að miða við það, hvaða afstöðu menn og flokkar taka til ákveðinna málaflokka t.d. félagsmála, kjaramála, skattamála, at- vinnumála og menningarmála. Þegar sá grundvöllur er hafður þá tel ég Framsóknarflokkinn hiklaust vinstri flokk.“ En leiðtogar Framsóknar- flokksins gerðu sér einnig grein fyrir því, að tilfærsla til vinstri mundi ef til vill ekki nægja Framsóknarflokknum til fylg- isaukningar úr þeirri átt. Skort- ur á samheldni meðal vinstri manna er alþekkt og gamalt fyrirbæri, sem þeir óttuðust, þar sem núverandi kjördæma- skipan skapar vissulega tæki- færi til myndunar smáflokka. Þess vegna fór sú hugsun ekki framhjá Eysteini Jónssyni, að svo kynnu mál að þróast, að Framsóknarflokkurinn yrði að ganga allur inn í nýjan „um- bótaflokk“ með nýju nafni, ef takast ætti að skapa það afi andspænis Sjálfstæðisflokkn- um, sem leiðtoga Framsóknar- manna og raunar alla vinstri menn hefur dreymt um árum saman. Með þessi vandamál í huga ritaði Eysteinn Jónsson áramótahugleiðingar sínar í Tímann 31. desember 1964: „Deildu og drottnaðu, hefur lengi verið mikið einkunnarorð peningavaldsins. En eiga menn ekki að vara sig á því? Þess sjást líka merki víða, og einnig hér í kosningunum síðast, að menn vilja fækka flokkunum og stækka þá. Það er satt, að þar sem kjör- dæmaskipunin býður mönnum svo að segja upp á að stofna smáflokka, er erfiðara en ann- ars staðar að koma upp öflug- um stjórnmálaflokkum og fá hreinar meginlínur, því að það er mannleg náttúra, að í stór- um félagsskap hlýtur að verða ágreiningur um margt, jafnvel þótt meginstefnan sé lík. En því skyldu umbótamenn ekki geta starfað saman í stórum flokki, þótt þá greini á um margt, fyrst fésýsluöflin geta það? Auðvitað eiga umbótamenn að geta þetta, enda gera þeir það í ýmsum löndum, þótt þeir styðjist ekki við þingkosningar í einmenningskjördæmum.“ í framhaldi af þessu segir Eysteinn Jónsson: „Umbótamenn verða að gera sér ljóst, að þeir verða að læra þá sambúðarlist til jafns við íhaldið, og þó betur, að búa til stóra flokka og beita þeim og það engu að síður þótt þá greini á um margt. Ríður nú mest á því, að umbótamenn í landinu fylki sér fast saman með þessi meginsjónarmið í huga, meðan stjórnin stritar við að sitja.“ Foringjar Framsóknarflokks- ins fara sér afarhægt eftir þetta. Eysteinn Jónsson setur fram „Hina leiðina“ fyrir al- þingiskosningarnar 1967 og langar sjálfan ekki mikið í rík- isstjórn. Eftir kosningar halda Framsóknarmenn áfram að þreifa fyrir sér og setja fram frumvörp, sem eiga að fylla út í myndina af „hinni leiðinni“. Ungum Framsóknarmönnum er á svipuðum tíma att út á foraðið, ef svo má segja, því sannarlega vissi flokkurinn ekki alltaf í hvað hann var að stíga á göngu sinni. Undir for- ystu Baldurs Óskarssonar pre- dika þeir svonefnda „endurnýj- aða skipulagshyggju“ og hafa meira að segja hreinræktaðan marxista sér við hönd, er kem- ur gjarnan fram á þeirra veg- um, eða þar til tilvera hans verður eilítið grunsamleg í aug- um sumra Framsóknarmanna. Og sjá, flokkurinn færist stöðugt lengra til vinstri og í fyllingu tímans er því lýst yf- ir að miðflokkahlutverkinu sé lokið, — að Framsóknarflokk- urinn sé orðinn vinstri flokkur. Þessi ummótun flokksstefn- unnar er eins og nú hefur ver- ið lýst aðeins áfangi. Fram- sóknarforingjarnir vilja skapa öfluga hreyfingu gegn Sjálf- stæðisflokknum. En tekst þeim það upp á eigin spýtur eða verða þeir að gera bandalag við aðra flokka og parta úr öðrum flokkum. sem leiðir til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.