Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1971, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.04.1971, Blaðsíða 13
FRJÁLS VERZLUN NR. 4 1971 ÍSLAND 13 gerðist til síðari tíma athugun- ar fyrir taeknimenn. Þá var á fundinum kynntur nýr gatspjaldalesari, sem les 800 eða 1200 IBM spjöld á mínútu og spjaldagatari, sem getur gatað eftir vali 100, 200 eða 300 spjöld á mínútu og út- búa má með lesstöð eða/iog áritunarútbúnaði. Ýmsar aðrar nýjungar voru kynntar og ræddar á fundinum. Frjáls Verzlun spurði Ottó A. Michelsen, forstjóra IBM á íslandi, hvort IBM 370 gerð 135 hentaði fyrir okkar aðstæð- ur, og hvort búast mætti við einhverjum verulegum breyt- ingum á vélakosti þeirra fyr- irtækja sem skipta við IBM í dag: „Allt breytist, einnig þróun rafreikna á íslandi, og því skyldu ekki íslendingar, sem yfirleitt eru fljótir að tileinka sér tæknilegar nýjungar, hag- nýta sér afkastameiri og tækni- lega fullkomnari vélar þegar þær fást við svipuðu verði?“ Fiskverð IJtflutnings- gjald um 1.50 á hvert kg. Verð á fiski til útgerðar (fisk- seljenda) er ákvarðað skv. sér- stökum lögum af Verðlagsráði Rækja er merkilegt fyrirbæri! sjávarútvegsins eða yfirnefnd, náist ekki samkomulag í Verð- lagsráði. Fyrstu lög um Verð- lagsráð voru sett 1961, en þeim hefur verið breytt tvisvar síð- an. Nú er svo kveðið á, að á- kvarðanir um lágmarksverð skuli byggjast á markaðsverði sjávarafurða ei'lendis og með hliðsjón af framleiðslukostnaði hér á landi. í Verðlagsráði eru fulltrúar fiskseljenda og fisk- kaupenda og í yfirnefnd tveir fulltrúar frá hvorum aðila og oddamaður frá Efnahagsstofn- uninni. Fyrirkomulag þetta spratt upp úr erfiðleikum við ákvörð- un fiskverðs, sem oft ullu lang- varandi stöðvun veiða og öðr- um vandræðum. Hins vegar eru ýmsir annmarkar á þessu fyrir- komulagi, og er þar fyrst og fremst um að ræða anga frá al- mennt flóknu sjóða- og styrkja- kerfi í sjávarútvegi og fiskiðn- aði og alls konar tilfærzlur milli greina, sem rugla heildar- myndina. Er þar lengst geng- ið með ákvörðun útflutnings- gjalds í allmörgum myndum og ráðstöfun þess. Nú er talið að þetta gjald eitt nemi að jafnaði um 1.50 kr. á hvert hráefniskíló. Til þess að skýra að nokkru þetta margbrotna útflutnings- gjald og hvernig það er látið spila inn í fjármál sjávarút- vegsins og raunar einnig fjár- magna að nokkru leyti eðlileg- ar aðgerðir ríkisvaldsins í haf- og fiskirannsóknum, fer hér á eftir skilgreining á því: Útflutningsgjaldið er nú inn- heimt í fernu lagi: 1. Almennt gjald, misjafnt eftir tegundum fisks, er t.d. 1.900.00 kr. af tonni af frystum fiskflökum, saltfiski, skreið o.s.frv. 2. 1.25% af fob. verði út- fluttra afurða, sem varið er til Aflatryggingasjóðs. 3. 1.50% af fob. verði til greiðslu á fæðiskostnaði sjómanna. 4. 0.15% af fob. verði til greiðslu á kostnaði við ferskfiskeftirlit. Almenna gjaldið, tilgr. undir 1. lið, skiptist í 7 staði þannig: 1. 76.90%til greiðslu á vá- tryggingariðgjöldum fiski skipa, skv. reglum sjávar- útvegsmálaráðherra. 2. 14.50% til Fiskveiðasjóðs. 3. 4.98% til Fiskimálasjóðs. 4. 1.29% til byggingar haf- og fiskirannsóknarskips. 5. 0.99% til rannsóknar- stofnana sjávarútvegsins. 6. 0.67% til Landssambands ísl. útvegsmanna. 7. 0.67% til samtaka sjó- manna, skv. reglum sjáv- arútvegsmálaráðherra. Þetta gjald er ekki talið til fiskverðs en í aðalatriðum er það þó ekkert annað en viðbót við fiskverðið, greidd með sér- stökum hætti undir handleiðslu ríkisvaldsins. Rækja (Jtflutt fyrir 200 mjó. 1970 Söluverðmæti íslenzkrar rækju árið 1970 nam hart nær 200 milljónum króna, eða 80 millj. kr. hærri upphæð en 1969. Munaði bæði á aflamagni og verði. Rækjuaflinn og nýting hans var þannig 1970 (vantar des- ember) og 1969 (í tonnum): 1970 1969 Heildarafli 3.645* 3.276 Til frystingar 3.426 3.211 Til niðursuðu 109 57 Innanl. neyzla 10 8 *Bráðabirgðatölur um heild- araf’lann allt árið 1970 eru 3.950 tonn. Afurðirnar af rækjunni, sem fara til manneldis, nema um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.