Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1971, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.04.1971, Blaðsíða 57
FRJÁLS VERZLUN NR. 4 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 57 Fríhafnir á alþjóðaflugvöllum Lægst verð í Amsterdam og Keflavík? Alla vega lágt Enda þótt fríhafnarverð á víni og tóbaki sé yfirleitt lágt, borgar sig tæpast að fljúga til Moskvu, Jóhannesarborgar eða Amsterdam, eingöngu til þess að kaupa inn ódýrt vín eða ó- dýrt tóbak. Magntakmörkunin sér fyrir því. Það er létt reikn- isdæmi, að lítir af víni og kart- on af vindlingum er ekki svo ódýrt, að unnt sé að ferðast ókeypis fyrir mismuninn og hagnast samt. En þegar farið er í ferðalag milli landa með flugvélum, er hins vegar sjálfsagt að nota sér lágt verð í fríhöfnunum, að því marki, sem það er heim- ilt, og þá auðvitað fyrst og fremst þar, sem verðið er lægst. Verðið í fríhöfnunum er nefni- lega misjafnt, jafnvel meira en lítið. Lægst verð í Amsterdam og Keflavík? Eftir nokkra rannsókn, sem þó er hvergi nærri tæmandi, er Ijóst, að fríhafnirnar á Schip- hol-flugvelli í Amsterdam í Hollandi og á Keflavíkurflug- velli selja hvað ódýrast, og munar miklu á verðinu þar og t.d. í fríhöfninni á Heathrow- flugvelli í London, a.m.k. í flestum aðalatriðum. Hálfflaska af whisky kostar þannig 1.50 dollara bæði í Am- sterdam og Keflavík, en t.d. hjá Braathens SAFE 1.90. Heii- flaska kostar 2.50 dollara í Am- sterdam, 2.75 í Keflavík og London og 3.00 dollara hjá Braathen. Heilflaska af cognac kostar 2.00 dollara í Keflavík, 3.50 í Amsterdam og 4.95 dollara í London. í fríhöfnum í Skandi- navíu er verðið nálægt 4.50 dollurum. Heilflas'ka af gin kostar 1.55 og allt niður í 1.00 dollara í Amsterdam, 2.00 dollara í Keflavík, 2.20 í London og um 2.40 í Skandinavíu. Vindlaverð er að vonum lágt í Hollandi, en þar stöndum við næstum jafnt að vígi, þótt næsta ótrúlegt sé. Alla vega eru vindlar um eða yfir helm- ingi ódýrari í Amsterdam og í Keflavík en í London, Karton af vindlingum, eða líkkistunöglum, kostar 2.00 doll ara í Amsterdam, 2.25 dollara í Keflavík niður í 1.75, en 3.35 dollara í London. Og þannig má lengi telja áfram ýmsar vörur. T.d. kostar þekkt tegund myndavéla 68.50 dollara í Amsterdam, lítið eitt meira í Keflavík, en 116.25 doll- ara í London. Betra að gleypa ekki agnið. Af þessum samanburði er augljóst, að betra er að fara sér hægt í innkaupum, þegar ferðast er um heiminn, og var- ast það, að lága verðið í sumum fríhöfnunum er í rauninni hátt. Og annað er það, að sums stað- ar eru krónurnar okkar aðeins keyptar með afföllum. Það er vissara að skipta þeim í banka en í fríhöfn. En ekki má heldur gleyma því, að bannað er að fara með of margar krónur út fyrir pollinn. Fríhöfnin á Heathrow-flug- velli í London er dæmi um stað, sem ganga ber varlega um, og svipaða sögu er að segja um fríhafnirnar í Brussel í Belgíu og Kastrup í Kaupmannahöfn. Annars vegar eru vörur dýrar, hins vegar eru krónurnar keyptar lágu verði, nema hvort tveggja sé í sumum tilfellum. Og enda þótt fríhafnirnar á Schiphol-flugvelli og á Kefla- víkurflugvelli séu síður en svo gallalausar frá sjónarmiði ferða ■langsins, bjóða þær alla vega hvað lægst verð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.