Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1971, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.04.1971, Blaðsíða 29
FRJÁLS VERZLUN NR. 4 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 29 Flokkur kallar foringja sína þess að Framsóknarflakkurinn verður lagður niður og nýr flokkur stofnaður? Helgi Bergs, ritari Framsókn- arfl. virðist vera þeirra skoðun- ar, að flokkurinn eigi ekki ann- ars úrkosta. en ganga inn í stærri hreyfingu, er hann segir á miðstjórnarfundi Framsóknar flokksins í apríl 1969: „Því er það nú tímabært, að leitast við að sameina frjálslynd, vinstri sinnuð og lýðræðissinnuð þjóð- félagsöfl í máttugri hreyfingu til þess að skapa þjóðinni póli- tíska forystu á seinasta þriðj- ungi 20. aldarinnar.“ Aðrir — og einnig Helgi Bergs — tala í sömu andrá um eflingu Fram- sóknarflokksins. En enginn má láta það blekkja sig, þótt Framsóknar- foringjarnir og flokkssamtök þeirra lýsi því öðru hvoru yfir, að efling Framsóknarflokksins sé forsenda þess, að þjóðin fái aðra forystu en hún hefur. Auð- vitað heldur flokkurinn í lengstu lög í vonina um að ekki þurfi að leggja hann niður. Aðalatriði þessa máls er að Eysteinn Jónsson, Ólafur Jó- hannesson, Helgi Bergs og aðr- ir foringjar Framsóknarflokks- ins útiloka alls ekki þann mögu- leika að flokkurinn verði lagð- ur niður á næstu árum. Eins og sagt var í upphafi þessa máls er enginn teljandi klofningur í Framséknarfl. í bili. Hann verður nógu mikill samt á næstu árum, ef fyrir- ætlanir Eysteins Jónssonar koma betur í ljós. Allar sögu- sagnir um að kunnir Framsókn- armenn hafi hugsað sér að bjóða sig fram á vegum Hanni- balista eru úr lausu lofti gripn- ar. Engu að síður er nokkur upplausn í flokknum og vafa- mál hvort flokksþingið síðasta hafi úr henni dregið. En upp- lausnarástandið er ekki nema eðlileg afleiðing af því, að hinu gamla hlutverki Framsóknarfl. er endanlega lokið — mið- flokkahlutverkinu — og að nú verður hann að duga eða di’ep- ast í baráttunni á vinstri væng. Ungir Framsóknarmenn hafa ljóstrað upp um leyndar fyr- irætlanir leiðtoga sinna í því skyni að bæta aðstöðu sína á flokksþinginu. Það á ekkert skylt við klofning, heldur er ágreiningurinn — um það, hvort uppljóstrunin hafi verið tímabær svo og um stöðu SUF og leiðtoga þess í framtíðinni. (RitaÖ fyrir flokksþing Fram- sóknarflokksinsJ Landsfundi Sjálfstæðis- flokksins lauk í vissum skiln- ingi með kjöri varaformanns- ins á þriðja degi fundarins. Á- hugi á miðstjórnarkjöri í fram- haldi af varaformannskosningu og afgreiðsla ályktana daginn eftir einkenndist af slakn- andi spennu á fundinum. Sömuleiðis biðu fulltrúarnir kosningarinnar allan þriðjudag og fjölmenntu til kvöldkosning- ar, furðu stilltur og samstæður hópur. Kosning formannsins gekk rösklega og talningin með. Jóhann Hafstein þakkaði fyrir sig, eins og hann væri staddur í litlum, en góðum hópi kunningja og átti það einkar vel við, því að hann átti kosn- ingu sína að mörgu leyti að þakka. að flokksmenn þekkja hann vel og vita hvar þeir 'hafa hann, eins og sagt er. Ég hygg raunar að kosning Jó- hanns Hafstein sé sjaldgæíur atburður í stórmálum Evrópu á síðustu dögum fjölmiðlunar, áróðurstæki og goðsagna- myndunar: Að formaður svo fjölmenns stjórnmálaflokks skuli vera jafn nálægur sínu fólki og Jóhann Hafstein er, — er maður en ekki foringja- mynd. Kosning varaformannsins gekk ekki síður greiðlega en formannskjörið. Þó vai í henni eins og formannskosningunni, kosið án tilnefningar. Atkvæði féllu eingöngu á Geir Hall- grímsson borgarstjóra, og Gunnar Thoroddsen prófessor, en við öðru var naumast að bú- ast, eftir þá baráttu sem háð hafði verið þeirra í milli. Skal tekið skýrt fram að þótt barátt- an hafi verið hörð var hún að langmestu leyti laus við stór- yrði og einkenndist jafnvel meira en búast hefði mátt við að óreyndu, af prúðmennsku þeirra beggja. Samt er trúlegt að fylgismenn beggja hefðu farið hamförum, ef ljóst hefði verið að fylgismunur var lítill, aðeins 47 atkvæði. Þessi nið- urstaða varð hins vegar eins rökrétt og búast mátti við í jafnstórum flokki og af 700-800 manna fundi. Endurkoma í stjórnmálum hefur aldrei ráðist af hæfileik- um, fornri frægð og mikilli reynslu, heldur aðallega af persónulegum tengslum þess, sem á nýjan leik vill taka þátt í stjórnmálum eftir nokkurra ára fjarveru. Endurkoma Gunnars Thoroddsen, eins og hún birtist á landsfundinum, er sennilega óhugsandi meðal stærri þjóða. Fylgið, sem hann fékk, var að magni til eins og hann hefði aldrei hætt stjórn- málaþátttöku. Landsfundarfólk virtist fyllilega skilja hvaða hlutverki hann hefði að gegna og gæti gegnt í framtíðinni fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn. Þessi skilningur, sem byggist á nán- um tengslum manns og flokks, gerir Gunnar Thoroddsen að foringja, en ekki bara áhrifa- manni eða valdamanni. Hlutur Geirs Hallgrímssonar, hvorki stækkaði né minnkaði í þessari kosningu. Hann átti mikið land ónumið. sem glæsi- legt formannsefni, en það land bíður hans ef hann vill. Engu breytir þótt Gunnar Thorodd- sen verði kjörinn formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, en það væri næsta rökrétta framhaldið af þeim aðstæðum, sem sköpuðust við fráfall Bjarna Benediktssonar. Aðalatriðið í þeim kringum- stæðum er ekki hver verði for- maður flokksins í náinni fram- tíð heldur hitt, hvernig flokk- urinn verður á næstu árum. Hann er, eins og stjórnmálin öll í ummótun, meiri eða minni, eftir því hvernig menn vilja á málið líta. En þessi ummótun er samt svo mikil og mikilvæg, straumur hennar svo þungur og óbreyt- anlegur og svo óháður afli eins manns, að formaðurinn verður ekkert aðalatriði. Þessi ummótun hefur eðli árinnar eða fljótsins, sem streymir til óssins. Menn geta auðvitað breytt farveginum, en það jafngildir því að leggja Sjálf- stæðisflokkinn niður. Ég held líka að allar tilraunir valda- manns til að hafa veruleg á- hrif á breytingarnar í stað þess að skilja þær og túlka þær muni verða ámóta þýðingar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.