Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1971, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.04.1971, Blaðsíða 37
37 FRJÁLS VERZLUN NR. 4 1971 GREINAR OG VIÐTÖL aukin starfsemi hefur krafizt. Deildirnar eru Bíladeild. Bíla- verkstæði, (varahlutir og þjón- usta), Véladeild, varahluta- og þjónustudeild vegna vél- anna, og svo loks Raftækja- deild með verzlun og þjónustu. Bíladeildinni stjórnar Árni Bjarnason, Véladeild Sverrir bróðir minn og í Raftækja- deild er Björn Kristmundsson deildarstjóri. Skrifstofustjóri er Lýður Björnsson. ÞEKKT UMBOÐ. FV: Þið hafið mörg þekkt umboð? IS: Það er rétt. Þekktast er líklega umboðið fyrir Vol'ks- ’wagen bílana. Hekla hf. hefur nú flutt inn talsvert á 7. þús- und bíla af þessari gerð frá 1954. Land Rover er einnig þekktur bill hér í hópi fjór- hjóladrifsbílanna, og af hon- um höfum við flutt inn hátt í 3 þúsund bíla síðan 1949, flesta siðan bílainnflutningur var gefinn frjáls 1961. Þá er Caterpillar umboðið, og það er mjög umfangsmikið. Þunga- vinnuvélarnar eru sennilega þekktastar, þær sjást víða við mannvirkjagerð og t.d. voru flestar vélarnar, sem notaðar voru við Búrfellsvirkjun frá Caterpillar. Báta- og skipavél- ar Caterpillar eru einnig þekkt- ar. Og Caterpillar rafstöðvar hafa verið settar upp hér í auknum mæli seinni árin. Hekla h.f. hefur einnig umboð fyrir John Deere, en frá þeim verksmiðjum höfum við eink- „Þekktast er líklega umboðið fyrir Volkswagen bílana.“ VW K70 nýr Volkswagen á íslandi. um flutt inn skurðgröfusam- stæður undanfarin ár. Eins og ég sagði áðan, var dregið úr innflutningi landbúnaðarvéla, og var það þó föður mínum ekki ósárt, því hann hafði allt- af mikinn áhuga á landbúnaði og framgangi hans. Á sínum tíma keypti hann Þingeyrar, sem eru enn í okkar eigu og verða það. Þar bryddaði hann upp á merkilegum nýjungum í notkun landbúnaðarvéla, þar var tekinn í notkun einn fyrsti hjólatraktorinn í Húnavatns- sýslu strax í lok stríðsins, og þar voru fyrst kynnt ýmis tæki eins og heybindivél t.d. Við höfum þvi sterka tilhneigingu til að sinna innflutningi land- búnaðarvéla, þegar og ef að- stæður skapast til að gera það myndarlega. Af raftækjaum- boðum vil ég svo nefna sem dæmi Kenwood. Og nýr Land-Rover fjórhjóladrifsbíll cr að koma, Range Rover, frábrugðinn þeim klassíska. MIKIL ÁHERZLA LÖGÐ Á ÞJÓNUSTUNA. FV: Nú eru þetta allnokkur umboð. En þú sagðir áðan, að vélagerðunum hefði verið fækkað til að geta haldið uppi viðunandi þjónustu, og deilda- skiptingin bendir til hins sama. IS: Já, það hefur alls staðar reynzt tilgangslaust að selja vélar án þjónustu, a.m.k. til lengdar. Þjónustu á þessu sviði er hins vegar dýr og þess vegna er hún erfið hér á landi, þar sem magnið er ekki um að ræða. Til viðbótar hafa svo verðbólguáhrif og verðlagshöft mergsogið fyrirtækin af fjár-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.