Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1971, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.04.1971, Blaðsíða 19
FRJÁLS VERZLUN NR. 4 1971 19 IITLOIMD Olía IMilljarða leit um gervallan heim Heill her olíuleitarmanna er nú á ferðinni um heiminn þver- an og endilangan, í leit að þessu dýrmæta hráefni sem er svo nauðsynlegt til að efnahags- kerfi heimsins geti þróazt á fram. Borunum er haldið áfram dag og nótt, allt frá Norður- skautinu til Afriku og frá Asíu til Suður-Ameríku. Sérfræðing- ar telja að á þessum áratug þurfi að verja minnst milljörð- um dollara í þessar leitir, og könnun sem Chase Manhattan bankinn hefur gert, sýnir að bandarísk fyrirtæki standa undir um 80% af kostnaðinum við að virkja olíulindir hins frjálsa heims. Samanlagt er talið að hinn frjálsi heimur eigi varabirgðir í jörðu sem nema 464 milljörð- um tunna, (olíutunna er 159 lítrar), en árleg notkun er nú 12,4 milljarðar tunna. Fyrr- nefndar varabirgðir eru sú olía sem þegar er vitað um, en sum- ir sérfræðingar telja að auk þess eigi eftir að finnast lindir sem geti gefið minnst 310 milljarða tunna, og af því séu 140 milljarðar á hafsbotni. Að undanförnu hefur athygl- in beinzt mjög að olíulindum á heimskautasvæðum Alaska og Kanada, og er talið að í þeim séu a. m. k. 80 milljarð- ar tunna. Þar fyrir utan séu í Kanada miklar varabirgð- ir á öðrum landssvæðum, og er i fæstum tilfellum nokkuð far- ið að hreyfa við þeim. Þessar birgðir og aðrar svipaðar sem eru fyrir hendi í Bandaríkjun- um, gætu orðið geysi mikilvæg- ur varaforði í hvers konar neyðarástandi í heimsmálun- um. Miklir oliufundir hafa einn- ig verið gerðir annars staðar. Á Norðursjó, út af ströndum Bretlands, Noregs og Hollands hafa fundizt olíulindir sem fjórfalda olíubirgðir Vestur- Evrópu. Vestur-Evrópa er sá orku- markaður sem vex hraðast í heiminum, og hingað til hefur sá markaður orðið að treysta að miklu leyti á olíu frá Mið- austurlöndum og Afríku. Þegar hinu langa borgara- stríði í Nígeriu lauk, náði olíu- iðnaður landsins sér á strik á mjög skömmum tíma, og það hefur tölfræðilega aukið olíu- útflutning Afríku. Fyrir tíu ár- um var Afrí'ka skrifuð fyrir minna en einu prósenti af olíu- framleiðslu í heiminum. í dag eru það tíu prósent. Olíubirgð- ir Nígeríu eru taldar jafnast á við birgðir Libyu sem taldar eru 35 milljarðar tunna, og Angola er einnig í þann veg- inn að verða framleiðandi í stórum stíl. Borturnar eru sí- fellt á ferðinni allt frá Kongó til Mosambique, til að leita olíulinda á hafsbotni. í Asíu, beinist athyglin eink- um að Indónesíu í hinni miklu leit á svæðinu allt frá Burma til Ástralíu. Indónesía fram- leiðir nú milljón tunnur á dag, og talið er að hægt verði að auka framleiðsluna mjög þegar nýjar lindir finnast, en það myndi meðal annars hjálpa til við að fullnægja þörf Japan, sem fer stöðugt vaxandi. Austanvert Kínahaf er af mörgum talið eitt líklegasta svæðið í heiminum til stórkost- legrar olíuvinnslu, og Japan og Suður-Kórea hafa veitt nokkr- um stórum fyrirtækjum leyfi til olíuleitar þar. Þá eru einn- ig bundnar miklar vonir við svæði á Siam flóa, út af Thai- landi. Olíuleit í Ástralíu hefur borið mjög góðan árangur og lindirnar á Barron eyju og í Bass Strait Fields munu gefa af sér um 70% allrar þeirrar olíu sem Ástralía þarfnast næstu tvo eða þrjá áratugina. Þá er og haldið áfram rann- sóknum á öðrum líklegum stöð- um. Þá verður einnig á næstu ár- um varið milljörðum til leitar í Suður-Ameríku, og bráða- birgðarannsóknir hafa þegar sýnt að þar er góð von um að finna miklar lindir. Miðausturlönd munu um ó- fyrirsjáanlega framtíð halda áfram að verða helzta olíu- framleiðslusvæði í heiminum, með sínar 317 milljarða birgð- ir. Bandarísk fyrirtæki fram- leiða nú um helming þeirrar olíu sem streymir upp úr lind- um Miðausturlanda og lágt framleiðsluverð gefur yfir- burði á heimsmarkaðnum. En það er annað olíubirgða- ■ sí' I *vv *' • Norsk tillaga að fljótandi höfn vegna olíuvinnslu í Norðursjónum, sem virðist nú vænlegt olíusvæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.