Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1971, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.04.1971, Blaðsíða 15
FRJÁLS VERZLUN NR. 4 1971 ÍSLAND 15 20-25% af þunga hennar upp úr sjó. Rækjuskelinni hefur til skamms tíma verið hent, en nú um skeið hefur ein verksmiðja á ísafirði, Niðursuðuverksmiðj- an hf., á Torfnesi, malað skel- ina í alifuglafóður og selt mjölið til Þýzkalands. Útflutningsverðmæti frystr- ar rækju og rækjumjöls var þetta 1970 og 1969 (tonn og þús. kr.): 1970: Fryst rækja 768 182.208 Rækjumjöl 43 563 1969: Fryst rækja 625 114.425 Rækjumjöl 7 96 Til viðbótar er svo niður- soðna rækjan, en allt niður- soðið fiskmeti er í einni heild- artölu í hagskýrslum og ekki sundurliðað. Af tölunum má sjá, að með- alútflutningsverð á kg. af frystri rækju hefur verið um 240 kr. 1970. Rækjumjölið hef- ur selzt fyrir 13-14 þús. kr. tonnið. Aflabrögð á rækjuveiðum hafa verið góð að undanförnu, a. m. k. í ísafjarðardjúpi. Hins vegar hefur gætt mikillar tregðu erlendis síðustu mánuð- ina í sölu frystrar rækju, og mun það stafa af miklu fram- boði annars staðar frá. Rækju- verðið mun hafa verið komið upp í um 270-300 kr. hvert kg., en hætta er á að það lækki aftur verulega. Ríkir því nokk- ur óvissa í augnablikinu um afkomu rækjuvinnslunnar. * Isaf jörður Sækja „glóandi gull“ í Djúpið Við ísafjarðardjúp eru fjórir útgerðarstaðir. Þaðan eru gerð- ir út 17 bátar á þorskfiskveið- ar og 48 á rækjuveiðar. Þar eru 5 hraðfrystihús, 7 rækju- verksmiðjur, fiskimjölsverk- smiðjur og almenn fiskverkun. Skammt er á miðin, fyrir Vest- fjörðum og eru þorskfiskmið með þeim beztu við íslands- strendur og í Djúpinu þyrpist rækjan í trollin, þessi gullgló- Rækjulöndun á ísafirði í hinni nýju Sundahöfn þar, tiltölu- lega einföld athöfn. andi skelfiskur, sem reynzt hef- ur hin drýgsta búbót fyrir vestan ár eftir ár. Þorskfiskútgerð og hrað- frystiiðnaður eru máttarstólpar atvinnulífsins við Djúp. Ná- lægð góðra þorskfiskmiða tryggir, svo sem verða má, afla og hráefni. Af 17 bátum, sem nú eru á þorskfiskveiðum frá Bolungarvík, Hnífsdal, ísa- firði og Súðavík, eru 9 með troll og 8 með línu. Þeir, sem eru með troll og hafa verið, afla yfirleitt mjög vel, t.d. mið- að við Akureyrartogarana. En á bátunum eru 11 menn í stað 28-30 manna á togurum, og árangur bátanna því veru- lega hagstæðari hlutfallslega, þótt aflamunur sé nokkur. Út- gerðarmenn við Djúp vilja því binda sig áfram við minni tog- skip, sem henta þeim betur vegna nálægðar miðanna, og frystihúsunum, sem fá hráefni jafnara og nýrra. A. m. k. 6 aðilar við Djúp hafa áhuga á að fá sér um 500 tonna skuttog- ara til endurnýjunar og aukn- ingar 1 þorskfiskútgerðinni. Og verulegar umbætur standa nú yfir hjá hraðfrystihúsunum, m. a. hafa bæði frystihúsin á ísafirði verið stækkuð nýlega. Rækjuveiðar og vinnsla eru annar handleggur. Rækjan er ævintýri þeirra við Djúpið, því þar veiðist 55-70% af árlegum rækjuafla íslendinga, og rækj- an hefur um langt skeið veiðst í vaxandi mæli og selzt fyrir hækkandi verð. Þeir 48 bátar, Og síðan taka þeir nýja kassa næsta morgun. E. t. v. fá þeir í þá 20 þúsund þann daginn? sem gerðir eru út frá stöðunum við Djúp á rækjuveiðar, mega veiða allt að 160 tonnum á viku samanlagt, en hver bátur þó ekki nema 5 tonn á viku. Bát- arnir eru litlir, 5-30 tonn, og yfirleitt aðeins tveir á. Þegar heppnin er með, fást þessi 5 tonn í einum dagróðri eða tveim, og gangi svo út mánuð- inn, getur hluturinn orðið um og yfir 100 þúsund krónur á mann fyrir 6-7 vinnudaga í mánuði! Eins og að líkum læt- ur, er mikið kapp í rækjuveið- unum, þau tvö tímabil á ári, sem þær standa. í hrotunum má jafnvel tala um gullæði, þótt yfirleitt ríki bróðerni milli manna. Rækjuverksmiðjunar hafa síðustu árin komið sér upp vélum til að pilla rækjuna, og eru flestar orðnar vélvæddar. Og með vaxandi afla hefur rækjuverksmiðjum fjölgað og þær stækkað. Þróunin hefur verið örust á ísafirði, en af 48 rækjubátum eru nú 34 gerð- ir út þaðan, og 4 af 7 verk- smiðjum við Djúp eru á ísa- firði. Ekki liggur fyrir, hvert út- flutningsverðmæti fiskafurða frá útgerðarstöðunum 4 við ísafjarðardjúp er. En það er örugglega mikið hlutfallslega, þar sem stutt er að sækja afl- ann og hann er allur unninn mjög ferskur. Gizkað hefur verið á, að þorskfiskafurðirnar seljist fyrir hátt í 400 milljón- ir á ári, og víst er að rækjuaf- urðirnar losa vel 100 milljóiV'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.