Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1971, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.04.1971, Blaðsíða 9
FRJÁLS VERZLUN NR. 4 1971 9 BRÉF TIL RITSTJÓRIMAR Er hveitimylla arðbær fjár- festing? Eins og lesendur FRJÁLSR- AR VERZLUNAR hafa e.t.v. séð hefur hugmyndarinnar að stofnun hveitimyllu á íslandi verið að nokkru getið í síðustu 2 tbl. í fréttapistli og ummæl- um ritstjóra hefur gætt efa- semdar um, að hér væri nægi- lega ígrundað mál á ferðinni, og á það bent, að ef þessi 140 milljóna fjárfesting stæðist ekki, yrðu vafalaust farnar troðnar slóðir, — fyrirtækið sagt til sveitar og ríkisvaldið veitti því vernd í formi einok- unarréttinda. Ég er ritstjóra FRJÁLSRAR VERZLUNAR þakklátur fyrir að vekja athygli á einmitt þess- ari hlið málsins, vegna þess að það er allt of algengt, að í nafni einkaframtaks og frjálsra við- skiptahátta hafi verið ráðist í fjárfestingu án nægilegrar fyr- irhyggju með fyrrgreindum af- leiðingum. Á sama hátt er ég ritstjóranum þakklátur fyrir að styðja mál sitt efnislegum rök- um, einkum er varðar útreikn- inga á arðsemi fjárfestingar- innar, en það er meira en ég get sagt um nokkurn þann ann- an, sem ég hef heyrt andmæla gildi hugmyndarinnar að stofn- un hveitimyllu hérlendis í þau 3 ár, sem ég hef beitt mér fyr- ir henni. Þar sem ég er í hópi þeirra, sem vafalaust verður kennt um, ef illa tekst til með rekstur hveitimyllunnar, finnst mér nauðsynlegt að skýra frá því á þessum vettvangi, hvers vegna ég vil taka þá áhættu, þrátt fyrir ótal varnaðarorð, — einkum af hálfu væntanlegra keppinauta myllunnar! Hvort hveitimylla sé arðbær fjárfesting, sem standist frjálsa samkeppni, er spurning, sem reynslan ein getur gefið endan- legt svar við. Þannig er með öll fyrirtæki. Þess vegna verð- ur að umorða slíka spurningu á þann veg, hvort líkur séu fyr- ir. að svo verði. í leit að sennilegu svari verð- ur að gefa sér forsendur, — því næst að draga ályktanir, mismunandi haldgóðar, — allt eftir dómgreind þess, sem álykt- ar, og sennileika forsendanna. Eftir að forsendur í einhverju máli hafa verið gefnar og greint frá því, með hvaða hætti ályktanir hafi verið dregnar, hrekkur sú gagnrýni skammt, sem ekki vegur að öðru tveggja: forsendum aða álykt- unargáfu! f leit að svari við spurning- unni um, hvort hveitimylla sé skynsamleg fjárfesting, hafa verið gefnar þessar forsendur: Markaðsstærð: Hveiti 8-9.000 tonn/ári Fóður 3.000 tonn/ári Samtals 11-12.000 tonn/ári Myllustærð: 50 tonn/dag Stofnkostnaður: Fastafjármunir 100.000.000 kr. Veltufjármunir 35.000.000 kr. Samtals 135.000.000 kr. Kornverð CIF: 6.500 kr/tonn Breytilegur kostnaður: 1.100 kr /tonn. Fastur kostnaður: 26.300.000 kr/ári. Söluverð: Fóður 6.000 kr/tonn Hveiti 12.750 kr/tonn Meðalverð 11.100 kr/tonn Af framangreindum forsend- um dreg ég þá lyktun, að nauð- synlegt meðalverð, sem myllan þyrfti að fá fyrir vöru sína miðað við mismunandi mark- aðshlutdeild, sé eftirfarandi. Gert ráð fyrir 10% ávöxtun hlutafjár og að vélakostur verði afskrifaður á 10 árum: A. 100% markaðshlutdeild Meðalverð 9.790 kr/tonn= 11.8% verðlækkun B. 75% markaðshlutdeild Meðalverð 10.520 kr/tonn= 5.3% verðlækkun C. 65% markaðshlutdeild Meðalverð 10.840 kr/tonn= 2.5% verðlækkun. Séu ofangreindar forsendur og útreikningar nærri lagi, ætti að vera ljóst, hvers vegna hveitimyllan ekki aðeins „þai*f“ 65% markað, heldur mun sækjast eftir 100% markaði í frjálsri samkeppni. Einni spurningu er þó ósvar- að eins og ristj. FV hefur bent réttilega á: Hvað er líklegt, að innflutt hveiti lækki mikið í verði, er innlend hveitimilla bætist í hóp þeirra fjölmörgu, sem nú bítast um markaðinn? Líklegastir til að svara þess- ari spurningu öðrum betur eru núverandi innflytjendur hveit- is. Álíti þeir verðlækkun senni- lega, mætti spyrja á móti: Hvers vegna hefur ekki hver þeirra um sig lækkað fram til þessa sitt hveitiverð á kostnað kejipinauta sinna? Á meðan slíkt gerist ekki tel Þarna í Sundahöfn, við kornhlöðuna, er hveitimyllunni hagsaður staður. FV-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.