Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1971, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.04.1971, Blaðsíða 61
FRJÁLS VERZLUN NR. 4 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 61 Bandaríkin Erlend fjárfesting vel þegin Gert er ráð fyrir að beinar erlendar fjárfestingar í Banda- ríkjunum haldi áfram að vaxa í nánustu framtíð, þar sem er- lend fyrirtæki leitast við að auka framleiðslu sína og þann stjórnunarlega og efnahagslega styrk, sem nauðsynlegur er til að geta komist inn á samkeppn- isharðan en mjög arðbæran markað í landinu. í lok ársins 1969 námu slíkar fjárfestingar 11.8 milljörðum dollara og höfðu þá í fyrsta skipti aukist um meira en millj- arð dollara á eihti ári. Þessi aukning erlendrar fjárfestingar í Bandaríkjunum. undirstrikar mikilvægi óhindraðar yfir- færslu höfuðstóls — frelsis til að fjárfesta. Slíkar fjárfesting- ar bera vitni um þróunina til eins heimsmarkaðskerfis. Fjárfestingar erlendis frá áttu mikinn hluta í myndun og uppbyggingu efnahagskerfis Bandaríkjanna og framleiðslu- þróuninni. Það var ekki fyrr en í fyrri heimsstyrjöldinni sem Bandaríkin gátu farið að flyt.ja út fjármagn til verulegra fjárfestinga erlendis, en þróun- in í þeim málum hefur verið ör. Sem fyrr segir nema erlend- ar f.járfestingar í Bandaríkjun- um hér um bil tólf milljörðum dollara, en á sama tíma nema beinar bandarískar fjárfesting- ar í öðrum löndum um sjötíu milljörðum dollara. En fjárfestingar annarra landa í Bandaríkjunum vaxa nú mun hraðar en bandarískar fjárfestingar útávið. Hér er ein- ungis átt við beinar fjárfesting- ar, ekki verðbréf eða lóðir. I dag eru meira en 700 banda- rísk framleiðslufyrirtæki í eigu 500 erlendra félaffa. Mörg þeirra hafa verið í Bandaríkj- unum í fleiri mannsaldra, en flest risu upp í fiárfestingaröld- unni sem gekk yfir í lok fimmta áratugsins. Mesta fjárfestingin hefur komið frá Bretlandi, hún nem- ur samtals um 3,5 milljörðum dollara og hennar vegna hafa risið um 107 fyrirtæki. Næst i röðinni er Kanada, þá Holland og hlutar Vestur-Þýzkalands og Japan, fer stöðugt vaxandi. Nýlegar rannsóknir Banda- ríska verzlunarmálaráðuneytis- ins, og einkaaðila, leiddu í ljós að erlend fyrirtæki fjárfesta í Bandaríkjunum mestmegnis af sömu ástæðu og Bandaríkin fjárfesta erlendis; til að taka beinan þátt í meiriháttar mark- aði sem er í örum vexti og ekki er hægt að fullnægja með út- flutningi erlendis frá. Erlend fyrirtæki koma einn- ig til Bandaríkjanna af ýms- um sérástæðum. Sum minni fyr- irtækjanna hafa komið vegna krafa helztu viðskiptavina þeirra. Önnur vegna þess að framleiðsla þeirra var ekki fá- anleg í Bandaríkjunum fyrir, og önnur vegna þess að þau hafa bannað eitthvað sem ekki er markaður fyrir í þeirra eig- in landi. Það er engin ein sérstök þró- un sem leiðir til fjárfestinga. Flest fyrirtækin hafa kynnst bandarískum markaði og við- tökum sem framleiðsla þeirra fær þar, gegnum útflutning, og komist að þedrri niðurstöðu að hluti þeirra af markaðinum yrði stærri og öryggið meira, ef verksmiðjurnar væru á staðnum. Hér er bezt að gefa nokkur dæmi um fyrirtæki sem nýlega hafa fjárfest til framleiðslu í Bandarikjunum, og ástæðurnar til þess að það var gert. Bekaert Steel Wire Corpor- ation, dótturfyrirtæki belgisks stálframleiðslufyrirtækis, tók í notkun eigin verksmiðju í Rome í Georgíu árið 1970, eft- ir að hafa flutt framleiðslu sína til Bandaríkjanna í fjóra ára- tugi. frá verksmiðjunum í Belg- íu. Þetta var gert bæði til að fá nánara samband við banda- ríska viðskintavini, og vegna þess að fyrirtækið vildi stytta ,,flutningsleiðina“. Verksmiðj- an í Georgíu mun áður en langt um líður framleiða 1000 tonn á mánuði, og gert er ráð fvrir að árið 1975, muni vinna þar um 500 manns. Courtaulds (North Ameri- can) Inc., dótturfyrirtæki hins stóra brezka efnaframleiðslu- fyrirtækis, hefur síðan 1952, tekið í notkun, og stækkað tvær verksmiðjur í Mobile, Alabama, til að framleiða ray- on og nylon garn. Samanlagt vinna þar 1100 manns og til að reisa verksmiðjurnar þurfti margra milljón dollara fjárfest- ingu sem öll kom erlendis frá. International Disposables Bandaríkst-franskt álver (85 þús. tonn) í Maryland í Bandaríkj- uiium.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.