Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1971, Page 61

Frjáls verslun - 01.04.1971, Page 61
FRJÁLS VERZLUN NR. 4 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 61 Bandaríkin Erlend fjárfesting vel þegin Gert er ráð fyrir að beinar erlendar fjárfestingar í Banda- ríkjunum haldi áfram að vaxa í nánustu framtíð, þar sem er- lend fyrirtæki leitast við að auka framleiðslu sína og þann stjórnunarlega og efnahagslega styrk, sem nauðsynlegur er til að geta komist inn á samkeppn- isharðan en mjög arðbæran markað í landinu. í lok ársins 1969 námu slíkar fjárfestingar 11.8 milljörðum dollara og höfðu þá í fyrsta skipti aukist um meira en millj- arð dollara á eihti ári. Þessi aukning erlendrar fjárfestingar í Bandaríkjunum. undirstrikar mikilvægi óhindraðar yfir- færslu höfuðstóls — frelsis til að fjárfesta. Slíkar fjárfesting- ar bera vitni um þróunina til eins heimsmarkaðskerfis. Fjárfestingar erlendis frá áttu mikinn hluta í myndun og uppbyggingu efnahagskerfis Bandaríkjanna og framleiðslu- þróuninni. Það var ekki fyrr en í fyrri heimsstyrjöldinni sem Bandaríkin gátu farið að flyt.ja út fjármagn til verulegra fjárfestinga erlendis, en þróun- in í þeim málum hefur verið ör. Sem fyrr segir nema erlend- ar f.járfestingar í Bandaríkjun- um hér um bil tólf milljörðum dollara, en á sama tíma nema beinar bandarískar fjárfesting- ar í öðrum löndum um sjötíu milljörðum dollara. En fjárfestingar annarra landa í Bandaríkjunum vaxa nú mun hraðar en bandarískar fjárfestingar útávið. Hér er ein- ungis átt við beinar fjárfesting- ar, ekki verðbréf eða lóðir. I dag eru meira en 700 banda- rísk framleiðslufyrirtæki í eigu 500 erlendra félaffa. Mörg þeirra hafa verið í Bandaríkj- unum í fleiri mannsaldra, en flest risu upp í fiárfestingaröld- unni sem gekk yfir í lok fimmta áratugsins. Mesta fjárfestingin hefur komið frá Bretlandi, hún nem- ur samtals um 3,5 milljörðum dollara og hennar vegna hafa risið um 107 fyrirtæki. Næst i röðinni er Kanada, þá Holland og hlutar Vestur-Þýzkalands og Japan, fer stöðugt vaxandi. Nýlegar rannsóknir Banda- ríska verzlunarmálaráðuneytis- ins, og einkaaðila, leiddu í ljós að erlend fyrirtæki fjárfesta í Bandaríkjunum mestmegnis af sömu ástæðu og Bandaríkin fjárfesta erlendis; til að taka beinan þátt í meiriháttar mark- aði sem er í örum vexti og ekki er hægt að fullnægja með út- flutningi erlendis frá. Erlend fyrirtæki koma einn- ig til Bandaríkjanna af ýms- um sérástæðum. Sum minni fyr- irtækjanna hafa komið vegna krafa helztu viðskiptavina þeirra. Önnur vegna þess að framleiðsla þeirra var ekki fá- anleg í Bandaríkjunum fyrir, og önnur vegna þess að þau hafa bannað eitthvað sem ekki er markaður fyrir í þeirra eig- in landi. Það er engin ein sérstök þró- un sem leiðir til fjárfestinga. Flest fyrirtækin hafa kynnst bandarískum markaði og við- tökum sem framleiðsla þeirra fær þar, gegnum útflutning, og komist að þedrri niðurstöðu að hluti þeirra af markaðinum yrði stærri og öryggið meira, ef verksmiðjurnar væru á staðnum. Hér er bezt að gefa nokkur dæmi um fyrirtæki sem nýlega hafa fjárfest til framleiðslu í Bandarikjunum, og ástæðurnar til þess að það var gert. Bekaert Steel Wire Corpor- ation, dótturfyrirtæki belgisks stálframleiðslufyrirtækis, tók í notkun eigin verksmiðju í Rome í Georgíu árið 1970, eft- ir að hafa flutt framleiðslu sína til Bandaríkjanna í fjóra ára- tugi. frá verksmiðjunum í Belg- íu. Þetta var gert bæði til að fá nánara samband við banda- ríska viðskintavini, og vegna þess að fyrirtækið vildi stytta ,,flutningsleiðina“. Verksmiðj- an í Georgíu mun áður en langt um líður framleiða 1000 tonn á mánuði, og gert er ráð fvrir að árið 1975, muni vinna þar um 500 manns. Courtaulds (North Ameri- can) Inc., dótturfyrirtæki hins stóra brezka efnaframleiðslu- fyrirtækis, hefur síðan 1952, tekið í notkun, og stækkað tvær verksmiðjur í Mobile, Alabama, til að framleiða ray- on og nylon garn. Samanlagt vinna þar 1100 manns og til að reisa verksmiðjurnar þurfti margra milljón dollara fjárfest- ingu sem öll kom erlendis frá. International Disposables Bandaríkst-franskt álver (85 þús. tonn) í Maryland í Bandaríkj- uiium.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.