Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1971, Page 9

Frjáls verslun - 01.04.1971, Page 9
FRJÁLS VERZLUN NR. 4 1971 9 BRÉF TIL RITSTJÓRIMAR Er hveitimylla arðbær fjár- festing? Eins og lesendur FRJÁLSR- AR VERZLUNAR hafa e.t.v. séð hefur hugmyndarinnar að stofnun hveitimyllu á íslandi verið að nokkru getið í síðustu 2 tbl. í fréttapistli og ummæl- um ritstjóra hefur gætt efa- semdar um, að hér væri nægi- lega ígrundað mál á ferðinni, og á það bent, að ef þessi 140 milljóna fjárfesting stæðist ekki, yrðu vafalaust farnar troðnar slóðir, — fyrirtækið sagt til sveitar og ríkisvaldið veitti því vernd í formi einok- unarréttinda. Ég er ritstjóra FRJÁLSRAR VERZLUNAR þakklátur fyrir að vekja athygli á einmitt þess- ari hlið málsins, vegna þess að það er allt of algengt, að í nafni einkaframtaks og frjálsra við- skiptahátta hafi verið ráðist í fjárfestingu án nægilegrar fyr- irhyggju með fyrrgreindum af- leiðingum. Á sama hátt er ég ritstjóranum þakklátur fyrir að styðja mál sitt efnislegum rök- um, einkum er varðar útreikn- inga á arðsemi fjárfestingar- innar, en það er meira en ég get sagt um nokkurn þann ann- an, sem ég hef heyrt andmæla gildi hugmyndarinnar að stofn- un hveitimyllu hérlendis í þau 3 ár, sem ég hef beitt mér fyr- ir henni. Þar sem ég er í hópi þeirra, sem vafalaust verður kennt um, ef illa tekst til með rekstur hveitimyllunnar, finnst mér nauðsynlegt að skýra frá því á þessum vettvangi, hvers vegna ég vil taka þá áhættu, þrátt fyrir ótal varnaðarorð, — einkum af hálfu væntanlegra keppinauta myllunnar! Hvort hveitimylla sé arðbær fjárfesting, sem standist frjálsa samkeppni, er spurning, sem reynslan ein getur gefið endan- legt svar við. Þannig er með öll fyrirtæki. Þess vegna verð- ur að umorða slíka spurningu á þann veg, hvort líkur séu fyr- ir. að svo verði. í leit að sennilegu svari verð- ur að gefa sér forsendur, — því næst að draga ályktanir, mismunandi haldgóðar, — allt eftir dómgreind þess, sem álykt- ar, og sennileika forsendanna. Eftir að forsendur í einhverju máli hafa verið gefnar og greint frá því, með hvaða hætti ályktanir hafi verið dregnar, hrekkur sú gagnrýni skammt, sem ekki vegur að öðru tveggja: forsendum aða álykt- unargáfu! f leit að svari við spurning- unni um, hvort hveitimylla sé skynsamleg fjárfesting, hafa verið gefnar þessar forsendur: Markaðsstærð: Hveiti 8-9.000 tonn/ári Fóður 3.000 tonn/ári Samtals 11-12.000 tonn/ári Myllustærð: 50 tonn/dag Stofnkostnaður: Fastafjármunir 100.000.000 kr. Veltufjármunir 35.000.000 kr. Samtals 135.000.000 kr. Kornverð CIF: 6.500 kr/tonn Breytilegur kostnaður: 1.100 kr /tonn. Fastur kostnaður: 26.300.000 kr/ári. Söluverð: Fóður 6.000 kr/tonn Hveiti 12.750 kr/tonn Meðalverð 11.100 kr/tonn Af framangreindum forsend- um dreg ég þá lyktun, að nauð- synlegt meðalverð, sem myllan þyrfti að fá fyrir vöru sína miðað við mismunandi mark- aðshlutdeild, sé eftirfarandi. Gert ráð fyrir 10% ávöxtun hlutafjár og að vélakostur verði afskrifaður á 10 árum: A. 100% markaðshlutdeild Meðalverð 9.790 kr/tonn= 11.8% verðlækkun B. 75% markaðshlutdeild Meðalverð 10.520 kr/tonn= 5.3% verðlækkun C. 65% markaðshlutdeild Meðalverð 10.840 kr/tonn= 2.5% verðlækkun. Séu ofangreindar forsendur og útreikningar nærri lagi, ætti að vera ljóst, hvers vegna hveitimyllan ekki aðeins „þai*f“ 65% markað, heldur mun sækjast eftir 100% markaði í frjálsri samkeppni. Einni spurningu er þó ósvar- að eins og ristj. FV hefur bent réttilega á: Hvað er líklegt, að innflutt hveiti lækki mikið í verði, er innlend hveitimilla bætist í hóp þeirra fjölmörgu, sem nú bítast um markaðinn? Líklegastir til að svara þess- ari spurningu öðrum betur eru núverandi innflytjendur hveit- is. Álíti þeir verðlækkun senni- lega, mætti spyrja á móti: Hvers vegna hefur ekki hver þeirra um sig lækkað fram til þessa sitt hveitiverð á kostnað kejipinauta sinna? Á meðan slíkt gerist ekki tel Þarna í Sundahöfn, við kornhlöðuna, er hveitimyllunni hagsaður staður. FV-

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.