Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1971, Side 57

Frjáls verslun - 01.04.1971, Side 57
FRJÁLS VERZLUN NR. 4 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 57 Fríhafnir á alþjóðaflugvöllum Lægst verð í Amsterdam og Keflavík? Alla vega lágt Enda þótt fríhafnarverð á víni og tóbaki sé yfirleitt lágt, borgar sig tæpast að fljúga til Moskvu, Jóhannesarborgar eða Amsterdam, eingöngu til þess að kaupa inn ódýrt vín eða ó- dýrt tóbak. Magntakmörkunin sér fyrir því. Það er létt reikn- isdæmi, að lítir af víni og kart- on af vindlingum er ekki svo ódýrt, að unnt sé að ferðast ókeypis fyrir mismuninn og hagnast samt. En þegar farið er í ferðalag milli landa með flugvélum, er hins vegar sjálfsagt að nota sér lágt verð í fríhöfnunum, að því marki, sem það er heim- ilt, og þá auðvitað fyrst og fremst þar, sem verðið er lægst. Verðið í fríhöfnunum er nefni- lega misjafnt, jafnvel meira en lítið. Lægst verð í Amsterdam og Keflavík? Eftir nokkra rannsókn, sem þó er hvergi nærri tæmandi, er Ijóst, að fríhafnirnar á Schip- hol-flugvelli í Amsterdam í Hollandi og á Keflavíkurflug- velli selja hvað ódýrast, og munar miklu á verðinu þar og t.d. í fríhöfninni á Heathrow- flugvelli í London, a.m.k. í flestum aðalatriðum. Hálfflaska af whisky kostar þannig 1.50 dollara bæði í Am- sterdam og Keflavík, en t.d. hjá Braathens SAFE 1.90. Heii- flaska kostar 2.50 dollara í Am- sterdam, 2.75 í Keflavík og London og 3.00 dollara hjá Braathen. Heilflaska af cognac kostar 2.00 dollara í Keflavík, 3.50 í Amsterdam og 4.95 dollara í London. í fríhöfnum í Skandi- navíu er verðið nálægt 4.50 dollurum. Heilflas'ka af gin kostar 1.55 og allt niður í 1.00 dollara í Amsterdam, 2.00 dollara í Keflavík, 2.20 í London og um 2.40 í Skandinavíu. Vindlaverð er að vonum lágt í Hollandi, en þar stöndum við næstum jafnt að vígi, þótt næsta ótrúlegt sé. Alla vega eru vindlar um eða yfir helm- ingi ódýrari í Amsterdam og í Keflavík en í London, Karton af vindlingum, eða líkkistunöglum, kostar 2.00 doll ara í Amsterdam, 2.25 dollara í Keflavík niður í 1.75, en 3.35 dollara í London. Og þannig má lengi telja áfram ýmsar vörur. T.d. kostar þekkt tegund myndavéla 68.50 dollara í Amsterdam, lítið eitt meira í Keflavík, en 116.25 doll- ara í London. Betra að gleypa ekki agnið. Af þessum samanburði er augljóst, að betra er að fara sér hægt í innkaupum, þegar ferðast er um heiminn, og var- ast það, að lága verðið í sumum fríhöfnunum er í rauninni hátt. Og annað er það, að sums stað- ar eru krónurnar okkar aðeins keyptar með afföllum. Það er vissara að skipta þeim í banka en í fríhöfn. En ekki má heldur gleyma því, að bannað er að fara með of margar krónur út fyrir pollinn. Fríhöfnin á Heathrow-flug- velli í London er dæmi um stað, sem ganga ber varlega um, og svipaða sögu er að segja um fríhafnirnar í Brussel í Belgíu og Kastrup í Kaupmannahöfn. Annars vegar eru vörur dýrar, hins vegar eru krónurnar keyptar lágu verði, nema hvort tveggja sé í sumum tilfellum. Og enda þótt fríhafnirnar á Schiphol-flugvelli og á Kefla- víkurflugvelli séu síður en svo gallalausar frá sjónarmiði ferða ■langsins, bjóða þær alla vega hvað lægst verð.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.