Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1971, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.09.1971, Blaðsíða 17
Bandaríkin Hyggjast fram- leiða Cadillac- smábíl! Cadillacdeild General Motors- verksmiðjanna í Bandaríkjun- um undirbýr sig nú undir þátt- töku í smábílasamkeppninni og hefur fyrirtækið látið gera lík- an úr leir af litlum Cadillac, sem hugsanlegt er að verði sett- ur á markaðinn árið 1973- Þess- um bíl yrði fyrst og fremst ætl- að að keppa við Mercedes Benz, sem náð hefur miklum vinsæld- um á Bandaríkjamarkaði, sem lítill cadillac. Sagði forstjóri Cadillacdeildarinnar á fundi með fréttamönnum fyrir skömmu að hann liti hina miklu sölu Benzins í Banda- ríkjunum öfundaraugum. Salan jókst um 17% á sl ári og það sem af er þessu ári hefur hún aukist um 36%. Benzinn þykir mikill lúxusbíll, en minni og þægilegri í umferð heldur en hinn risastóri Cadillac. Frakkland Sðæmt veðurfar dregur úr kampavínsfram- Reiðslunni Marcel Lugan framkvæmda- stjóri franska víngæðaeftirlits- ins sagði á fundi með frétta- mönnum nú fyrir skömmu, að allt útlit væri fyrir að kampa- vínsframleiðsla myndi stór- minnka í ár miðað við fram- leiðslu ársins 1970. Það ár voru framleiddar um 108 milljón flöskur. Ástæðan fyrir þessari minnkun er mjög slæmt veður- far í vínhéruðum Frakklands í júní, sem varð til þess að vín- berjarunnar náðu ekki að þroskast á stórum svæðum. Til huggunar þeim, sem elska að sötra þennan ljúffenga loft- bólumjöð, skal tekið fram að Lugan sagði að gæði vínsins í ár yrði að öllum líkindum tals- vert betri en í fyrra. Hann sagð- ist gera ráð fyrir að heildar- framleiðslan yrði eitthvað um 60 milljón flöskur í ár- Sem kunnugt er var árið 1970 algert metuppskeruár hjá vín- framleiðendum í Frakklandi, eða um 22% meiri en í meðal- ári. Héruðin sem verst urðu úti í ár af völdum veðursins eru Loire, Bordeaux, Cham- pagne og Cote du Rhone. Grænland Selja 99lifandl ís“ úr jöklinum Það nýjasta, sem ekki má skorta í vel búnum bar, hvort sem er vestan hafs eða austan, er „lifandi ís“ úr Grænlands- jökli. Konunglega Grænlands- verzlunin lætur nú mylja ís í neytendaumbúðir, merktar „Ice Cap Rocks“, og selur bæði í Evrópu og Bandaríkjunum við vaxandi vinsældir. Vinnslan fer fram í Jakobshavn, á vest- urströnd Grænlands, en þar renna daglega í sjó fram um 20 milljónir tonna af jökulís, svo að hægt er um vik. ísinn, sem pakkað er til sölu, er tekinn úr neðri jökullögum, og sá ís er þeim eiginleikum gæddur, að vera í senn pressaður af efri jökullögum og með loftbólur faldar í sér, sem gefa ísnum lífið, þegar hann bráðnar í guða- veigum eða með öðrum hætti. Tæpast er hætta á, að ísbirgð- ir heimsins þrjóti, meðan miðlað verður af Grænlandsjökli. Jök- ullinn er um 2.500 km frá norðri til suðurs og um 1.000 km frá austri til vesturs, en þykktin er um 3.000 metrar. Ef allur jökullinn bráðnaði skyndi- lega, myndi það svara til þess, að öll heimshöfin hækkuðu um 8 metra. Japan Dýrt er Droffins orðiö: Flaskan af Skota kostar 2500 kr. Japanir tilkynntu fyrir skömmu umfangsmikla tilslök- un á innflutningskvótum, sem ýmsir erlendir viðskiptavinir fögnuðu mjög Nú virðist sem þessi fögnuður hafi verið frek- ar ótímabær því að lítið bólar á innflutningsflóðinu, sem menn spáðu. Japanir lækkuðu nefnilega ekki tollana er þeir juku kvótana. Fyrir Japani, sem kjósa skozkt viskí fremur en japönsku veigarnar hefur þetta enga breytingu í för með sér, því að þeir verða eftir sem áður að borga 28 dollara fyrir flösku af Black Label viskí. (um 2500 ísl. kr. og svo eru íslendingar að kvarta). Hinn nýi innflutningskvóti á Skota tók gildi um síðustu ára- mót, en verðið hélzt óbreytt- Rykfallnar Skotaflöskur í jap- anskri áfengisverzlun. Japanska verðlagseftirlitið fyr- irskipaði síðan rannsókn á á- stæðunni, en sú rannsókn stóð stutt og er henni lauk neituðu rannsóknarmenn að skýra frá niðurstöðunum, sem þeir stungu snarlega undir stól. Skozkir viskíframleiðendur hallast helzt að því að mafía japanskra viskíframieiðenda hafi sett stjórninni stólinn fyrir dyrnar FV 9 1971 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.