Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1971, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.09.1971, Blaðsíða 51
Þannig er víða umhorfs utan við frystihúsin nú. Þessu á aS breyta á nœstu misserum. GBÓ: Sjávarútvegurinn hef- ur all mikla sérstöðu í íslenzku þjóðfélagi, hvað það snertir, að honum eru skammtaðir allir helztu kostnaðarliðir. svo sem hráefni, laun og þjónusta, en hann getur ekki verðlagt sína vöru á sama hátt og þjónustu- fyrirtæki og þau fyrirtæki sem selja sína framleiðslu á innan- landsmarkaði. Afkoma sjávar- útvegs byggist á heimsmarkaðs- verði, — en á það hefur ísland aðeins takmörkuð áhrif — og skráningu íslenzks gjaldmiðils. Það er ein af frumskyldum stjórnarvalda á hverjum tíma að gæta þess. að rekstursgrund- völlur þessarar atvinnugreinar sé tryggður með réttri gengis- skráningu. Þetta er tæpast hægt að fara nánar út í hér, en þetta er að sjálfsögðu undir- stöðuatriði, sem þýðingu hefur í sambandi við möguleika til á- framhaldandi framþróunar fisk- iðnaðarins i landinu. ALLS STAÐAR ÚRBÓTA- ÞÖRF í SJÁLFUM REKSTRINUM FV: Hvað er þá að segja um það sem við gjarnan köllum tæknilegt ástand og horfur, með tilliti til þess, að á döfinni eru mun strangari kröfur um hollustuhætti? EGK: Það var auðvitað orð- ið Ijóst, að margvíslegar endur- bætur yrði að gera í hraðfrysti- iðnaðinum í tiltölulega stóru stökki, eftir að þessi atvinnu- grein hafði orðið illa úti og ekk- ert getað byggt sig upp að gagni um langt skeið. Að vísu má segja, að í lengstu lög hafi verið reynt að bæta vélakost og tæki, til þess að halda húsun- um rekstrarhæfum, miðað við samkeppnisaðstöðu á erlendum mörkuðum. En það gefur auga leið, að hús mörg hver gömul, sem ekki hafa í upphafi verið byggð með nýrri vélakost og tækjakost í huga, eru orðin úr- elt og þarfnast breytinga og viðbótar, það er jafnvel ekki ó- algengt, að ekki hafi verið bol- magn til að framkvæma al- mennt viðhald. GBÓ: Og ekki má gleyma því, að mörg frystihús eru stað- sett á óhentugum stöðum, mið- að við flutning og meðferð á hráefninu úr fiskiskipi í vinnslustöð. Umhverfi margra frystihúsa er einnig of þröngt og hefur þess allt of lítið verið gætt að hafa nóg athafnasvæði utan dyra og eins ekki rekstur frystihúss og ýmis annar rekst- ur eiga ekki samleið hlið við hlið. Állt hefur þetta sín áhrif á rekstursaðstöðu frystihúsanna. Sem dærni má nefna, að frysti- hús. sem ekki liggur við höfn, þarf að kosta a. m. k. 600—800 þús. kr. á ári til að reka einn vörubil. Æskilegt væri, að frystihús þyrftu ekki neina b-íla í sinni þjónustu og mundi þan-n- ig sparast kostnaður og hráefn- ið fengi betri meðferð. GBO: Ein hlið þessa máls snýr að sveitarfélögunum, og satt að segja er það furðulegt að liugsa til þess nú, að víðast hvar hafa það einmitt verið frystihúsin með umhverfi sinu sem hafa orðið að bíða eftir góðri aðbúð. ne-ma því, sem ó- hjákvæmilegt er. Líklega hefur tíðarandinn lagt þetta mat á aðstæður. En nú er þetta að breytast, sem betur fer, og öll- um er ljóst, að sveitarfélögii? verða að gera mikið átak af sinni hálfu um leið og frysti- húsin sjáif. EGK: Ég tek undir þetta. Og þegar litið er aftur til þess, sem ég sagði hér áðan, og orða Guðjóns getum við lagt dæmið fyrir á þá leið, að nú þurfi að bæta fyrir vanrækslusyndir margra ára. Allt hefur hjálp- azt að, staða hraðfrystiiðnaðar- ins í atvinnulifinu og tekju- og gjaldeyrisöflun hefur löngum verið vanmetin, hraðfrystihúsin hafa af ýmsum ástæðum ekki haft bolmagn til að byggja sig upp í samræmi við þá stað- reynd. að þau starfa í matvæla- iðnaði, sem verður að uppfylla ört vaxandi kröfur á heims- markaðnum. Væntanleg ný lög í Bandaríkjunum knýja á um úrbætur nú, en þær eru jafn nauðsynlegar fyrir það. BRÝNUSTU ÚRBÆTUR EKKI UNDIR MILLJARÐI FV: Má skilja þetta þannig, að ekki nægi að taka rekstur frystihúsanna til endurskoðun- ar frá sjónarmiði hollustuhátta? GBÓ: Já, það má skilja þetta þannig. Ástæðurnar e-ru með þeim hætti. að víða er lítið eða ekkert vit í því, að lappa upp á húsin, eingöngu til þess að bæta hreinlætisástandið í þrengsta skilningi, þótt unnt væri að fá vottorð út á það, sem svo alls ekki er víst. Á sumum stöðum verður ó-hjákvæmilegt að byggja alveg ný hús. En hitt er nauðsynlegt að hafa í huga um leið, að ýmislegt má laga í skipulagi og starfsemi hrað- frystiiðnaðarins, sem verður þá að gera kröfu til á sama tíma. FV: En hvað getið þið ímynd- FV 9 1971 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.