Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1971, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.09.1971, Blaðsíða 73
Kirkjan Kristnisjóður tekur til starfa íslenzku kirkjuna hefur lengi skort f jármagn til að sinna ýms- um sérverkefnum — verkefnum sem eru utan við hið reglu- bundna starf kirkjunnar. Að vísu hefur hún haft nokkurt fjármagn til slíkra verkefna, en aðeins mjög takmarkað og seint að vaxa. Með lögum um Kristni- sjóð er að umtalsverðu leyti bætt úr þörf kirkjunnar fyrir fjármagn, sem nota má til sér- stakra verkefna. Lög um Kristnisjóð gengu í gildi 1. júlí 1970 og er yfirstandandi ár fyrsta starfsár sjóðsins. Mun sjóðurinn á þessu fyrsta starfs- ári sínu veita styrki, lán og greiða laun samtals að upphæð tæpar 3,4 milljónir króna. Samkvæmt lögum er stofnfé Kristnisjóðs Kirkjujarðasjóð- ur sem verður lagður niður og rennur í Kristnisjóð. Þá mun sjóðurinn fá andvirði þeirra kirkjujarða, annarra en prests- setursjarða, sem seldar verða nú eftir gildistöku laganna um Kristnisjóð. Loks verður Presta- kallasjóður lagður niður og lát- inn renna í Kristnisjóð sem stofnfé hans. Tekjur sjóðsins, eða ráðstöf- unarfé hans, verða arður af stofnfé, árlegt framlag úr ríkis- sjóði, er samsvari hámarkslaun- um presta í þeim prestaköllum, sem lögð verða niður sam- kvæmt ákvæðum um skipun prestakalla og prófastsdæma. Þau lög eru nátengd lögunum um Kristnisjóð og fengu gildi samtímis lögunum um sjóðinn. Þá mun sjóðurinn fá tekjur, sem samsvara iaunum, þeim, sem sparast á hverjum tíma, þegar prestakall er prestslaust og því ekki greidd laun vegna þess prestakalls, enda skal upp- hæðin miðuð við hámarkslaun presta. Þá er vænst tekna af frjálsum framlögum einstakl- inga, safnaða og fyrirtækja. Hlutverk Kristnisjóðsins er í rauninni margþætt. í lögum er gert ráð fyrir að hann launi aðstoðarþjónustu presta og guð- fræðinga í víðlendum og fjöl- mennum prestaköllum, þegar þess er talin þörf. Þá launar hann starfsmenn, sem ráðnir eru til sérverkefna í þágu þjóð- kirkjunnar. Einnig styrkir hann söfnuði, sem ráða starfsmenn til starfa á sínum vegum á sviði æskulýðsmála, líknarmála eða að öðjumi mikilvægum verkefn- um í lögunum er sagt að sjóð- urinn skuli veita fátækum söfn- uðum starfsskilyrði, einkum á þeim stöðum, þar sem prestaköll hafa verið sameinuð og kirkju- leg þjónusta er sérstökum erf- iðleikum háð. Sjóðurinn styrk- Biskupinn yfir Islandi, herra Sigurbjöm Einarsson. ir guðfræðinga til framhalds- náms, alls kyns útgáfustarfsemi í þágu. kirkjunnar, félög og stofnanir, sem vinna að kirkju- legum málefnum og þannig mætti lengi telja. Kirkjuráð hinnar íslenzku þjóðkirkju hefur á hendi um- sjá og stjórn Kristnisjóðs og ber ábyrgð fyrir Kirkjuþingi á stjórn hans. Kirkjuráðið semur árlega fjárhagsáætlun fyrir sjóðinn og skal hún samþykkt af dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, en reikningsleg end- urskoðun er framkvæmd af Ríkisendurskoðun. Prestakallasjóður hefur þeg- ar runnið inn í Kristnisjóð. Höf- uðstóll hans er rúmar 6 millj. kr. Hins vegar er ekki lokið uppgjöri á Kirkjujarðasjóði, en höfuðstóll hans mun vera um 1.5 millj. kr. Af þessum sökum hefur Kristnisjóður aðeins vaxt- artekjur af Prestakallasjóði á yfirstandandi starfsári, en þær tekjur eru áætlaðar 600 þús. krónur. Aðrar tekjur sjóðsins á árinu eru framlag ríkissjóðs tæplega 3.4 millj króna. Hæsta framlag Kristnisjóðs samkvæmt fjárhagsáætlun 1971 er til framkvæmda í Skálholti eða 900 þús. krónur. Þetta er fé, er til uppbyggingar hins fyr- irhugaðað lýðháskóla á staðn- um- Þá renna úr sjóðnum 800 þús. krónur til framkvæmda og reksturs sumarbúða þjóðkirkj- unnar í Skálholti, við Vest- mannsvatn og á Eiðum. Veittar eru 700 þús. krónur til útgáfu- starfsemi, og eru í þessari upp- hæð innifalin áætluð laun til blaðafulltrúa kirkjunnar, ef hann verður ráðinn Kirkjan rekur húsmæðraskóla að Löngu- mýri í Skagafirði og eru honum ætlaðar 650 þús. kr. á árinu. Af öðrum útgjöldum sjóðsins má nefna 250 þús. kr. til að launa sjúkrahúsprest, ef á þarf að halda og fjölmarga smærri og stærri styrki til einstaklinga og félaga, sem starfa í þágu kirkjunnar og til almennings- heilla- Það er von kirkjunnar manna, að Kristnisjóður muni, þegar frá líður, stuðla að auk- inni fjölbreyttni í starfi kirkj- unnar, enda er sjóðurinn bein- línis stofnaður með það fyrir augum, svo og að gefa kirkj- unni frjálsari hendur til at- hafna, en hún hefur haft fram til þessa. FV 9 1971 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.