Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1971, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.09.1971, Blaðsíða 19
Á meðan flaskan kostar 28; dollara er lítil hætta á að við- skiptavinir skipi sér í biðröð til að kaupa Skota, meðan hægt er að fá sæmilegt heimabrugg fyrir 8 dollara. Það sem Skota- unnendum finnst hins vegar grátlegast af öllu er að flaskan kostar á hafnarbakkanum 1 dollar og 16 cent. V-Þýzkaland Utgjaldaaukning fjárlagafrum- varpsins 8% V.-þýzkir herflugmenn með eitt af „leikföngum sínum". Karl Schiller, fjármálaráð- herra V.-Þýzkalands, lagði ný- lega fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og er þar gert ráð fyrir 8% útgjaldaaukningu miðað við þetta ár f greinar- gerð, sem fylgdi frumvarpinu kom það fram að gert er ráð fyrir að árleg útgjaldaaukning allt fram til ársins 1975 verði um 7,5%. Schiller sagði á fundi með fréttamönnum að frumvarpið væri í fullu samræmi við kröf- ur og þróun efnahagslífsins. í frumvarpinu koma fram nokkr- ar ráðstafanir, sem hinn al- menni v-þýzki borgari er lítið hrifinn af, þ.e.a.s. auknir skatt- ar- Til þess að hægt væri að mæta hinum auknu útgjöldum varð að hækka skatt á sígarett- um, áfengi og benzíni. Benzínið hækkar um 1,30 ísl. kr líterinn, sígarettur um 5 kr. pakkinn og áfengi um 35 kr. hver flaska. Áfengi verður þó eftir sem áð- ur ódýrast í V-Þýzkalandi af öllum löndum í Evrópu. Útgjaldaaukningin er mest í varnarmálum, eða úr 21,4 millj- örðum marka í 24,2 milljarða. Tryggingar hækka úr 19,7 milljörðum marka í 21,6 millj- arða. Framlag til samgöngu- mála hækkar úr 11,7 milljörð- um í 14,5 milljarða og rennur öll hækkunin á benzínverðinu til BÆTTRA samgangna- Nið- urstöðutölur frumvarpsins eru 106,6 milljarðar marka. Stjórn- arandstaðan hefur gagnrýnt frumvarpið harðlega og segir að það miði að því að binda V- Þjóðverja enn fastar við botn- laust skattakerfi Austur og vestur Pólverjar flytja út sér- fræðikunnáttu til V-Þýzkalands Hingað til hafa það yfirleitt verið fyrirtæki á Vesturlönd- um, sem hafa flutt út tækni- þekkingu austur fyrir járntjald, en nú hefur sú þróun snúizt við að örlitlu leyti og ekki að vita nema áframhald verði þar á. Vestur-þýzka efnafyrirtækið Chemiewerk Curtius hafnaði nýlega tilboðum margra fyrir- tækja frá vestrænum löndum í byggingu nýrrar sýruverk- smiðju og tók tilboði pólsks verktaka, sem hljóðaði upp á 3,8 milljónir dollara. Talsmaður v-þýzka fyrirtæk- isins sagði að pólska tilboðið hefði hreinlega verið langhag- stæðast, auk þess sem Pólverj- ar hefðu mikla reynzlu í að byggja slíkar verksmiðjur. Þeir hafa þegar byggt 40 verksmiðj- ur í kommúnistalöndunum og ýmsum þróunarlöndum. Pól- verjar munu leggja til um 60% af efninu sem þarf til fram- kvæmdanna, hitt verður keypt í V-Þýzkalandi. Það var pólska útflutningsráðið Polimex, sem annaðist tilboðið, en 3 pólsk fyrirtæki standa að því. Pólverjar hafa ekki hugsað sér að láta staðar numið og þótt þeir geri sér ekki vonir um nein stórfelld verkefni í V-Evrópu eru þeir vissir um að fleiri verkefni eigi eftir að fylgja í kjölfarið, þegar v-þýzka verksmiðjan verður komin upp- Eins og yfirmaður Polimex sagði: „Þetta er fyrsta verk- efnið okkar í V-Evrópu, en ör- ugglega ekki það síðasta“. Siglingar IMotkun gáma vex hratt Skv. upplýsingum OECD, óx flutningsgeta skipa, sem flytja farm sinn í gámum, um 60% frá 1969 til 1970, og er þá mið- að við þau skip, sem eingöngu nota gámana. í OECD skýrsl- unni um þetta efni. er talið að 172 vöruflutningaskip frá 34 skipafélögum hafi verið í flutn- ingum af þessu tagi árið 1970, og með 105.000 tuttugu feta gáma. FV 9 1971 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.