Frjáls verslun - 01.09.1971, Side 19
Á meðan flaskan kostar 28;
dollara er lítil hætta á að við-
skiptavinir skipi sér í biðröð
til að kaupa Skota, meðan hægt
er að fá sæmilegt heimabrugg
fyrir 8 dollara. Það sem Skota-
unnendum finnst hins vegar
grátlegast af öllu er að flaskan
kostar á hafnarbakkanum 1
dollar og 16 cent.
V-Þýzkaland
Utgjaldaaukning
fjárlagafrum-
varpsins 8%
V.-þýzkir herflugmenn með eitt
af „leikföngum sínum".
Karl Schiller, fjármálaráð-
herra V.-Þýzkalands, lagði ný-
lega fram fjárlagafrumvarp
fyrir næsta ár og er þar gert
ráð fyrir 8% útgjaldaaukningu
miðað við þetta ár f greinar-
gerð, sem fylgdi frumvarpinu
kom það fram að gert er ráð
fyrir að árleg útgjaldaaukning
allt fram til ársins 1975 verði
um 7,5%.
Schiller sagði á fundi með
fréttamönnum að frumvarpið
væri í fullu samræmi við kröf-
ur og þróun efnahagslífsins. í
frumvarpinu koma fram nokkr-
ar ráðstafanir, sem hinn al-
menni v-þýzki borgari er lítið
hrifinn af, þ.e.a.s. auknir skatt-
ar- Til þess að hægt væri að
mæta hinum auknu útgjöldum
varð að hækka skatt á sígarett-
um, áfengi og benzíni. Benzínið
hækkar um 1,30 ísl. kr líterinn,
sígarettur um 5 kr. pakkinn og
áfengi um 35 kr. hver flaska.
Áfengi verður þó eftir sem áð-
ur ódýrast í V-Þýzkalandi af
öllum löndum í Evrópu.
Útgjaldaaukningin er mest í
varnarmálum, eða úr 21,4 millj-
örðum marka í 24,2 milljarða.
Tryggingar hækka úr 19,7
milljörðum marka í 21,6 millj-
arða. Framlag til samgöngu-
mála hækkar úr 11,7 milljörð-
um í 14,5 milljarða og rennur
öll hækkunin á benzínverðinu
til BÆTTRA samgangna- Nið-
urstöðutölur frumvarpsins eru
106,6 milljarðar marka. Stjórn-
arandstaðan hefur gagnrýnt
frumvarpið harðlega og segir
að það miði að því að binda V-
Þjóðverja enn fastar við botn-
laust skattakerfi
Austur og vestur
Pólverjar flytja út sér-
fræðikunnáttu til
V-Þýzkalands
Hingað til hafa það yfirleitt
verið fyrirtæki á Vesturlönd-
um, sem hafa flutt út tækni-
þekkingu austur fyrir járntjald,
en nú hefur sú þróun snúizt
við að örlitlu leyti og ekki að
vita nema áframhald verði þar
á. Vestur-þýzka efnafyrirtækið
Chemiewerk Curtius hafnaði
nýlega tilboðum margra fyrir-
tækja frá vestrænum löndum
í byggingu nýrrar sýruverk-
smiðju og tók tilboði pólsks
verktaka, sem hljóðaði upp á
3,8 milljónir dollara.
Talsmaður v-þýzka fyrirtæk-
isins sagði að pólska tilboðið
hefði hreinlega verið langhag-
stæðast, auk þess sem Pólverj-
ar hefðu mikla reynzlu í að
byggja slíkar verksmiðjur. Þeir
hafa þegar byggt 40 verksmiðj-
ur í kommúnistalöndunum og
ýmsum þróunarlöndum. Pól-
verjar munu leggja til um 60%
af efninu sem þarf til fram-
kvæmdanna, hitt verður keypt
í V-Þýzkalandi. Það var pólska
útflutningsráðið Polimex, sem
annaðist tilboðið, en 3 pólsk
fyrirtæki standa að því.
Pólverjar hafa ekki hugsað
sér að láta staðar numið og
þótt þeir geri sér ekki vonir
um nein stórfelld verkefni í
V-Evrópu eru þeir vissir um að
fleiri verkefni eigi eftir að
fylgja í kjölfarið, þegar v-þýzka
verksmiðjan verður komin upp-
Eins og yfirmaður Polimex
sagði: „Þetta er fyrsta verk-
efnið okkar í V-Evrópu, en ör-
ugglega ekki það síðasta“.
Siglingar
IMotkun gáma vex hratt
Skv. upplýsingum OECD, óx
flutningsgeta skipa, sem flytja
farm sinn í gámum, um 60%
frá 1969 til 1970, og er þá mið-
að við þau skip, sem eingöngu
nota gámana. í OECD skýrsl-
unni um þetta efni. er talið að
172 vöruflutningaskip frá 34
skipafélögum hafi verið í flutn-
ingum af þessu tagi árið 1970,
og með 105.000 tuttugu feta
gáma.
FV 9 1971
17