Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1971, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.09.1971, Blaðsíða 25
GREINAR OG VIÐTÖL Ásmundur Einarsson skrifar um sameiningu vinstri flokkanna. Vinstri sameining - forsendum Sú grunsemd læðist að mér, að árangur sameiningarmanna á vinstri væng íslenzkra stjórn- mála, velti á stefnu og gengi núverandi ríkisstjórnar. Eins og sameiningarmenn benda sjálfir á, eru margir þröskuldar í vegi sameiningar vinstri flokkanna. Eftir ýmsum sólarmerkjum að dæma er stærsti þröskuldurinn tryggð eldri flokksmanna við fortíð flokka sinna og umhyggj- an fyrir eigin völdum. Þeir vilja að vísu, ekki síður en sam- einingarmenn, gera allt sem skynsamlega er unnt að gera til að knésetja Sjálfstæðisflokkinn. En ef stjórnarsamstarfið geng- ur viðunanlega, vinstri stjórnin tekur upp tiltölulega fordóma- lausa, nútímalega stefnu (mál- efnasamningurinn þer þess nú reyndar ekki merki) og vinstri flokkarnir geta haldið sér að samstarfi t. d. fram yfir einar alþingiskosningar, munu gömlu „þröskuldarnir" koma og segja: Sjáið þið bara til. Við þurfum ekki erfiða og flókna samein- ingu í einn flokk- Við þurfum aðeins að læra að vinna saman (og við höfum gert það). Ég hygg að þetta mundi nægja til að stöðva sameiningarhug- myndina a. m. k. um verulega langan tíma. í blaði sameiningarmanna, sem er nýlega komið út, leggja sameiningarmenn sérstaka á- herzlu á nauðsyn þess, að kné- setja Sjálfstæðisflokkinn. Þessi áhugi er yfirgnæfandi þáttur í röksemdum þeirra og hvatning- um. Málefnin koma í reynd númer tvö. í ávarpi sameining- armanna .1 • tbl. þeirra segir t.d í upphafsorðunum: „Um áratugaskeið hafa íslenzkir fél- agshyggjumenn staðið pólitískt sundraðir. Þeir hafa átt í hörðum innbyrðis átökum. í skjóli þessarar sundrungar hef- ur flokkur sérhyggjumanna haldið pólitískri forystu. At- kvæðamagn hans hefur þó oft- ast verið um og innan við 40%. Síðustu tólf ár hefur íslenzka flokkakerfið^ verið í algerri sjálfheldu. í mörgum undan- förnum kosningum hefur naumast verið kosið um annað en það, hver vinstri flokkanna ætti að vinna með Sjálfstæðis- flokknum. Vinstri atkvæði hafa tryggt og viðhaldið hægri stjórn “ Þessi tónn er sleginn aftur og aftur í hinum mörgu greinum blaðsins. Hér er beinlínis gengið út frá bví, að sameining vinstri flokk- anna sé forsenda bess. að Sjálf- stæðisflokkurinn missi forvst- una í íslenzku stjórnmálah'fi En svo einfalt er málið ekki. Þegar sameiningarmenn tala um vinstri flokka eiga þeir við .Albvðuflokkinn, Framsóknar- flokkinn, Samtök frjáislvndra og vinstri manna og hluta af Alþýðubandalaginu. Það er stundum engu líkara en sam- einingarmenn álíti að nýr flokkur í stað allra hinna flokk- anna mundi halda bví atkvæða- magni er beir hafa til iafnaðar. En beir vita betur. Það er t.d. augljóst, að sameining flokk- anna mundi leiða til þess að stór hluti miðstéttarfylgis Framsóknarflokksins mundi snúast á sveif með Sjálfstæðis- flokknum. einnig nokkur hóp- ur Albýðuflokksmanna. Um nýja kjósendur þýðir auðvitað ekki að ræða, en þó er jafn augljóst að þeir lenda ekki all- ir hjá hinum nýja flokki, ef hann þá fæðist- á úreltum Önnur skynvilla birtist í skrifum sameiningarmanna. En kannske vita þeir einnig betur þar en þeir vilja vera láta Þeir segja í ávarpi sínu og greinum: „Margflokkakerfið hefur hindr- að djarfar og hiklausar ákvarð- anir“. Þeir tala um hálfvelgju og vettlingatök sem einkenni á íslenzku stjórnmálalífi. En hvað segja þá menn í löndum tveggjaflokkakerfisins? I þessum löndum er beinlínis rætt um nauðsyn þess að mynda nýja flokka, að afnema tveggja flokkakerfið. Bandaríkin eru gott dæmi um það. Þar hafa alltaf öðru hvoru myndazt flokkar og hreyfingar, sem beg- ar á fylgi þeirra allra er litið, sýna verulega óánægju í Banda- ríkjunum með tveggia-flokka kerfið. Wallace ríkisstjóri hef- ur a.m-k. 10% kjósenda á bak við sig í tiltölulega nýjum flokki Á sama tíma og hann nær þessum árangri koma fram hreyfingar manna eins og Eug- ene McCarthv, meðan hann var öldungardeildarþingmaður. Konur í Bandaríkjunum eru um þessar mundir að byggja upp landssamtök, sem virðast hafa talsverða möguleika. Og ef litið er á starfssemi Banda- ríkiabipgs. þá kemur í Ijós, að tveggjaflokkakerfíð er ekki nándar nærri alltaf virkt. Mér bvkir hálfgerð svnd að hafa ekki lengur undir höndum grein eftir kunnan brezkan þingmann er birtist fvrir ca. tveimur árum í einu út- breiddasta blaði Breta, Þar var á mjög málefnalegan hátt rætt um „pólitíska óánægju" al- mennings, vantrú almennings á tveggjaflokkakerfinu og fyrir- litningu á brezka þinginu. Það FV 9 1971 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.