Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1971, Page 13

Frjáls verslun - 01.09.1971, Page 13
lákshafnar. Við gerum okkur vonir um að þetta verði mynd- arlegur rekstur. Og það ætti ekki að verða vafningameira að flytja fisk til Selfoss en til staða við Faxaflóa. Aðrar byggingarframkvæmd- ir eru töluverðar, Sláturfélag Suðurlands hefur verið að end- byggja sláturhús sitt í sam- ræmi við bre.yttar kröfur um útbúnað slíkra húsa. í kjölfar- ið mun stórgripaslátrun fara fram allt árið. Þá er Kaupfél- ag Árnesinga að hefja byggingu stórs verkstæðishúss fyrir alla viðgerðarþjónustu sína. Og loks eru um 40 íbúðir í smíð- um. Hvað er af framkvæmdum hreppsins að segja? Jú, hrepp- urinn vinnur að venjulegum framkvæmdum, en fréttnæm- ast er e. t. v. að nú er verið að leggja olíumöl á nokkrar götur. Það er fyrsta olíumölin, sem lögð er hér, en áður hefur ver- ið lagt malbik á Austurveg og hluta af Eyrarvegi í samvinnu við ríkið, en það eru götur, sem tengja leiðir hingað og héð- an. Eru framkvæmdir við nýtt sjúkrahús hafnar? Nei, en það er unnið að undirbúningi og framkvæmdir eru að öllum lík- indum á næsta leyti. Nýja sjúkrahúsið verður mikil bygg- ing fyrir allt Suðurland, sem svo er kallað í daglegu tali, og þar á að verða læknamið- stöð og önnur tilheyrandi að- staða, miðað við nútímakröfur. Hvernig er búið í skólamál- um? Fu.ll þröngt, og það verð- ur nauðsynlegt áður en langt um líðui' að bæta þar úr. Sér- staklega eru þrengsli á gagn- fræðastigi, en þar bætast all- margir nemendur við frá ná- grannasveitunum, sem fara daglega á milli heimila og skóla, margir all langar leiðir. IVIinkarækt 20.000 íslenzk minkaskinn á næsta ári - 25 milljónir í gjaldeyri Sjö minkabú eru nú starf- rækt hér á landi, og eitt er að bætast við um. þessar mundir. 5 eru sunnan fjalla og 2 norðan fjalla og þar er nýja búið einn- ig. í þessum 7 búum, sem til eru, eiga nærri 6.000 minkar heimili. Frá beim munu koma um 20-000 minkaskinn á næsta ári, ef að líkum lætur. Minkarnir eru af 6-8 tegund- um, og meðalverð á skinnum hefur undanfarið verið 12-1300 krónur, — sagði Ólafur Helga- son í Blóm & Grænmeti, sem er einn af eigendum minkabús- ins í Mosfellssveit Verðið hef- ur verið lágt um tíma, en það var hæst um 2000 krónur á Bandaríkjamarkaði. Við erum að vona, að það fari nú aftur hækkandi, en það kemur í Ijós í vetur, hvert stefnir. Flest minkabúin eru með um 1.000 læður. Stofnkostnaður við minkabú af þeirri stærð er minnst 12-14 milljónir króna og rekstrarkostnaður 3-4 millj- ónir á ári. Stofnkostnaður hér er meiri en gerist og gengur í minkabúskap, enda eru hús vönduð og allur umbúnaður, svo sem krafizt er, en einnig er annar búnaður vandaður, t.d- er yfirleitt sjálfbrynning og sjálfvirk fóðurgjöf. Fullkominn búnaður sparar hins vegar í rekstrarkostnaði. Aðeins þrjá menn þarf við rekstur 1.000 læðu bús, sem er vel búið, og þótt læðunum yrði fjölgað um helming, þyrfti einungis að bæta einum manni við. Mest öll fæða minkanna er innlend, frá frystihúsum og sláturhúsum, en dálítið er flutt inn af korni. Nokkur samvinna er þegar komin á milli minka- búanna á Reykjavíkursvæðinu, um fóðuröflun, og er ekki ólík- legt að sú samvinna þróizt frek- ar og nái til fleiri búa. En einn- ig er starfandi landsfélag þeirra, sem reka minkabú, FV spurði Ólaf Helgason, hvort unnt væri að súta eða fullvinna á annan hátt minka- skinn hérlendis. Hann taldi að eins og nú stæðu sakir væru á bví annmarkar, nema bá til notkunar innanlands. Unnin skinn væru víðast hátt toliuð, og þess vegna væru þau yfir- leitt unnin þar sem þau færu á markað í formi fatnaðar og annars Minkaskinn eru seld á upp- boðum, og íslenzku skinnin verða seld í London nú fyrst um sinn a.m.k. Einnig mun standa til boða, að selja þau á uppboðum í Leningrad, og er ekki útilokað, að það verði not- að að einhverju leyti. Öll sólarmerki benda til þess, að minkabúskapur hér á landi geti dafnað, ef markaðsverð á skinnum verður yfirleitt full- nægjandi fyrir minkabúskap, og getur það komið sér vel fyr- ir ýmis byggðarlög og þjóðar- búið. Það er t.d. táknrænt hagræði, sem Grenvíkingar og nágrannar þeirra hafa af minkabúskapnum. Þeir losa sig við úrgáng frá frystihúsinu og frá stóru hænsnabúi á Sval- barðsströnd, svo og frá slátur- húsinu, — í minkabúið í stað þess að henda honum Og gjald- eyristekjur af sölu 20.000 minkaskinna á lægsta verði, sem nú er um að ræða, ættu að verða 25 milljónir á næsta ári. Þetta er búsílag. FV 9 1971 11

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.