Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1971, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.09.1971, Blaðsíða 40
IVútíma kröfur um hráefnismeðferð og' hreinlæti í fiskiðnaði IMauðsynlegar eru úrbætur fyrir um 2 milljarða á næstu 2-3 árum Þar af er líklegt að um % falli hlut fiskiðnaðarins, en um I/3 í hlut sveitarfélaganna í Bandaríkjunum er væntan- leg ný löggjöf um hollustu- hætti í fiskiðnaði. Þessi nýja löggjöf hefur verið á döfinni um nokkurra missera skeið. og talið er víst, að hún verði sett á næstunni. Löggjöfin snertir okkur íslendinga mjög á'þreif- anlega. Þar er verðmætasti markaður okkar fyrir frystar fiskafurðir. og þar rekum við fullvinnslu slíkra afurða í neyt- endaumbúðir og til matsölu- staða. Auk þess er gert ráð fyr- ir því, að hin nýja bandaríska löggjöf, geri ekki einungis kröf- ur til meðferðar viðkomandi matvæJa innan bandarískrar lögsögu, heldur allt frá upphafi þeirra, hvaðan sem þau koma. Og fyrirboði löggjafarinnar bendir til þess, að kröfurnar verði strangar. Þegar á árinu 1967 var sett í Bandaríkjunum ný löggjöf um sláturhús og meðferð kjöts og kjötafurða, og er hún þess eðlis, að einungis 3-4 íslenzk sláturhús fullnægja nokkurn veginn kröfum þessar- ar löggjafar. Öll þau frumvörp, sem komin eru fram á Banda- ríkjaþingi um fiskvinnslustöðv- ar og meðferð á fiski og fisaf- urðum benda til þess, að þar verði ekki gengið skemmra. Gera má ráð fyrir að hliðstæð- ar kröfur verði gerðar frá öðr- um viðskiptavinum okkar er- lendis í náinni framtíð, svo og frá íslenzkum neytendum. Hin væntanlega, nýja lög- gjöf í Bandaríkjunum hefur að sjálfsögðu vakið mikla athygli meðal þeirra íslendinga, sem starfa að sjávarútvegi og fisk- iðnaði, svo og forráðamanna ríkis og sveitarfélaga. Bersýni- legt hefur verið að grípa yrði til verulegra ráðstafana, til þess að uppfylla nýjar og strangari kröfur varðandi framleiðslu verðmætustu útflutningsafurða okkar. Segja má, að úibætur í þessum efnum hafi verið jafn nauðsynlegar, þótt ekki heföi komið til sérstakur þrýstingur að utan. En nú uiðu þær Þórir Hilmarsson: ,,Okkur vantar upplýsingar um vörur og þjónustu, sem fisk- iðnaðinum stendur til boða." skyndilega óumflýjanlegar, og það með skömmum fyrirvara. í ágúst 1969 skipaði sjávar- útvegsmálaráðuneytið „Tillögu- nefnd um hollustuhætti í fisk- iðnaði“, til þess að grundvalla úrbætur. í apríl á þessu ári var Þórir Hilmarsson verkfræðing- ur ráðinn til nefndarinnar og hefur hann umsjón með dag- legum störfum hennar og fram- kvæmdum. FV snéri sér til Þór- is og fékk hjá honum upplýs- ingar um starfsemi Tillögu- nefndarinnar, ástand og horfur, eftir því sem unnt er að gera sér grein fyrir þeim atriðum á þessu stigi. TILLÖGUNEFNDIN Tillögunefndin er nú þannig skipuð: Formaður er dr. Þórð- ur Þorbjarnarson forstöðumað- ur Rannsóknarstofnunar fisk- iðnaðarins, en aðrir nefndar- menn Einar G. Kvaran fram- kvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Guðjón B. Ólafsson framkvæmdastjóri Sjávarafurðardeildar SÍS, Karl Bjarnason deildarstjóri hjá Fiskmati ríkisins. sem tók ný- iega við af Jóni J. Ólafssyni, og Jón Sigurðsson deildarstjóri í Efnahagsstofnuninni. Tveir varamenn hafa að staðaldri starfað í nefndinni, sem ritari og vararitari, þeir Guðlaugur Hannesson gerlafræðingur hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- ins, sem jafnframt er vara- formaður nefndarinnar, og Hjalti Einarsson verkfræðing- ur hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna. Verkfræðingur Tillögunefnd- arinnar er svo Þórir Hilmars- son, eins og fyrr segir, en hann tók við því starfi í apríl sl. SAMSTARF VIÐ RANNSÓKN- ARSTOFNUN FISKIÐNAÐAR- INS Eins og til var ætlazt í upp- hafi. hefur Tillögunefndin starfað í náinni samvinnu við Rannsóknarstofnun fiskiðnað- arins. 38 FV 9 1971
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.